Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 65
65 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 ing í atvinnulífinu, minni framleiðslu- aukning og aukið atvinnuleysi. Belgísk stjómvöld sneru við blað- inu á árinu 1982. Þá var gripið til sérstakra aðgerða til að laða fram framtaksfé til atvinnureksturs til að auka eigið fé fyrirtækja og lækka lánsfjárhlutfall þeirra og létta vaxta- byrði. Sú lagasetning sem fól í sér umræddar ráðstafanir var í tvennu lagi og var kennd við höfundana þá de Clerck og Cooreman. Síðari hlut- anum, sem kenndur er við Coreman, var ætlað að beina nýju fjármagni til belgískra fyrirtækja og í þeim fólst heimild til verulegs skattfrá- dráttar vegna útgáfu nýrra hluta- bréfa á árunum 1982 og 1983 ef ákveðnum skilyrðum um ráðstöfun flárins yrði fullnægt. Meðal þessara skilyrða voru raunar endurgreiðslur erlendra lána og endurfjármögnun fyrirtækjanna með framtaksfé. Þótt Belgar séu eina þjóðin sem mér er kunnugt um að gripið hafa til skattalegra aðgerða gagngert til að beijast gegn erlendu lánsfé í at- vinnulífinu hafa Frakkar ekki síður sýnt mikla hugkvæmni við að laða fram framtaksfé til atvinnureksturs í stað lánsfjár en erlendar skuldir Frakka voru um skeið orðnar afar háar í samanburði við önnur stór iðnríki. Atvinnulíf Frakka hafði um langan aldur verið rekið á lánum í stað þess að afla framtaksfjár og er samdráttur varð á innlendum lána- markaði tók hlutfall erlendra skulda að hækka hratt. Breski hagfræðipró- fessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn John Hicks hefur nefnt slíkt hag- kerfí „the overdraft economy" eða yfirdráttarþjóðarbúið. A árunum 1976 til 1980 boðuðu Raymond Barre, sem þá var forsætisráðherra Frakka, og Monory, flármálaráð- herra, algera stefnubreytingu á sviði fjármögnunar fyrirtækja og tekið var að beita skatticerfinu markvisst til að lækka lánsíjárhlutfall fyrirtækja en að aðgerðum þeirra eru vafalaust Monory-lögin frönsku frá 1978 þekktust. Mitterrand-stjómin, sem kom til valda á árinu 1983, hélt stefn- unni á þessu sviði óbreyttri og á árinu 1983 var sett merk löggjöf um ijármál í Frakklandi sem kennd hef- ur verið við Jacques Delor. Markmið Monorylaganna og Delorslaganna var að beita skattkerfínu gagngert til að reka burt óeðlilegt lánsfé í frönskum fyrirtækjum, ef svo mætti að orði komast, og vekja með spar- endum ábyrgðarkennd gagnvart fjarþörf atvinnulífsins og laða þannig fram nýtt áhættufé í stað erlends lánsfjár. III. Erlend fjárfesting og’ gjaldeyrismálin Mér hefur til þessa orðið tíðrætt um erlend lán í atvinnurekstri og áhrif lakrar eiginfjárstöðu og hás lánsfjárhlutfalls á hagnað, fram- leiðniaukningu, og getu fyrirtækj- anna til að greiða góðan arð og eðlilegan skatt til sameiginlegra sjóða. Islenska gjaldeyrislöggjöfin hefur að sínu leyti stuðlað að því að meginhluti þess erlenda fjár sem nú er fyrir hendi í íslenskum fyrirtækj- um og stofnunum, alls 42% af heildarskuldbindingum innlenda lánakerfísins, er á formi erlends láns- fjár og aðeins með hreinum undan- tekningum á formi áhættuijár eða framtaksfjár. Viðhorf íslendinga gagnvart erlendri fjárfestingu, þ.e. fjárfestingu erlendra fyrirtækja eða einstaklinga í íslensku atvinnulífi, hefur ekki markast af víðsýni eða skynsemi til þessa. íslensk löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila er æði sundurleit og þótt þar finnist víða opnar heimildir er ljóst að gjaldeyris- löggjöfín kemur algerlega í veg fyrir eðlileg fjármagnsviðskipti við útlönd. Erlendir fjármagnseigendur geta ekki treyst því að geta flutt út tekjur sínar af þátttöku í rekstri íslenskra fyrirtækja út úr landinu aftur og íslendingum er algerlega óheimilt að veija spamaði sínum til fjárfestingar í erlendum verðbréfum þótt mönnum sé að öðru leyti fijálst að ráðstafa fé sínu til kaupa á vöru eða þjónustu í útlöndum án teljandi takmarkana. Að þessu leyti höfiim við dregist aft- ur úr öðrum þjóðum og að minnsta kosti tapað dýrmætum tíma en um leið hefur orðið að veðsetja tekjumar af íslenskum atvinnurekstri langt fram í framtíðina vegna erlendra skulda. Langflest ef ekki öll nágrannaríki okkar hafa nú tekið stór skref til að afnema höft í gjaldeyris- og fjár- magnsviðskiptum. Stærstu iðnríkin hafa að langmestu leyti tekið upp alveg fijáls gjaldeyrisviðskipti og fjármagnsviðskipti að miklu leyti. Þau ríki sem enn hafa reynt að halda í höft og takmarkanir í gjaldeyrisvið- skiptum hafa í tímans rás komist að raun um að þau þjóna upphaflegum tilgangi sínum sífellt verr og verr. Sú vernd sem gjaldeyrishöftum var upphaflega ætlað að veita hefur snú- ist upp í að verða atvinnulífinu fjötur um fót vegna þess að samkeppnis- fyrirtækin í nágrannalöndunum búa við allt aðrar og rýmri aðstæður. Þau geta flutt á milli landa tækni og þjón- ustu, upplýsingar og aðföng, mannafla og þekkingu og fjármagn, og þau geta aflað sér framtaksfjár eða lánsfjár þar sem það er ódýrast á hveijum tíma. Annaðhvort af ásettu ráði eða af illri nauðsyn hafa því flest ríki orðið að sjá á eftir nokkrum hluta af efnahagslegu sjálf- ræði sínu vegna þess að fólk og fyrirtæki geta nú flutt ijármuni milli landa í stórum stíl og með leiftur- hraða. Fijálsir fjármagnsflutningar og ftjáls gjaldeyrisviðskipti hafa í reynd orðið til þess að stjómvöld í hinum ýmsu ríkjum hafa orðið að samhæfa stefnuna í gjaldeyris- og peningamálum og vinna saman að sameiginlegum markmiðum í efna- hagsmálum. Það er ekki lengur á valdi einstakra þjóða, jafnvel ekki stórveldanna, að fylgja annarri stefnu í ríkisijármálum eða peninga- málum, eða vaxta- og gjaldeyrismál- um heldur en gert er í viðskiptalönd- unum. Upplýsingatækni og fjarskipti í gegnum gervihnetti hafa nú orðið til þess að fjármagnsmarkaður iðn- ríkjanna er að renna saman í eina heild þar sem viðskiptin halda áfram allan sólarhringinn. Allir hafa jafnan aðgang að sömu upplýsingum á sama tíma og í gegnum fjarskiptanetin og geta nú alþjóðleg fyrirtæki í reynd haft opið allan sólarhringinn með því að færa viðskiptin til úr einu tíma- belti til annars, þ.e. frá Tókýó og Austurlöndum íjær til London og frá London til New York og síðan aftur frá New York til Tókýó. Nokkrir íslenskir bankar geta nú fylgst með fjármagnsviðskiptum í umheiminum á tölvuskjá í gegnum fjarskiptanet en geta enn sem komið er ekki orðið þátttakendur í þessum viðskiptum. Hvaða áhrif getur þessi þróun haft á hag smáríkis með aðeins 245 þúsund íbúa? Breytingamar í heims- viðskiptunum hafa vissulega verið geysiörar á síðustu árum og ósjálfráð viðbrögð okkar hafa verið að tregð- ast við; fylgjast ef til vill með úr fjarska en taka þó ekki þátt; breyta engu og taka ekki frumkvæði en feta síðan í fótspor nágrannaþjóð- anna að mörgum árum liðnum. Ef litið er fram á við á lítil þjóð á borð við ísiendinga vafalaust ekki margra kosta völ. Við eigum allt okkar und- ir viðskiptum við önnur lönd og við viljum eiga mikil og góð samskipti við nágrannaþjóðimar. íslendingar búa nú við afar óhag- kvæmt og kostnaðarsamt kerfi í gjaldeyris- og peningamálum. Við rekum eigið gjaldmiðilskerfí og not- um peninga sem hvergi í heiminum eru gjaldgengir nema hér. Öll við- skipti við útlönd verða að vera með kaupum á erlendum gjaldeyri fyrir íslenskar krónur og útlendingar geta ekki gert teljandi viðskipti hér nema með því að selja gjaldeyri og kaupa krónur. í þessum efnum hafa mörg smáríki fundið sig knúin til að taka tillit til ytri aðstæðna og sníða stefn- una í peninga- og gjaldeyrismálum að því sem er að gerast í umheimin- um. Þróunin hefur verið í þá átt að smáríki hafa tengt gengi gjaldmiðla sinna við erlenda gjaldmiðla eða samsettar myntir og stærri gjaldeyr- iskerfi. Slík ákvörðun virðist í fyrstu jafngilda því að vissu sjálfræði í efna- hagsmálum sé kastað á glæ. En sjálfræði þjóða í efnahagsmálum hefur tekið breytingum á síðustu árum og á það ekkert síður við stór- ar þjóðir en smáar. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, þ.e. að hafa sambærilegar tekjur á mann og í viðskiptalöndunum og skulda öðrum þjóðum ekki óhóflega, hlýtur að vera miklu meira virði en það að geta stjórnað sinni eigin verðbólgu, þótt íslendingar hafi sýnt nokkur tilþrif á því sviði. Fijálsræði í gjaldeyrisvið- skiptum verður jafnan erfítt í framkvæmd þegar í hlut á örlítið peningakerfi 245 þúsund manna þjóðar. Þess vegna er ráðlegt að tengja gengi krónunnar við stærri og sterkari gjaldeyriskerfi um leið og fetað er í fótspor grannríkjanna og fijálsræði í fjármagnsviðskiptum við útlönd aukið. IV. Æskilegar breyt- ingar: afnám hafta í fáum, stórum áföngum Á næstu árum og ef til vill fyrr en margan grunar verða íslendingar að taka afstöðu til mikilvægra mála í utanríkisviðskiptum. Við seljum nærri því allan útflutning okkar á markað í iðnríkjunum og þaðan kaupum við næstum allan okkar inn- flutning. Að vissu leyti og ef til vill með ofurlítilli einföldum má segja að íslenska þjóðarbúið sé orðið hluti af framleiðslukerfi iðnríkjanna. Fjár- festing útlendinga hér á landi hefur aukist á síðustu árum og hún mun færast í vöxt. Það verður í vaxandi mæli nauðsynlegt fyrir íslensk fyrir- tæki að geta fært sér í nyt þekkingu, reynslu og viðskiptasambönd er- lendra fyrirtækja í senn með því að erlend fyrirtæki eignist hlut í íslensk- um fyrirtækjum og með því að íslendingar eignist hlut í erlendum fyrirtækjum. Sé litið til reynslu ann- arra þjóða hefur þessi þróun ekki aðeins reynst hættulaus heldur einn- ig á allan hátt gagnleg með því að skerpa samkeppnisvitund heimafyr- irtækjanna og jafna með því stöðu þeirra á alþjóðlegum markaði. Sem dæmi má nefna að þegar þjóðir hafa opnað fjármagnsmarkað sinn og veitt heimildir til starfsemi erlendra banka hefur orðið umtalsverð breyting til hins betra á rekstri og þjónustu inn- lenda bankakerfisins. Þetta hlýtur einnig að eiga við í öðrum atvinnu- greinum og á íslandi eru sjávarút- vegurinn og fiskvinnslan mikilvæg- ustu dæmin. Á næstu misserum þurfum við því ekki aðeins að móta frá grunni nýja stefnu í gjaldeyrismálum heldur einn- ig í atvinnumálum í miklu viðari skilningi og í nýtingu innlendra auð- linda. Til þess þarf umræðu um þessi mál í öllu þjóðfélaginu, kynningu og auknar upplýsingar og það væri verulegur áfangi ef þessi ráðstefna Verslunarráðs Islands gæti orðið upphaf að nýjum kafla þeirrar um- fjöllunar. Mikilvægust auðlindimar eru landið og fallvötnin, fiskstofnamir og mannaflinn. Lífskjör þjóðarinnar og um leið efnahagslegt sjálfstæði hennar á næstu áratugum em undir því komin að okkur takist að nýta þessar auðlindir á sem hagkvæmast- an hátt og nota afrakstur þeirra til að viðhalda menningu okkar og reisn. Núverandi kvótakerfi, þar sem físki- skipin sjálf hafa skyndilega eignast tilkall til afla, kann að villa okkur sýn, því að menn óttast að ef útlend- ingar kaupi hér skip eignist þeir einnig hlutdeild í fiskistofnunum. Aðalatriðið hlýtur að vera að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt og hver veiðir aflann getur ekki skipt meginmáli. Sama gildir um nýtingu fallvatna. Það er aðeins stigsmunur á því hvort orkan er seld úr innlendum orkuver- um sem byggð hafa verið fyrir erlent lánsfé eða hvort orkunýtingarréttur- inn er leigður til tiltekins tíma. Það kann að vera skynsamlegt að erlend fyrirtæki spreyti sig í íslenskum at- vinnugreinum í samkeppni við inn- lend fyrirtæki. Á sama hátt verðum við að eignast hlutdeild í arðinum af atvinnutekjum annarra þjóða. Á þann hátt verður afkoma íslensku þjóðarinnar ekki eingöngu háð af- rakstrinum af innlendum atvinnu- greinum, sem jafnan hafa verið háðari ytri skilyrðum og náttúruleg- um skilyrðum en víðast hvar annars staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri' Verðbréfamarkadar Iðnaðar- bankans hf. Nú í DÝRTIÐINNI biðja allir um ÓÐÝRU FÁST í FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865 Eldhúshjálpin frá Heimilis- tækjum — 4 tæki í einu Philips Maxim er frábær hönnun. Með fáein- um handtökum breytir þú hrærivélinni í grænmetiskvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir fylgihlutir, sem allir eru innifaldir í verðinu. Engin útborgun. Kreditkortaþjónusta Verð aðeins kr. 8.990,- Philips Maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoð- ari, iítil skál, grænmetiskvörn, hakkavél, blandari og sleikja. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.