Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 57

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 57 Abies concolor - hvitþinur. Þinur - Abíes Síðari hluti Tökum þá upp þráðinn þar sem frá var horfíð 22. nóv. sl. og það er Óli Valur Hansson sem heldur áfram að fræða okkur um þin. Þorri þintegunda eru meginlands- tré sem virðast kjósa að vaxa hátt til fjalla, sum þeirra allt upp í 2000—3000 m hæð. Aðrar teg- undir, en þó tiltölulega fáar, velja sér lægri svæði, ekki mjög fjarri sjó og eru þannig kröfufrekari bæði hvað varðar ioft- og jarð- vegsraka. Flestar þintegundir eru skuggþolnar, sér í lagi á það við á uppvaxtarárum þeirra. Fjöl- skrúðugasti hópur þintegunda á heimkynni í austurhluta Asíu, einkum í Vestur-Kína og Japan og um fjórðungur Qöldans vex í Norður-Ameríku. Skulu nú rétt aðeins nefndir nokkrir þinir, sem hafa verið reyndir hér örlítið gegnum árin. Abies alba hefur stundum ver- ið nefndur hvítþinur á prenti, en það nafn hefur nú verið gefíð annarri tegund. Heimkynni teg- undarinnar er Mið- og Suður- Evrópa. Hér á landi virðist ræktun hennar vonlaus. Svipað gildir um A. nordmanniana sem nefnist nordmannsþinur, en hann klæðir fjalllendi í 2000 m hæð í Kaukas- us og Armeníu. Nordmannsþinur dafnar vel í Danmörku og er rækt- aður þar mikið sem jólatré. Auk þess skipa greinar hans æðsta sess sem skreytingarefni. Hér eru þær einnig vinsælar og sem jóla- tré eykst innflutningur þessa þins ört. A. balsamea — balsamþinur er norður—amerísk tegund. Kvæmi frá ýmsum vaxtarstöðum vestra hafa verið reynd hér hin seinni ár, en hingað til hefur hann sýnst frekar vangæfur. Aðventusam- koma í Fíladelfíu AÐVENTUSAMKOMA í Ffla- delfíukirkjunni verður haldin sunnudaginn 7. desember klukk- an 20.00 að Hátúni 2, Reykjavík. Dagskráin verður Qölbreytt, bæði í söng og tónlist. Ffladelffukór- inn syngur undir stjóm Áma Arinbjamarsonar og unglingakór- inn „Ljósbrot" syngur undir sljóm Hafliða Kristinssonar. Þá leika ungmenni á hljóðfæri og einnig verður almennur söngur. Ailir em velkomnir. (Fréttatílkynning) A. concolor — hvítþinur er önnur amerísk tegund sem ögn hefur verið reynd hér. Stöku ein- staklingar hafa dafnað vonum framar í góðu skjóli t.d. í Skorra- dal. Mætti mæla með að reyna hvítþin í vel skýldum görðum. A. lasiocorpa — fjallaþinur er sú þintegund sem mest reynsla er komin á hér, en stöku tré hafa náð a.m.k. allt að 9—10 m hæð í Hallormsstaðaskógi. Fjöldi kvæma hafa verið prófuð og gera menn sér vonir um að íslenskur fjallaþinur eigi eftir að skipa hér sess sem jólatré ásamt blágreni er fram líða stundir. A. procera — eðalþinur. Af þessari tegund sem þykir einstak- lega glæsileg áferðar, er árlega flutt til landsins smávegis af greinum, sem notaðar em í vand- aðar skreytingar. Tegundin hefur verið reynd hér á örfáum stöðum en sættir sig illa við þá þröngu kosti sem náttúran býður. ÚRVALS-PARKET í DÚKALANDI FÆRÐU PARKET FRÁ VIÐURKENNDUM FRAMLEIÐENDUM Opið laugardaga kl. 9-16 Kahrs Junckers Hörning Ef þú ert handhafi Eurocard get- urðu fest kaup á parketi án útborguner með því að nota greiðslukortiö til að kaupa á EUROKREDIT-kjörum. Að sjálfsögðu kemstu líka að góðum kjörum þótt þú sért ekki með EUROCARD. Parket er náttúrulegt og endingargott gólfefni Hjá okkur ná gæðin í gegn Teppaland Dúkaland GRENSÁSVEGI 13,108 R. SÍMAR 83577 OG 83430 M,- mess KOLLA OLLI ísálfarnir eiga heima í íshöllinni og þeir heita Olli, Kolla og Baddi box. mmm Smmm ÉSHÖLJJN Hallærisplaninu og Hjarðarhaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.