Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 31 yfír 84 af 805 stöðugildum kvenna alls. Yfírvinnugreiðslur til kvenna eru þar 31,7% af dagvinnulaunum á móti 42,1% hjá körlum. Innan BSRB eru það 1.116 stöðugildi kvenna af 3.945 sem ná meðallaun- um karla innan félagsins, eða þar yfír og þar eru yfírvinnugreiðslur til kvenna 33,2% af dagvinnulaun- um á móti 65,5% hjá körlum. I heildina eru það því aðeins 1.283 stöðugildi kvenna af 6.368 alls eða um 20% sem ná meðallaunum karla í þessum félögum eða þar yfír og yfírvinnugreiðslur til karla eru í öllum tilvikum hærri en til kvenna. Að auki starfa hjá ríkinu um 1.500 félagar í verkakvennafélög- unum Sókn, Framsókn og Framtíð- inni, nánast eingöngu konur. Eru þeim greidd laun samkvæmt töxt- um þessara félaga, en þeir eru meðal þeirra lægstu á landinu. Það er því ljóst að launamunur eftir kynjum er umtalsverður hjá ríkinu og stjómvöldum skylt að ráða það tafarlaust bót á vilji þau að tilgang- ur þeirra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem þau hafa sjálf sett sé í heiðri hafður. Aðgerðir ekki upplýsingar Þegar þetta er skrifað sitja aðilar vinnumarkaðarins við samninga- borðið og verður fróðlegt að sjá hvemig eða hvort þeir taka á þeim launamun sem nú er á milli kvenna og karla á vinnumarkaðnum. Sú viðbára hefur oft heyrst að ekki sé hægt að taka á hinu kynbundna launamisrétti vegna þess að fyrst þurfi að leita upplýsinga um hvem- ig því sé háttað. Þessi viðbára hefur alla jafnan verið máttlaus, því í þessu máli eins og í flestum öðrum er það viljinn til að takast á við það sem öllu skiptir. Nú á viðbáran sér hins vegar enga stoð lengur. Við höfum allar þær upplýsingar sem við þurfum um launamisréttið, okk- ur vantar ekki meiri upplýsingar, það sem nú þarf eru aðgerðir sem taka á launamisréttinu. Það er óumdeilanlega eitt af markmiðum núgildandi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að konur og karlar standi jafnt að vígi á vinnumarkaðnum. Raunvemleikinn er þó annar eins og hér hefur verið lýst. Með því endurmati á störfum og launum kvenna sem Kvennalistinn leggur til er leitast við að framkvæma þá hugsun sem í gildandi jafnréttislög- um býr, að konum og körlum skuli ekki mismunað eftir kynferði á vinnumarkaðnum. Höfundur er ein afþingkonum Kvennalistans. 6 stigar á bryggjunni í Njarðvíkurhöfn „ÞAÐ eru sex stigar á bryggj- unni á þeim kafla Njarðvíkur- hafnar þar sem Skeiðsfoss lá og þar af eru tveir í 10-12 metra fjarlægð sitt hvoru megin við staðinn sem manninum var bjargað upp á bryggjuna,“ sagði Meinert Nilssen hafnarvörður í Njarðvík í samtali við Morgun- blaðið, en Jónas Ragnarsson týrimaður á Skeiðsfossi sem bjargaði manni frá drukknum í Njarðvíkurhöfn aðfaranótt fimmtudags, sagði í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á föstu- dag að engir stigar væru þar á bryggjunni og væri það ámælis- vert og hreint hneyksli. Meinert sagði að sennilega hefðu björgunarmennimir ekki séð stig- ana í náttmyrkrinu og auk þess hefði sjálfsagt verið fát á þeim eins og eðlilegt var. Þegar hann var spurður hvort ekki væri sjálfsagt að merkja stigana þannig að þeir sjáist betur, svaraði hann að auðvit- að væri aldrei of mikið gert hvað öryggisþætti varðaði. Þó gæti slíkt varla orðið til gagns þegar snjór er yfír öllu, eins og var þegar skip- verjarnir á Skeiðsfossi björguðu manninum úr Njarðvíkurhöfn. Andrés Jóhannesson forstöðumaður yfirkjötmats með „fitumælinn", einfalt verkfæri sem gert hefur samræmingu og flokkun lambakjöts mun nákvæmari en áður hefur þekkst. aö er vilji þeirra sem standa aö framleiðslu og sölu lambakjöts aö koma til móts viö kröfur neytenda um meiri vöruvönd- un og nákvæmari flokkun lambakjöts eftir fituinnihaldi. Til að sýna fram á þetta voru staðfestar fyrir síöustu sláturtíö hertar reglur um fituflokkun lambakjöts auk þess sem ný tækni við fitumælingar hefur verið tekin upp. Meö tilkomu „fitumælisins" var stigið stórt skref í átt til öruggari flokkunar lambakjöts eftir fitumagni. Þetta tæki auðveldar kjötmats- mönnum aö vinna verk sín af meiri ná- kvæmni en áöur. Það er skoðun þeirra sem til þekkja aö með notkun þessa ein- falda verkfæris hafi samræming og nákvæmni í flokkun lamba- kjöts eftir fitu- magni veriö aukin til muna. Staöreyndirnar tala sínu máli. Samanburður á fiokkun lambakjöts í gæðaflokka árin 1985 og 1986. Aukningin kemur úr stjörnuflokki (Dl*) og fyrsta flokki (Dl) sem þýöir aö nú getur þú gengið aö fituminna kjöti í þeim flokkum en áður. Sífellt fækkar þeim sem vilja feitt lambakjöt svo erfiðleikar hafa skapast á sölu þess. Skilningur framleiðenda á þessu hefur aukist og því má ætla að fram- leiðsla á feitu lambakjöti muni dragast verulega saman í framtíð- inni. Við erum sannfærð um að vel upplýstur neytandi er jafn- framt ánægður viðskiptavinur. Það er hlutverk okkar og vilji að framfylgja settum reglum um gæðaflokk- un lambakjöts. Við teljum að nú standi neytendur frammi fyrir öruggari og ná- kvæmari flokkun lambakjöts en nokkru sinni fyrr. Því hvetjum við þig til að kynna þér eftirfarandi upplýsingar um gæða- og þyngdarflokka lambakjöts. Gæða- og þyngdarflokkar lambakjöts: Dl* I. flokkur* Vef holdfyflt læriogbak. Hvltfituhula Dl I. flokkur Vel hoktfylltir, miðlungsfita, gallalausir lútliti Dll II. flokkur Sæmilegahold- fytltir, lítil fita, gallalitlir DIIO II. flokkur 0 HoWgóðir sknokkar, mikil fita ogi'eia fita semskkistirðnar D III III. flokkur Allir hoidrýrir. frtulitlir, marðir, gallaðireðameð mjóggulafitu Að 12,5 kg Dl*6 DI6 Dll 6 DII0 6 DIII6 13-16 kg Dl*2 DI2 Dll 2 DII0 2 DIII2 16,5-19 kg Dl*8 DI8 Dll 8 DII0 8 DIII8 19,5-22,5 kg Dl*4 DI4 Dll 4 DII04 DIII4 23kgog þyngri DIT DIIT DIIOT DIIIT Stafirnir 6, 2, 8, 4 og T tákna þyngd skrokksins. T.d. merkir Dl 2 1. flokk og skrokkþyngd á bilinu 13-16 kg. Með bestu kveðju, F. hJ-andbún§öarráðuneytisins „fituflokkinn" svokallaða (DIIO) í stað 1,6% árið 1985. Andrés Johannesson forstöðumaður yfirkjötmats. TlMABÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.