Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 17 Þær stöllur Sólrun Hjaltested, Sigþrúður Ármann og Stella María Björnsdóttír afhenda Friðrikku Eðvarðsdóttur og séra Gisla Jónas- syni ágóða hlutaveltunnar. Hlutavelta í Breiðholtssókn NÝLEGA héldu þijár ungar stúlkur úr Breiðholtssókn hlutaveltu til fjáröflunar fyrir Minningarsjóð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og hafa þær nú afhent forráðamönnum sjóðsins ágóða hlutaveltunnar sem var kr. 4000. Minningarsjóðurinn var stofnaður í maí 1985 í minningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, sem var fæddur 23. febrúar 1971 en lést af slysförum 24. ágúst 1980. Sjóðurinn er við Breiðholtskirkju í Reykjavík og skal hann styrkja kaup á hljóðfæri til nota í safnaðar- heimili kirkjunnar og styrkja og styðja tónlistarlíf og flutning tón- listar í kirkjunni. Minningarkort sjóðsins fást hjá Sveinbimi Bjama- syni, Dvergabakka 28, Reykjavík, og sér hann um að senda kortin sé þess óskað. Þá má geta þess að bamastarf Breiðholtssóknar hefst að nýju eftir prestaskiptin með bamaguðsþjón- ustu í Breiðholtsskóla sunnudaginn 7. desember kl.11.00. Verða bama- guðsþjónustumar síðan á þeim tíma til vors. Til ungra myndlistarmanna 35 ára og yngri í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Áhrif tölvuvæðingar í 20 ár“. I tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 t IAFNT HÚSBÆríDUR - SEM VIÐ HIM - KUnriA AÐ META RETT BARADAR PIPARRÖRUR.STÖRRAR OQ BRAQÐMIRLAR ■ KEXVERKSMIÐJAN FRÓN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.