Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 45 Kjötsalar: Skortur á svína- kjöti fyrirsjáanlegur SKORTUR á svínakjöti er þegar farinn að segja til sin, og að sögn Hrafns Bachmans, eiganda Kjötmiðstöðvarinnar, verður ekki hægt að anna eftirspurn. „Eg hef pantað 4000 svinahryggi á Kjötiðnaðar- stöð Sambandsins og Sláturfélagi Suðurlands í þessum mánuði, en þeir segjast ekki geta afgreitt það. Verði alvarlegur skortur á svína- kjöti er fyrirsjáanlegt að annar jólamatur, eins og rjúpur og kalkúnar eiga eftir að ijúka upp í verði,“ sagði Hrafn. Steinþór Skúlason, framleiðslu- stjóri Sláturfélags Suðurlands, staðfesti að ekki yrði hægt að anna eftirspum á svínakjöti um þessi jól. Hann sagði ástæðuna þá að svína- kjöt hefði lækkað í verði frá síðasta ári, og veldu sýnilega æ fleiri það í jólamatinn. Framleiðendur hefðu hinsvegar haldið að sér höndum undanfama mánuði, þar sem miklar birgðir hefðu verið til í landinu. „Svínakjöt geymist mjög illa og því verður að haga slátmn þannig að það seljist sem fyrst. Eftirspurn eftir svínakjöti er mjög sveiflu- kennd, og um stórhátíðir margfald- ast salan. Við gerðum framleiðslua- ætlanir fyrir síðustu mánaðmót, en svo virðist sem 5-10 tonn vanti upp á til þess að við getum annað eftir- spum," sagði Steinþór. Úlfar Ragnarsson, deildarstjóri Kjötiðnaðardeildar Sambandsins, sagði að skortur á hamborgar- hryggjum væri landlægur fyrir hver jól, og yrði sama sagan upp á ten- ingnum nú. „Við munum geta unnið upp í pantanir þeirra sem era hér í reglulegum viðskiptum," sagði Úlfar. „Salan virðist þó vera mun meiri en fyrir síðustu jól, og ég er viss um að allt seljist upp.“ Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferð um Kvosina og og Vatnsmýrina SKOÐUNARFERÐ Náttúru- vemdarfélags Suðvesturlands um Kvosina og Vatnsmýrina verður endurtekin á morgun, sunnudag. Leiðsögumenn verða Páll Líndal lögmaður, Ámi Hjart- arson jarðfræðingur og Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri. Farið verður frá Víkurgarði (Fóg- etagarðinum) á homi Aðalstrætis og Kirkjustrætis kl. 13.30. Gengið verður um Kvosina og húsin „lesin" eftir sögu og aldri. Að því loknu býður Nýja-Kökuhúsið upp á kaffí- sopa. Þaðan verður haldið suður í Hljómskálagarð og trén skoðuð í vetrarskrúða. Haldið verður síðan yfír Vatnsmýrina og vestur á Mela. I anddyri Háskólabíós gefst þátttak- endum kostur á að skoða nýopnaða sýningar Áhugahóps um byggingu náttúrafræðihúss, desembersýning- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. una „íslenskur skógur" og tvær minni sýningar. Ferðinni lýkur svo með tíu mínútna gönguferð niður á Austurvöll. Að göngunni lokinni býður Sláturfélag Suðurlands upp á pylsu með öllu á Bæjarins bestu. Þátttaka í ferðinni er ókeypis. Allir eru velkomnir f gönguna og geta komið í hana hvar sem er. Hljómsveitin Súld talið frá vinstri: Tryggvi, Simon, Steingrimur og Stefán. Tónleikar í Duus-húsi BH-hljóðfæri halda tónleika með hljómsveitinni Súld sunnudaginn 7. desember í veitingahúsinu Duus-hús. Hljómsveitin Súld hefur starfað í 3 mánuði. í byijun sem tríó en síðan bættist gítarleikari í hópinn. Tónlistin sem Súld spilar er svo til eingöngu framsamin. Hljóm- sveitina skipa Stefán Ingólfsson bassi, Symon Lúran fíðla, Steingrímur Guðmundsson tromm- ur og Tryggvi sem er gítarleikar- inn. (Fréttatilkynning) Símaskortur í Grafarvogi: Ný símstöð verður senn tekin 1 notkun ÍBÚAR í Grafarvogi og Árbæjarhverfi, sem beðið hafa eftir því að fá síma undanfarnar vikur, fá væntanlega úrlausn sinna mála á næstu dögum. Að sögn Eyjólfs Ragnarssonar, skrifstofustjóra símstjórans { Reykjavík, er búið að setja upp nýja símstöð í Grafarvogi og verða allir símar í hverfinu tengdir henni á næstu dögum. Við það losna númer í símstöðinni í Árbæ, sem tengd voru Grafarvogi til bráða- birgða, en hún verður einnig stækkúð um 512 númer eftir áramótin. Að undanfömu hefur ekki verið vogi væri af fullkomnustu gerð. hægt að anna eftirspum eftir slma- númerum f þessum hverfum. Eru þess dæmi að heimiii hafí þurft að bíða í nokkra mánuði eftir síma. Eyjólfur sagði að símstöðin í Grafar- væn algjörlega „stafræn", og ef þörf krefði yrði mjög auðvelt að bæta við númeram í henni. Símanúmer í hverf- inu verða sex stafa og byija á tölustöfunum 675. Hænsnamálin: Kjúklingabændur eru ein- huga um framleiðslukvóta Reglugerðardrög á borði landbúnaðarráðherra KJÚKLINGABÆNDUR hafa óskað eftir kvótaskiptingu á fram- leiðslu kjúklingakjöts og það hefur hluti eggjaframleiðenda líka gert. Drög að reglugerð um stjórnun alifuglaframleiðslunnar hafa verið samin í landbúnaðarráðuneytinu í samráði við fulltrúa bænda og byggist ósk þeirra um kvóta á efni hennar. Land- búnaðarráðherra hefur lýst því yfir að hann muni fara að vilja meirihluta framleiðenda í þessu efni. Hann sagði í gær að unnið væri að málinu í ráðuneytinu i samræmi við vilja framleiðenda og yrði gefin út ein reglugerð fyrir kjúklinga og egg. Umræður um stjómun hænsna- ræktarinnar hafa lengi verið á dagskrá, en ekki hefur verið sam- staða um slíkar aðgerðir. Offram- leiðsla hefur hins vegar verið í þessum greinum nú um margra ára skeið ásamt hörðu verðstríði framleiðenda. Við þessar aðstæð- ur hefur vaxið fylgi við kvóta- skiptingu og hefur verið unnið að málinu undanfama mánuði. Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu síðan fulltrúar allra kjúklingaslát- urhúsanna undir yfírlýsingu til landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir kvóta. A bak við þessa yfírlýsingu standa bændur með svo til alla kjúklingafram- leiðsluna. Einnig liggur fyrir i ráðuneytinu ósk eggjaframleið- enda um kvóta. Á bak við þá ósk stendur meirihluti eggjaframleið- enda, en vafasamt er að þeir hafí meirihluta ffamleiðslunnar á bak við sig. Þeir sem era á móti kvóta í þeirra röðum telja sig reyndar vera með rúmlega 55% framleiðsl- unnar á bak við sig. Skiptir þetta höfuðmáli þar sem talið er að framleiðslugrein geti ekki óskað eftir stjómun nema meirihluti framleiðíenda standi að slíkri ósk og að þeir hafí meirihluta fram- leiðslunnar á bak við sig. Kvóti og útflutningnr Jónas Halldórsson í Sveinbjam- argerði, formaður Félags kjúkl- ingabænda, sagði í gær að kjúklingabændur væra í miklum vandræðum vegna langvarandi offramleiðslu, sem svaraði til 300—400 tonna á ári, og undir- boða á markaðnum. Menn sæu ekki tilganginn í því að standa þannig að málum að stór hluti bænda færi á hausinn og síðan yrði að byggja allt upp aftur. Það væri varla skynsamlegt að fram- kvæma hlutina þannig. Hann sagði að kjúklingabændur sæu ekki möguleika á að komast út úr þessu nema styðjast við heim- ildir samí lögum um framleiðslu- stjómun. „Við getum ekki verið launalausir frekar en aðrir hópar í þjóðfélaginu," sagði hann. Ef af verður mun framleiðslu- stjómunin verða framkvæmd þannig að hvert sláturhús fái ákveðinn kvóta sem aftur verði skipt á milli viðkomandi framleið- enda. Jafnframt þessu fái fram- leiðendur niðurfellingu á fóðurgjöldum út á framleiðslu- kvóta. Talað er um að heildarkvót- inn verði 2.260 tonn á ári og hafa ffamleiðendur þegar náð sam- komulagi um skiptinguna sín í milli. Er talið að þetta framleiðslu- magn sé 300—400 tonnum yfir núverandi innanlandsneyslu og vonast menn til að hægt verði að flytja það kjöt út. Er þá gert ráð fyrir að aukinn hluti þeirra fóður- gjalda sem greidd era vegna kjúklingaframleiðslunnar renni í FVamleiðnisjóð landbúnaðarins sem aftur noti þá fjármuni til að greiða útflutningsbætur vegna útflutningsins. Ef ekki tekst að selja kjötið í Noregi eða á öðram erlendum mörkuðum getur þurft að koma til skerðingar á kvótan- um. Það framleiðslumagn sem samið hefur verið um er nokkum veginn það kjötmagn sem kjúkl- ingabændur framleiða nú þegar, en hamlað er á móti aukningu. Jónas Halldórsson sagði að hörð stjómun væri á flestum sam- keppnisgreinum kjúklingabænda og þar viðgengjust líka ríkisstyrk- ir. Því væri erfítt fyrir þá að vera utan við. Hann sagði að kvótinn myndi styrkja kjúklingabændur í að halda uppi lágmarksverði framleiðslunnar. Heildsöluverð á kjúklingum er nú 245 krónur en var 260 krónur fyrir ári. Jónas átti ekki von á að verðið yrði hækkað fyrst um sinn, en að þvi kæmi, ekki vegna kvótans, heldur vegna þess að það hefði lengi verið of lágt og hækkaði seinna hvort sem kvóti yrði settur á fram- leiðsluna eða ekki. Ein reglugerð Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði í gær að unnið væri að reglugerð um stjómun alifugla- ffamleiðslunnar og yrði gefín út ein reglugerð fyrir egg og kjúkl- inga. Þvf tæki hann ekki afstöðu til kjúklingaframleiðslunnar einn- ar og sér, enda væri erfítt að skilja þama á milli þar sem fóðrið væri svipað. Hann staðfesti það sem hann hefur áður sagt að hann myndi lúta vilja framleiðenda í þessu efni og vitnaði í búvöralög- in í því sambandi. Hann sagði að unnið yrði að málinu áfram á þessum nótum og síðan kæmi það í ljóst hvort það „væri fært“. „Harður á móti“ Nokkrir eggjaframleiðendur, líklega 11—12 talsins, eru mjög á móti þvf að settur verði kvóti á eggjaframleiðsluna. Þeir telja sig vera með á sinni hendi meirihluta eggjaframleiðslunnar, eða yfír 55% hennar, að sögn Geirs Gunn- ars Geirssonar eggjabónda á Vallá. „Ég er mjög harður á móti þessari þróun,“ sagði Geir Gunn- ar. „Ég hef þá trú að það fyrir- komulag sem hefur verið á framleiðslunni, án afskipta Fram- leiðsluráðs, sé besta meðalið til að halda framleiðslunni í jafin- vægi. Það fer einnig saman við það að verðið verður alltaf sem hagstæðast. Þeir erfíðleikar sem nú hafa verið á eggjamarkaðnum stafa eingöngu af afskiptum Framleiðsluráðs af okkur, sem meðal annars hefur komið fram í st}rkjum til fseggs með tilheyr- andi framleiðsluaukningu. Nú ætla þessir menn að láta bjarga sér aftur." Framleiðnisj óður veitir ábyrgð Einn angi af þessu fuglamáli er sala Holtabúsins á Rangárvöll- um. Aðstandendur eggjadreifíng- armiðstöðvarinnar Iseggs hafa viljað kaupa eggjaframleiðslu- hluta búsins til að reyna að bjarga íseggi sem stendur orðið mjög illa og skuldar innleggjendum sínum, sem reyndar eru flestir famir að selja sína framleiðslu annað, stór- ar fjárhæðir. Þeir sóttu um ábyrgð fyrir 50 milljónum kr. til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til að láta seljendur búsins hafa, eftir að þeir höfðu fengið synjun um bankaábyrgð. Framleiðnisjóður frestaði afgrc iðslu og setti ákveð- in skilyrði fyrir því að taka málið til afgreiðslu. Aðstandendur íseggs hafa nú uppfyllt flest skil- yrðin og mun vera meirihluti fyrir því innan stjómar Framleiðnisjóðs að veita ábyrgðina. Ekki era þó allir á sama máli og er Morgun- blaðinu kunnugt um að Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðar- bankans, sem á sæti í stjóminni, hefur lagst gegn veitingu ábyrgð- arinnar. Hluti stjómarinnar kom saman á fund í fyrradag og gerði þá ákveðna tillögu til landbúnað- arráðherra um afgreiðslu málsins og er málið nú hjá ráðherra. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er tillagan á þá leið að ábyrgðin verði veitt gegn viðun- andi veðrétti í eignum Holtabús- ins. Þeir sem hér eiga hlut að máli hafa stofnað hlutafélag um kaup á eggjahluta Holtabúsins með 20 milljóna króna hlutafjárioforð sem metin eru ábyig. Hlutafélagið hefur ekki tryggt sér bankavið- skipti og er það svo til eina skilyrði Framleiðnisjóðs sem ekki hefur verið uppfyllt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.