Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 20

Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 _ j Igp í ' i * /, I - \ ' >-L BH MC SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMAR: 91-83100 - 91-84850 128 REYKJAVÍK - PÓSTHHÓLF 8266 , Mikið úrval af handunnum austurlenskum teppum. Opiðtilkl. 16.00 Nyjar sendingar af modern teppum. Tískulitirog munstur. Glæsilegt úrval af teppum i sígildum mynstrum. Skírnír kominn LTT STEINAR til jólaskreytinga Góða skemmtun! útí 160. SKÍRNIR, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 160. árgangur er kominn út. Ritstjórar eru Kristján Karlsson og Sigurður Líndal. Skímir hefst að þessu sinni á æviágripi Jóns Helgasonar prófess- ors eftir Jakob Benediktsson, en síðan fylgir stuttur þáttur af Jóni eftir Matthías Johannessen. Þá birt- ast í Skími tvö kvæði eftir Kristján Karlsson. Kristján Ámason gerir ítarlega grein fýrir heimspeki Hegels í rit- gerðinni Mótsögn og miðlun, en síðan fylgir grein eftir Pál S. Ardal sem nefnist Að eiga illt eitt skilið, en þar ræðir höfundur um refsingar og gagmýnir sérstaklega siðferði- lega gjaldstefnu. í greininni Hetjudauði Sturlu Sighvatssonar færir Úlfar Braga- son rök fyrir því að hinir raun- verulegu atburðir sem lýst sé hafi verið felldir í ákveðið frásagnarmót sem hafa verði í huga þegar Sturl- unga sé metin sem söguleg heimild. Þá hlýtur að sæta nokkmm tíðindum birting fyrirlesturs eftir Sigurð Nordal sem nefnist Auður og Ekla í fommenntum íslendinga, en hann var fluttur í Háskóla ís- lands 17. febrúar 1946. í stuttri inngangsgrein að fyrirlestrinum segir Kristján Karlsson meðal ann- ars: „Óvíða í verkum hans mun að finna jafn ástríðufulla framsetning og hér á þeim hugmyndum hans um uppmna og gildi íslenzkrar rit- menningar, sem kalla má annan meginþráð verka hans.“ Þeir Grímur Thorkelín og Finnur Magnússon em þekktir menn í íslenzkri menningarsögu. í ritgerð- inni Tveir íslenzkir leyndarskjala- verðir — Grímur Thorkelín og Finnur Magnússon — segir Harald Jörgensen frá ýmsu áður ókunnu um þessa menn og þá stofnun sem þeir stýrðu — leyndarskjalasafnið. Gísli Sigurðsson ritar greinina Ástir og útsaumur — Umhverfi og kvenleg einkenni hetjukvæða Eddu. Varpar hann fram þeirri hugmynd að konur hafi ort yngri Eddukvæð- skiptið in. Magnús Fjalldal setur fram þá tilgátu í grein um Gísls þátt Uluga- sonar að hann feli í sér hvatningu til íslendinga um samheldni og hafi höfundur einkum beint boðskap sínum til höfðingja Sturlungaaldar. í ritgerðinni Aristóteles og Snorri bendir Hallvard Mageröy á röð at- riða í skáldskaparfræðum Aristótel- esar og Hórazar og öðmm bókmenntum Fomgrikkja og Róm- veija sem bera má saman við hliðstæð fyrirbrigði í eddukvæðum og íslenzkum fornsögum. Einar G. Pétursson á ritgerð sem nefnist Efling kirkjuvaldsins og rit- un Landnámu. Þar ræðir höfundur meðal annars um Dómsdagsbókina (Domestday Book) sem Vilhjálmur bastarður Englandskonungur lét taka saman á ámnum 1085—1087 sem hugsanlega fyrirmynd Land- námu; en annars telur hann að Landnáma hafi verið skrifuð að fmmkvæði kirkjunnar; Gissur bisk- up Isleifsson og samverkamenn hans hafi átt þar hlut að. Bjöm S. Stefánsson ritar um ráðningarskilmála í lok 19. aldar. Ymsar takmarkanir vom á vist- ráðningu á hjúskap og búsetu snauðra til að varast sveitar- þyngsli. Hann telur að engin dæmi séu kunn frá síðari hluta 19. aldar um að þessar takmarkanir hafi taf- ið nýmæli í atvinnuháttum eins og ýmsir hafa haldið fram. Hannes H. Gissurarson fjallar um réttlætishugtök Hayeks og Nozicks í samnefndri ritsmíð. Jafnframt er hún andsvar við ritgerð Þorsteins Gylfasonar, Hvað er réttlæti? í Skími 1984. í ritgerðinni Mýrdalssandur og Álftaver gerir Einar H. Einarsson bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal grein fyrir rannsóknum sínum á byggð á Mýrdalssandi fyrr á öldum og eyðingu hennar, en hann er allra manna kunnugastur á þessum slóð- um. Loks er svo ritgerðin Upphaf Anno 1935 eftir Erik Sönderholm. Þar gerir hann rækilega grein fyrir skáldsögu Guðmundar Danielsson- ar Bræðumir í Grashaga sem kom út 1935 og lýsir jafnframt rithöf- undarferli Guðmundar í rúma hálfa öld. Ritdómar e_ru eftir Áma Her- mannsson, Árna Siguijónsson, Bjama Vilhjálmsson, Einar G. Pét- ursson, Eystein Sigurðsson, Helgu Kress, Helga Skúla Kjartansson, Hjört Pálsson, Höskuld Jónsson, Jón Öm Marinósson, Jón Þ. Þór, Kristján Ámason, Magnús Péturs- son, Matthías Viðar Sæmundsson, Pál Valsson, Þórarin Þórarinsson. Er í umsögnum þessum fjallað um 20 bækur. Þessi árgangur er hinn 160. frá því að Skímir hóf göngu sína árið 1827 og Tímarit Hins íslenzka bók- menntafélags árið 1880, en þessi tvö rit vom sameinuð í eitt árið 1905. Afmælisins er ekki minnst öðm- vísi en með því að hafa Skími meiri að vöxtum og myndarlegri en nokkm sinni fyrr eða 434 lesmáls- síður. Bókmenntaskrá Skímis kemur nú út í átjánda sinn og em í henni rakin bókfræðilega skrif sem birzt hafa á árinu 1985 um íslenzkar bókmenntir síðari alda. Skráin er ekki einskorðuð við fagurbókmenntir í þröngum skiln- ingi, heldur em teknar umsagnir um þjóðsögur, bréfasöfn og annan þjóðlegan fróðleik, einnig umsagnir um ævisögur, ferðalýsingar og við- talsbækur ef að þeim standa skáld eða rithöfundar. Greindir em rit- dómar um íslenzkan skáldskap, viðtöl við höfunda, afmælis- og minningargreinar um þá, svo og dómar um sýningar á leikritum og kvikmyndum sem íslenzkir höfund- ar standa að. Bókmenntaskrá Skímis er að þessu sinni 118 bls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.