Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
67
Minning:
Tryggvi Sigtryggs
son, Laugabóli
Fæddur 20. nóvember 1894
Dáinn 1. desember 1986
Afi er dáinn. Þó við höfðum átt
von á því undanfama daga kom
fréttin samt á óvart. „Þið megið
ekki syrgja mig þegar ég er far-
inn“, sagði afi stundum, „það er
eðlilegur gangur lífsins að gamall
maður deyi.“ Víst er það rétt. Hann
hafði verið mikið veikur og þráði
hvíldina. Samt kemur einhver
óþægilegur kökkur í hálsinn þegar
maður horfir heim að Laugabóli og
veit að afí kemur ekki þangað aftur.
Við bamabömin, sem nutum þess
að vera hjá afa og ömmu á sumrin,
höfum margs að minnast. Minnis-
stæðar eru ferðimar niður að á
þegar hann þurfti að Iíta eftir gömlu
rafstöðinni. Alltaf gaf hann sér tíma
til að sýna okkur jurtimar og blóm-
in sem uxu á árbakkanum. Gjaman
spurði hann okkur um blómin sem
hann hafði talað um daginn áður,
því hann vildi ekki að þetta gleymd-
ist strax. Það var hann sem kenndi
mér hvemig ætti að þurrka blóm.
„Þú verður að láta rætumar fylgja
því þær em hluti af jurtinni. Þú
þarft helst að eiga blómið bæði
óútspmngið og í fullum blóma."
Ekki stóð á ráðleggingum. Hann
sagði mér líka hvemig ég ætti að
merkja blómin og ganga frá þeim,
en á þessu hafði ég mikinn áhuga.
Fyrst sem bam, og þá ekki síður
fullorðinn, hafði ég mjög gaman
af að ganga með honum á milli
trjáa sem hann hafði gróðursett í
snarbrattri brekkunni fyrir ofan
bæinn sinn. Þau skipta orðið þús-
undum og em mörg fleiri metrar á
hæð. Hann sagði mér margt um
tijárækt, hvemig hefði gengið með
hina og þessa tegundina. Garðurinn
við Laugaból er líka mjög fallegur
og í honum mikill fjöldi plantna sem
hann safnaði víða um land. Afí fór
tvisvar til Noregs á vegum Skóg-
ræktarfélags Islands. Hafði hann
mikla ánægju af þeim ferðum og
minntist oft á ýmislegt sem fyrir
hafði borið.
Heimili afa og ömmu var stórt
og mikið um gesti enda kunnu þau
því bæði vel að hafa margt fólk í
kringum sig. Afí talaði stundum
um það síðustu árin að fólk færi
minna í heimsóknir núorðið, einkum
eftir að sjónvarpið varð sjálfsagður
hlutur á hveiju heimili. Þótti honum
það miður. Hann sagði mér að hann
myndi fýrst eftir sér standandi við
hné föður síns í baðstofunni á Hall-
bjamarstöðum, hlustandi á hann
spila á fíðlu og stofan full af fólki
sem dansaði eftir tónlistinni.
Afí lærði að spila á fíðlu af föður
sínum sem var mikill tónlistarmað-
ur. Hann hafði alla tíð gaman af
að spila á hana og gerði það oft.
Þær eru orðnar margar bamaskím-
irnar í íjölskyldunni og brúðkaupin
þar sem hann lék á fíðluna.
Afí var fróður og ákaflega minn-
ugur maður. Það kom mér oft á
óvart hvað hann, rúmlega níræður,
fylgdist vel með öllu sem gerðist
og hann hafði skoðanir á öllum hlut-
um byggðar á reynslu langrar ævi.
Hann var ákaflega vel að sér í
Gístí Pálma-
son — Minning
Gísli Pálmason er látinn. Hann
lést að morgni 29. nóvember eftir
stutta sjúkrahúslegu. Þegar slíkur
öðlingur hverfur, er margs að
minnast. Glaðværðin, létta skapið
og trygglyndið í garð vina og
vandamanna var aðal hans, og ætt-
rækni Gísla var sá tengiliður sem
allir stóluðu á. Gísli var nefnilega
oftast á ferð og flugi á miili ætt-
ingja og vina og alls staðar aufúsu-
gestur. Það em því margir sem
kveðja Gísla með söknuði en jafn-
framt þakklæti fyrir allt og allt.
Gísli var góður sonur, góður
bróðir, góður frændi og umfram
allt góður og tryggur vinur. Trygg-
lyndi hans og umhyggja fyrir vinum
og vandamönnum var honum svo
eðlisborið að leitun er á öðm eins.
Þakklætið fyrir að hafa fengið að
kynnast Gísla og umgangast á ná-
inn hátt, er það sem Ieitar helst á
hugann við ótímabært fráfall hans.
Jafnframt fyllist hugur manns
þakklæti til forsjónarinnar, að Gísli
þurfti ekki að kveljast lengi og
verða kannski langlegusjúklingur.
Slíkt hlutskipti hefði orðið honum
mikil raun, svo ferðaglaður, ungur
í anda og léttur í spori sem hann
alltaf var.
Æskustöðvar Gfsla vom á Akur-
eyri og þar átti hann miklar og
fastar rætur, þó Vesturbærinn í
Reykjavík væri hans borg, Vestur-
gatan hans gata og Naustið og
Vesturgata 19 hans heimili, leið
honum alltaf afskaplega vel fyrir
norðan, þangað leitaði hugur hans
og þangað fór hann oft.
Mesta yndi Gísla vom ferðalög,
bæði innanlands og utan. I þeim
ferðum eignaðist Gísli stóran kunn-
ingjahóp og þótti honum gott að
rifja upp ferðaminningamar á sinn
sérstæða hátt. Gísli var mikill fag-
urkeri og naut þess að umgangast
fallega muni. Hann hafði listrænt
auga og eðli og kom það berlega í
ljós varðandi bækur hans og muni.
Hann átti gott bókasafn og fallegt,
sem hann umgekkst á þann hátt
sem sannir bókavinir gera.
Gísli var hrókur alls fagnaðar og
góður heim að sækja. Lá vel á hon-
um þegar gestir höfðu gengið í hús
hans og nutu gestrisni hans og glað-
værðar. Svona man ég Gísla og
svona vil ég muna hann. Það var
svo mannbætandi og svo ljúft að
eiga hann að vini. { framtíðinni,
þegar ég heyri góðs manns getið,
þá minnist ég Gísla.
Við hjónin þökkum í auðmýkt
allar góðu stundimar með Gísla,
vináttuna og frændsemina. Konan
mín var þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga Gísla sem sérstakan einka-
frænda og vin. Þetta þakkar hún
hér og nú, en sú minning sem hún
á um Gísla er á þann hátt að þar
duga engin orð. Við hjónin biðjum
þess af einlægni, að einhvem tíma
í framtíðinni eignumst við aftur
slíkan frænda og vin, því nú er svo
tómlegt um sinn.
Olafur Þór Ragnarsson,
Jóhanna Jensdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem auösýndu okkur
samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar,
GUNNLAUGS TR. GUNNARSSONAR,
Kasthvammi,
systkini hlns látna
og aðrir vandamenn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og
vinarhug viö andlát og útför,
RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
Núpi,
Vestur-Eyjafjallahreppi.
%
Valgeröur Einarsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vlnáttu
viö fráfall móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
Randí Þórarinsdóttur,
fyrrverandi hjúkrunarkonu,
til heimilis að Seljahlfö,
áöur Bergstaðastræti 11.
Betzy Kristín Elfasdóttir, Haraldur örn Haraldsson,
Þorgeir Örn Elfasson, Sigurbjörg Júlfusdóttir
og barnabörn.
ættfræði og rakti hiklaust ættir
sínar og annarra marga ættliði aft-
ur í tímann. Nú þykir mér verst að
hafa ekki skrifað meira niður af
því sem afí sagði mér.
Afi minn, Tryggvi Sigtryggsson,
fæddist á Hallbjamarstöðum í
Reykjadal, 20. nóvember 1894.
Hann var sonur hjónanna Sigtryggs
Helgasonar á Hallbjamarstöðum og
Helgu Jónsdóttur frá Amdísarstöð-
um í Bárðardal. Hann var 4. í
röðinni af 9 systkinum sem öll kom-
ust til fullorðinsára. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum á Hallbjamar-
stöðum og vann við hitt og þetta
þangað til hann fór í Bændaskólann
á Hvanneyri, en þar var hann tvo
vetur. Eftir það fékkst hann um
tíma við kennslu í Reykjadal.
Árið 1920 kvæntist hann Unni
Sigurjónsdóttur Friðjónssonar frá
Litlu-Laugum. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau víða en árið 1929 reistu
þau sér nýbýli, Laugaból á hálf-
lendu Litlu-Lauga. Jörðin er fremur
lítil en þau ræktuðu allt láglendi
og þau gátu þarna framfleytt stóru
heimili. Amma og afí eignuðust 11
böm, einn sonur þeirra fórst ungur
af slysforum en hin eru öll á lífi.
Þau em: Ingi, kvæntur Önnu Þor-
steinsdóttur, hún lést í mars á þessu
ári; Eysteinn, kvæntur Guðnýju
Jónsdóttur; Ásgrímur, kvæntur
Guðrúnu Þengilsdóttur; Kristín, gift
Herði Jónssyni; Helga, gift Braga
Bjömssyni, þau skildu; Hjörtur,
kvæntur Auði Helgadóttur; Ingunn,
gift Herði Lárussyni; Dagur,
kvæntur Guðrúnu Friðriksdóttur;
Sveinn ókvæntur; Haukur, kvæntur
Hjördísi Stefánsdóttur. í dag em
afkomendur þeirra tæplega 70.
Afí starfaði mikið að félagsmál-
um. Hann var t.d. lengi skólanefnd-
arformaður Laugaskóla og
formaður Skógræktarfélags Suð-
ur-Þingeyjarsýslu frá stofnun þess
um 30 ára skeið. Þá var hann lengi
í sauðfjársjúkdómanefnd o.fl. 1
Karlakór Reykdæla var hann í
fjöldamörg ár, en hann hafði ákaf-
lega gaman af fallegum söng.
Eftir að synir hans, Dagur og
Haukur, tóku við búinu hafði afí
meiri tíma til að sinna áhugamálum
sínum en vinnudagurinn var oft
æði langur áður fyrr. Undanfarin
ár hefur amma dvalið á Sjúkrahúsi
Húsavíkur. Afí bjó með Sveini syni
sínum síðustu árin en hann er kenn-
ari við Laugaskóla. Afa fannst
ómetanlegt að hafa Svein hjá sér
og sagði oft að hann væri góður
félagi. Bamabömin sem næst búa
komu oft í heimsókn til þeirra og
lærðu flest þeirra fyrstu stafína hjá
afa.
Liðin er ævi. Lokið degi. Eg leit-
aði að orði og fann það eigi. Hafí
afi minn þökk fyrir allt.
Unnur Harðardóttir
Björn B. Björns-
son — Kveðjuorð
Hinn 26. nóvember síðastliðinn
lést frændi minn, Bjöm Bergsteinn
Björnsson, af slysförum. Mig setti
hljóða. Þau hjónin, Bjöm og Ólöf
Helgadóttir, höfðu nýlega sagt skil-
ið við borgarlífið og helgað sig
sveitinni þar sem Ólöf er uppalin,
að Seglbúðum í Landbroti. En fljótt
skipast veður í lofti og Bjöm er
kallaður á vit hins óþekkta.
Bjössi var einstakur maður og á
ég margar góðar minningar um
hann. Eg var aðeins nokkurra vikna
gömul þegar þau hjónin tóku mér
opnum örmum inn á heimili sitt
vegna veikinda á heimili mínu og
önnuðust mig. Á hveiju sumri heim-
sótti ég, og fjölskylda mín, Ólu og
Bjössa í sumarbústað þeirra í Land-
broti. Ég var ekki há í loftinu þegar
Bjössi leyfði mér að taka í bílinn
sinn og keyra til að brenna rusli
eða að renna fyrir fisk í læknum
eða út við ós. I sumar lagði fjöl-
skylda mín, eins og oft áður, leið
okkar austur í Landbrot, og áttum
við yndislegar samverustundir sam-
an í því umhverfí sem Bjössa var
svo hugleikið og unni svo mikið.
Ég er þakklát því að hafa fengið
að kynnast Bjössa og í hjarta mínu
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
geymi ég minningar um góðan
mann og frænda.
Elsku Óla mín, Gyða, Erlendur,
Helgi, Ragnhildur og Bimat Guð
styrki ykkur í sorg ykkar. Eg og
fjölskylda mín sendum aðstandend-
um samúðarkveðjur.
Stefanía Haraldsdóttir
Blómabúðin
Hótel Sögu
sími12013
Blóm og
skreytingar
gjafavörur
heimsendingar-
þjónusta