Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 44

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Sjónvarp Akureyrí: Hefst útsending næsta fímmtudag? ÍJTSENDINGAR Eyfirska sjón- varpsfélagsins hefjast eftir fáeina daga. Sendirinn sem beðið hefur verið eftir er kominn til Akureyrar — og lengra reyndar þvi hann hefur þegar verið flutt- Jólaljósin kvikna NÚ dregur að jólum og bærinn skrýðist smám saman gamalkunn- um skrúða. Ljósin kvikna eitt af öðru og nú hefur verið kveikt á stjörnunni í gilinu eins og undanfama áratugi. Þá er byijað að setja jólaljósin upp með kirkjutröppunum og greinilegur jóla- svipur kominn á bæinn. Norðurland eystra: Sjö í forvali Al- þýðubandalags SJÖ taka þátt í forvali Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra sem fram fer í dag, Iaugardag. Þeir sem taka þátt í forvalir.u eru Svanfríður Jónasdóttir kennari og bæjarfulltrúi á Dalvík, Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og kenn- ari á Akureyri, Örlygur Hnefill Blaðbera vantar í Innbæ, Vanabyggð og Eyrarlandsveg. Upplýsingar í síma (96) 23905. Hafnarstræti 85, Akureyri. ur i Vaðlaheiði að mastrinu sem hann verður settur á. Að sögn Hafþórs Helgasonar, sjónvarpsstjóra, verður reynt að setja sendinn upp nú um helgina og síðan þarf að stilla hann og reyna, en það tekur nokkra daga. Ef alit gengur að óskum ættu út- sendingar að geta hafist á fimmtu- dagskvöldið í næstu viku. Hafþór sagði að sent yrði út ótruflað fyrstu dagana ef samningar tækjust við rétthafa efnis. Utsendingartími verður sá sami og hjá Stöð 2, frá kl. 17.30 og fram yfir miðnætti. Sem kunnugt er það eingöngu efni frá Stöð 2 sem verður sýnt í Sjón- varp Akureyri til að byija með en Hafþór og félagar hans eru þegar famir að búa sig undir eigin fram- leiðslu á eyfírsku efni. Þó er ekki ljóst hvenær slíkt getur hafist fyrir alvöru. Um 400 manns hafa nú pantað sér myndlykla (afruglara) í Ak- urvfk, sem selur þá norðan heiða. -*3SSf: ■; Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikið fannfergi MIKLUM snjó kyngdi niður á Norðurlandi fyrr í vikunni. Bæjarstarfs- menn á Akureyri hafa því haft í nógu að snúast við að ryðja götur og hefur verkið gengið mjög vel. Ekki hefur snjóað síðustu tvo daga þannig að nú er gott færi í öllum hverfum bæjarins. Leiðinda veður var fyrri hluta vikunnar sem kunnugt er — bæði á landi og á miðun- um úti fyrir. Loðnuskip komu því mörg til Akureyrar og mynda bakgrunn hér á myndinni þar sem bæjarbíllinn sturtar snjó í sjóinn við Torfunefsbryggjuna einni morguninn í vikunni. Loðnubátamir eru nú margir famir á veiðar á ný. Tónleikar Passíukórsins og Kammerhlj óms veitarinnar KAMMERHLJÓMSVEIT Akur- eyrar heidur tónleika ásamt Passíukómum, einsöngvurum og einleikumm í Akureyrarkirkju á Oddeyrin afhent á sunnudaginn FYRRA raðsmíðaskipið sem er í smíðum hjá Slippstöðinni Jónsson lögfræðingur á Húsavík, Steingrímur Sigfússon alþingis- maður, Þistilfírði, Bjöm Valur Gislason stýrimaður og bæjarfull- trúi á Ólafsfirði, Benedikt Sigurðar- son, skólastjóri _ Barnaskóla Akureyrar og Auður Ásgrímsdóttir fiskvinnslukona og formaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar. Verslanir opnar til fjögur í dag KAUPMENN á Akureyri era komnir í jólaskap eins og ann- ars staðar og hafa nú ákveðið að hafa verslanir sínar opnar lengur en venjulega nokkra daga fram að jólum. f dag, laugardag 6. desem- ber, verða verslanir opnar til kl. 16.00. Á laugardag eftir viku verða þær síðan opnar til klukk- an 18.00. Fimmtudaginn 18. desember verður opið til kl. 22.00, einnig laugardaginn 20. desember og þriðjudaginn 23. desember, á Þorláksmessu, verða verslanir opnar til kl. 23.00. Á aðfangadag verða verslanir opnar til hádegis og einnig á gamlársdag. verður afhent eigendum sínum á morgun, sunnudag. Þá verður skipið skýrt - en það mun bera sama nafn og fyrirtækið, Odd- eyri. Hluthafar í Oddeyri hf. eru Samheiji hf., K. Jónsson og Co. og Akureyrarbær auk nokkurra einstaklinga. Samheiji hf. mun gera skipið út. Það verður á rækjuveiðum og fer út strax í næstu viku. Þegar Oddeyrin verður komin á veiðar gerir Samheiji út þijú skip, Akureyrina, Oddeyrina og Margréti, sem kom til landsins í vikunni eftir breytingar í Noregi. morgun, sunnudag 7. desember, kl. 17.00. Helga Ingólfsdóttir leikur einleik á sembal og stjómar Sembalkonsert í f-moll eftir J.S. Bach. Margrét Bóasdóttir söngkona flytur ein- söngskantötuna „Lofið Guð allar þjóðir" nr. 51, sem er talið eitt vandasamasta af þeim einsöngs- hlutverkum sem J.S. Bach samdi. Margrét hefur sungið hana áður bæði í Reykjavík og í Þýskalandi og hlotið lofsamlega dóma fyrir. í kantötunni leikur Ásgeir Stein- grímsson, 1. trompetleikari Sin- fóníuhljómsveitar íslands, vandasama rödd á piccolotrompet. Tónleikunum lýkur á flutningi Gloria eftir Vivaldi, en auk Kammersveitarinnar er þetta tón- verk flutt af Passíukómum, söng- konunum Margréti Bóasdóttur sópran og Þuríði Baldursdóttur alt. Kontinouleik annast Helga Ingólfs- dóttir á sembal og Oliver Kentish á selló. Konsertmeistari er Michael Clarke og stjómandi í 2 síðari verk- unum er Roar Kvam. Þetta era aðrir tónleikar hinnar nýstofnuðu Kammerhljómsveitar, sem lék fyrst við góðar undirtektir fjölmenns áheyrendahóps, þann 9. nóvember síðastliðinn. Miðar verða seldir við innganginn. Úr fréttatilkynningu. Hlíðarfjall: Ókeypis á skíði NÝJA skíðalyftan, sem sett var upp í Hlíðarfjalli í sumar, verður formlega vígð í dag og er öllum sem vettlingi geta valdið boðið ókeypis á skíði í Fjallinu í dag — ekki þarf að greiða fyri afnot af lyftum. Vígsluathöfnin hefst kl. 14.00 við Strýtu. Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju Síglufirði. HIN ÁRLEGA aðventuhátið Siglufjarðarsafnaðar verður haldin nk. sunnudag og hefst kl. 20.30. Eins og ávallt áður er vandað til dagskrár en mörgum siglfirðingum finnst sem aðvontuhátíðin sem nú er flutt í ellefta sinn hér á staðnum sé orðin ómissandi þáttur f jólaund- irbúningnum. Hátíðin hefst með því að bamakór SigluQarðar tendrar aðventuljósin ásamt æskulýðsfélög- um sem flytja ritningarorð sem tileinkuð era þeim sem kemur á aðventu. Lögin sem bamakórinn flytur era: Frá ljósanna hásal eftir J.F. Wades, Sof þú bam, þjóðlag frá Wales, Enn fagur heimur eftir C. Baelle.. Því næst flytur Lúðrasveit Siglufjarðar verkið 0 Magnum Mysterium eftir Gabrieli, stjómandi er Antony Raley organisti. Þá flytur hátíðarræðuna sr. Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup sem eins og kunnugt er er nýlega fluttur „heim að Hólum". Að lokinni ræðu vígslu- biskups flytur kirkjukór Siglufjarð- ar þijá sálma: Adam var bundin eftir Boris Ord, texti frá 15. öld, boðskapur Gabriels, baskalag, texti úr Lúkasarguðspjalli, Verið glöð, óþekktur höfundur, texti er úr Fillippibréfi 4. kap. 4-7. í lok aðventukvöldsins mun sókn- arpresturinn sr. Vigfús Þór Áma- son flytja lokaorð og bæn. Forspilið Slá þú hjartans hörpu- strengi eftir J.S. Bach og eftirspilið Herr Christ der Einzige Gottes Sohn eftir J.S. Bach leikur organ- isti og kórstjómandinn Antony Raley. Að lokinni hátíðinni býður sókn- amefndin og systrafélag kirkjunnar kirkjugestum í aðventukaffi í safn- aðarheimilinu. - Matthías

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.