Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 40

Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Samningsmál opin- berra starfsmanna Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, sem er mjög athyglisvert, bæði fyrir aðdraganda þess, það er vinnulag við undirbún- ing frumvarpsins, og efnisat- riði. Frumvarpið er árangur samstarfs fjármálaráðuneyt- is, Sambands íslenzkra sveit- arfélaga og viðkomandi stéttarfélaga, það er Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Launamála- ráðs ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna (BHMR) og Bandalags kenn- arafélaga (BK). Það eitt að ná svo víðtækri samstöðu við frumvarpsgerð af þessu tagi er sérstakt fagnaðarefni. Tvenn lög hafa gilt um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Annarsvegar lög um kjarasamninga BSRB. Hinsvegar lög sem ná til BHMR og BK. Samkvæmt hinum fyrri lögunum fer BSRB með umboð til þess að gera aðalkjarasamning við íjármálaráðuneytið fyrir hond aðildarfélaga, en þau annast sjálf gerð sérkjara- samninga. BSRB hefur heimild til að gera allsheijar- verkfall í þeim tilgangi að knýja á um gerð aðalkjara- samnings. Samsvarandi heimild er ekki í þeim lögum er fjalla um samningsgerð BHMR og BK. Annmarkar á núverandi skipan samningamála opin- berra starfsmanna hafa komið æ skýrar í ljós. Agrein- ingur hefur verið uppi um túlkun á lögunum, bæði í verfalli BSRB 1984 og í máls- meðferð í málum BHMR fyrir Kjaradómi. Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa og farið fram á lagabreyting- ar í þá veru, að samnings- og verkfallsréttur verði flutt- ur til einstakra aðildarfélaga. Helztu breytingar, sem þetta samkomulags- og stjómarfrumvarp felur í sér, frá gildandi lögum, eru þess- ar: * 1) Umboð til samnings- gerðar er ekki bundið við heildarsamtök. Hvert stéttar- félag ríkis- eða bæjarstarfs- manna, er uppfyllir tiltekin skilyrði, getur verið óháður samningsaðili, hvort heldur það er innan heildarsamtaka eða ekki. * 2) Heimild til verkfalls, sem bundin var við BSRB, færist samkvæmt frumvarp- inu til einstakra stéttarfé- laga. Ríkisstarfsmenn í stéttarfélögum, sem ekki hafa verkfallsrétt samkvæmt gildandi lögum, öðlast þann rétt, samkvæmt frumvarp- inu. * 3) Horfið er frá því að sérstök kjaradeilunefnd ákveði hvaða ríkisstarfsmenn hafí vinnurétt í verkfalli. Þess í stað verður annarsvegar birtur tæmandi listi yfir þau störf, sem undanþegin eru verkfalli, og hinsvegar gert ráð fyrir undanþágum til að fírra neyðarástandi. Samkvæmt hliðarfrum- varpi eru sett skýrari ákvæði en nú gilda um þá aðila, sem undanþegnir eru verkfalls- rétti. Þessar undanþágur eru einkum við það miðaðar, að framkvæmdavald ríkisins lamist ekki vegna hugsan- legra átaka um kjaramál. Nú hafa verið stigin skref, sem taka mið af tíu ára reynslu. Þau verða vonandi til þess að draga úr ágreiningi um framkvæmd verkfalla opin- berra starefsmanna. í ljósi þeirrar kjarasáttar, sem gerð var í febrúarmánuði líðandi árs og leitt hefur til verulegrar hjöðnunar verð- bólgu og aukins stöðugleika í íslenzku atvinnu- og efna- hagslífí, þeirrar jákvæðu viðleitni, sem fulltrúar laun- þega og vinnuveitenda sýna við samningaborðið þessa dagana og þess samkomulags um frumvarp um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, sem Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi, má ljóst vera, að ný viðhorf og heilbrigðari ríkja í þjóðfélaginu. Umsjónarmaður Gísli Jónsson í prentun síðasta þáttar féll á einum stað niður smáorðið en. í bréfi Baldurs Jónssonar átti að standa þessi málsgrein: „Ekki kann ég annað en það sem flest- ar orðabækur hafa, mynd, andlitsmynd, en er það ekki nóg?“ Þarna hafði sem sagt fall- ið niður orðið en, þar sem Baldur ræddi um íslensk orð fyrir por- tret(t). Þá tekur til máls Leó M. Jóns- son í Reykjavík: „Þýðingar eru vandasamar þótt ekki komi til þess að þýð- andanum verði orðs vant. Það verður oft þegar tækni á hlut að máli. Fyrir skömmu þurfti ég að þýða ýmis tækniorð sem varða endurvarp frá gervihnöttum. Á ensku nefnist þetta m.a. „satill- ite television", „satillite trans- mission", „satillite broadcast- ing“ o.s.frv. Um er að ræða móttöku sendinga frá jörð, mögnun þeirra og endurvarp til móttöku og frekari dreifingar annars staðar á jörðu. Það sem um er að ræða er að sendingar geta verið margs konar, ekki endilega myndir eða tal eða hvort tveggja, heldur einnig tölvuboð, morse, sími o.s.frv. Til að gera langt mál stutt þá legg ég til að þetta fyrirbæri verði nefnt „geimvarp" og meina að sendingum, hvers eðlis sem er, sé geimvarpað. Finnst mér orðið ekki þurfa frekari skýr- ingu, t.d. að geimvarpað sé með gervihnetti. Allt geimvarp fer um gervihnetti, það segir sig sjálft. Hvað fínnst þér um þetta orð yfir það sem ríða mun yfir innan skamms? Með kveðju." Umsjónarmaður hefur að vísu ekkert vit á þeirri tækni sem í bréfínu getur, en honum virðist orðið geimvarp gott, sbr. út- varp, sjónvarp o.fl. þess háttar. Annars vísar hann málinu tii ykkar, hvers og eins. ★ Mér þykir sem þoimynd og miðmynd eigi um þessar mund- ir í vök að veijast. Nokkrum sinnum hef ég í þessum þáttum reynt að halda uppi vöm fyrir þær systur í þeirri von að þeim mætti forða frá því að umhverf- ast í eina allsheijar ómynd. Skal nú enn bregða fyrir þær skildi. Þegar áhrifssögn stýrir einu saman þolfalli, eins og t.d. sögn- in að venja, er vandinn við myndun þolmyndar harla lítill. í þolmyndarsetningu snýst andlag (þolfall) upp í frumlag (nefni- fall). Dæmi: Ég var vaninn á þetta. í germynd hins vegar: Hann vandi mig á þetta. En jafnvel í svona einföidum sam- böndum má nú sjá og heyra ómyndina: Það var vanið mig á þetta. Reyndar hef ég ekki séð eða heyrt: * Mig var vanið á þetta. En heyrt hef ég sagt: Það var barið mig og það var rekið hann út, í staðinn fyrir: ég var barinn, hann var rekinn út. Myndun þolmyndar er ekki alveg eins einföld, þegar sama sögnin stýrir tveimur mismun- andi föllum. Tökum t.d. sögnina að færa. Hún stýrir bæði þágu- falli (persónunnar) og þolfalli (hlutarins): Hann færði mér matinn upp á herbergi. í þol- myndinni nú breytist andlag persónunnar (þágufallið) ekki, en andlag hlutarins (þolfallið) snýst upp í nefnifall: Mér var færður maturinn upp á her- bergi. Ekki: * Mér var fært matinn o.s.frv. Hlymrekur handan kvað: I Moskvuboig lá ég í munaði svo miklum að fæsta það grunaði. Mér var maturinn færður, hvorki morkinn né flærður,- og vodka úr barámum bunaði. 366. þáttur Og enn vil ég andæfa því orð- færi sem heyra má í útvarps- fréttum, þegar sagt er að „lagt hafí verið á ráðin“ um eitthvað. Það var nefnilega ekkert lagt á ráðin, heldur voru ráðin lögð á. Undirskilið er á hvað ráðin voru lögð. Miðmyndin skal hafa sitt t í endann. Beija sik>beijask>- beijast, ekki beijas, eins og nú má sjá og heyra. Enda þótt mið- myndin tákni oftast það sem menn gera við sjálfa sig (þeir klæddust) eða hvor við annan (þeir börðust), þá getur hún hæglega haft þolmyndarmerk- ingu. Fer ekki illa á því, dæmi: Þetta byggist á því o.s.frv. En það versnar í því, þegar germynd er hér sett í staðinn: Samkomu- lagið byggir á því o.s.frv. í stað byggist (= er byggt) á því o.s. frv. Ég gagnrýndi fréttamann í sjónvarpi fyrir að segja í ýmsum tilbrigðum að frystihús opnaði eða lokaði. í stað þess væri það opnað eða því lokað eftir atvik- um. Þakksamlega skal þess getið að litlu síðar sagði sami fréttamaður að markaður hefði opnað dymar (eða dyr sínar). Enda þótt myndmálið sé ekki með glæsilegasta móti, er þetta samt mjög í áttina, stórum betra en * markaðurinn opnaði, í merkingunni var opnaður eða opnaðist. ★ Salómon sunnan sendir þætt- inum limru með veggjuðu rími (í 1., 2. og 5. línu, eins og f limr- unni héma að framan): í stað þess að hamfletta hanana eða Kðggva af fflunum ranana hákarlasporða ég hakkaða borða og bláhvalaspik í stað banana. Arnarflug: Ríkisábyrgð vænt- anleg í næstu viku AGNAR Friðriksson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs segist vona að gengið verði frá ríkis- ábyrgð á lán fyrir Amarflug í byijun næstu viku. Vonast hafði verið eftir að ríkisábyrgðin kæmi til afgreiðslu um síðustu mánaða- mót en það hefur tafist af ýmsum ástæðum. Agnar sagði að Amarflug hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði áður en ríkisábyrgðin fengist. Það hefði tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og afgreiðsla málsins því tafíst. í rekstraráætlun sem gerð var í júní síðastliðnum var gert ráð fyrir að 60-70 miljón króna tap yrði á rekstri Amarflugs á árinu, og sagði Agnar að sennilega væru þær áætl- anir nærri lagi. Þó millilandafíug félagsins hefði gengið vel í sumar og haust hefðu aðrir rekstrarþættir ekki gengið eins vel og eins hefði reynt mikið á fyrirtækið þegar stór- ar upphæðir, eins og væntanlega ríkisábyrgð, vantaði í reksturinn. Sjálfstæðisflokkur Norðurlandi vestra: Sjö ný nöfn á listanum KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra gekk á aukafundi sínum á Sauðárkróki frá fram- boðslista flokksins og var listinn samþykktur samhljóða. Sjö ný nöfn eru á listanum að þessu sinni. Listann skipa: 1. Pálmi Jónsson frá Akri, alþingis- maður. 2. Vilhjálmur Egilsson, Reykjavík, hagfræðingur Vinnu- veitendasambands íslands. 3. Karl Sigurgeirsson, Hvamms- tanga, framkvæmdastjóri. 4. Ómar Hauksson, útgerðar- maður, Siglufírði. 5. Adolf Bemdsen, Skagaströnd, oddviti. 6. Ingibjörg Halldórsdóttir, Siglufírði, læknaritari. 7. Elísabet Kemp, Sauðárkróki, hjúkrunarfræðingur. 8. Júlíus Guðni Antonsson, Þor- kelshóli, bóndi. 9. Knútur Jónsson, Siglufirði, framkvæmdastjóri. 10. Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ, fyrrverandi alþingismað- ur. Sjö ný nöfn eru á framboðslista flokksins í kjördæminu, en eins og komið hefur fram neituðu þeir Páll Dagbjartsson, sem áður skipaði þriðja sæti listans og Ólafur Óskars- son að taka sæti á listanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.