Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 46

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Barnagæsla í Svíþjóð íslensk-sænsk fjölskylda í Stokkhólmi óskar eftir hjálp við barnapössun frá og með janú- armánuði 1987. Um er að ræða fjögur börn, frá tveggja til níu ára. Góð laun eru í boði: 6.800-7.200 sænskar krónur (um 40.000,- ísl. kr.) á mánuði. Áskilið er að umsækjandi hafi reynslu af barnauppeldi og áhuga á slíku starfi og sé áreiðanleg persóna sem fyllilega má treysta. Fóstrumenntun er æskileg. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi nokkurt vald á sænsku eða öðru Norðurlandamáli en jafnframt er ætlunin að íslenska sé töluð við börnin og kennd þeim. Gert er ráð fyrir að viðkomandi reyki ekki. Hentugt húsnæði auk fæðis er í boði á staðn- um á sanngjörnu verði ef óskað er. Skrifleg umsókn ásamt meðmælum frá fyrri vinnuveitanda og/eða fósturskóla sendist Svövu Sigurjónsdóttur, Hjailabrekku 14, 200 Kópavogi, fyrir 20. desember nk. Hún veitir einnig nánari upplýsingar í síma 40991 um kvöld og helgar. Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Óskum að ráða nú þegar: ★ Hjúkrunarfræðinga. ★ Sjúkraliða. Húsnæði og dagvistun barna til staðar. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma: 94-3020 eða 94-3014 alla virka daga milli kl. 8.00-16.00. Innanhússhönnuður eða vanur teiknari óskast til starfa á teiknistofu okkar. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. nmtr ELDHUS Grensásvegi 8, símar84448 og 84414. Verkamenn Óskum að ráða verkamenn í byggingavinnu. Upplýsingar í síma 76110. Siglufjörður Blaðberar óskast í Laugveg, Hafnartún og Hafnargötu. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Matráðsmaður Starf matráðsmanns við sjúkrahús Keflavíkur læknishéraðs er laust frá 1. apríl 1987. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf berist forstöðumanni eigi síðar en 1. febrúar 1987. Laun samkvæmt samningi við starfsmannafélag Keflavíkur. Nánari uppl. gefur undirritaður í síma 92-4000. Fyrir hönd stjórnar Sjúkrahús Keflavíkur læknishéraðs og heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Forstöðumaður. fæ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Staða sérfræðings í almennum lyflækning- um og hjartalækningum: á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir Þorkell Guð- brandsson yfirlæknir deildarinnar í síma: 96- 22100. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Halldóri Jónssyni, fyrir 31. janúar 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vélstjórar Vélstjóra með full atvinnuréttindi vantar á flutningaskip. Nesskip hf., Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 625055. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Röntgentæknir Laus staða röntgentæknis við sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs frá 1. febrúar 1987. Nánari upplýsingar veitir deildarröntgen- tæknir í síma 92-4000. Skriflegar umsóknir berist undirrituðum fyrir 15 janúar 1987. Forstöðumaður. Samband íslenskra bankamanna óskar að ráða sem fyrst framkvæmdastjóra Hér er um að ræða mjög fjölbreytt starf, sem m.a. felst í eftirfarandi: ★ Að sjá um rekstur skrifstofu SÍB að Tjarn- argötu 14. ★ Að sjá um skipulag og framkvæmd á almennu félagsstarfi eins og það er ákveðið hverju sinni. ★ Að vera fulltrúi SÍB við gerð kjara- samninga. ★ Að taka þátt í norrænu samstarfi. ★ Að stýra útgáfustarfsemi SÍB og rit- stýra Bankablaðinu. ★ Að sjá um framkvæmd fræðslustarfs SÍB í samvinnu við fræðslufulltrúa. Góð almenn menntun er áskilin ásamt reynslu í stjórnunarstörfum. Laun og kjör taka mið af kjarasamningum SÍB og bank- anna. Umsóknum um starf þetta skal skilað til Hin- riks Greipssonar, formanns SÍB, að Tjarnar- götu 14, fyrir 20. desember nk., en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar í síma 28055. Framkvæmdastjóri — fiskmarkaður Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir væntanlegan fiskmarkað í Reykjavík. Upplýsingar um fyrri störf, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist auglýsinga- deild Mbl. merkt: R — 5010" fyrir 15. des. Undirbúningsnefndin. Þekkt iðnfyrirtæki á Ártúnshöfða í Reykjavík óskar að ráða stundvísan og áreiðanlegan mann til starfa í vélasal. Æskilegur aldur 25-45 ára. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Framtíð — 512“ fyrir 11. des. Ritari Ritari óskast hálfan daginn. Áhersla lögð á vélritunarkunnáttu, stundvísi, trúnað og góða framkomu. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „E — 513“ fyrir 10. des. 1986. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar ýmislegt ▲vv Meistarafélag húsasmiöa auglýsir eftir umsóknum úr styrktarsjóði félagsins Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins í Skipholti 70. Skrifstofan er opin frá mánudegi til föstudags milli kl. 13.00 og 15.00, sími 36977. Stjórnin. Happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti Blindravina- félags íslands sem var þ. 19. og 20. okt. sl. Vinningar eru: No. 12897 myndbandstæki að verðmæti kr. 35.000.- og no. 19428, 25933, 14342, 26519, 10422, 27614, 16062, myndavélar að verðmæti kr. 5.000.- hver. Vinninga má vitja í skrifstofu Blindravina- félags íslands, Ingólfsstræti 16, Reykjavík. húsnæöi i boöi Skrifstofuhúsnæði 70 fm skrifstofuhúsnæði við Laugaveg til leigu. Upplýsingar í síma 25143. Útgerðarmenn Óskum eftir að leigja vertíðarbát á komandi vertíð við suð-vesturland. Einnig kemur til greina leiga allt árið. Ekki er skilyrði að kvóti fylgi aflamarksbát. Upplýsingar í síma 92-8090 á daginn og 92-8395 á kvöldin. Þorbjörn hf., Grindavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.