Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
71
Skotveiðifélagið:
Villibráðarkvöld í Ártúni
Skotveiði er með vinsælli íþrótt-
um, hér á landi og árlega fer
fjöldi manna um fjöll og fímindi í
því skyni að skjóta einhverskonar
villibráð. Vinsælastar eru líklega
ijúpumar eða gæsir, ekki síst þegar
nær dregur jólum. Einhveijir hafa
þó gagnrýnt þessa skotgleði og
jafna henni við ónáttúm, en hver
maður sinn smekk.
Hins vegar héldu félagar í Skot-
veiðifélagi íslands villibráðarkvöld
sl. laugardagskvöld og fór veislan
fram í Artúni. Þar löguðu listakokk-
ar villibráðina eins og hverri hæfði
og smakkaðist hún prýðilega að
sögn viðstaddra. Meðfylgjandi em
nokkrar svipmyndir af kvöldinu.
Matreiðslumeistararnir höndla
knífana eftir kúnstarinnar regl-
um.
Félagar í Skotveiðifélaginu svip-
ast um á langborðinu, en sem sjá
má trónir uppstoppaður helsingi
(ef marka má fuglafræðing
blaðsins) yfir herlegheitunum,
svo matargestir geti séð hvernig
rétturinn leit út í lifanda Hfi.
Setið að snæðingi og skálað i
rósavini.
Vinn-
um
sam-
an!
Þegar flóðhryssan Myra verður þyrst snýr hún sér til vinkonu sinnar
Shebu, en hún er fílkýrin í næsta búri. Sheba stingur þá rananum ofan
í kok Mym og gefur henni hæfilegan skammt af vatni. Þetta kallar
maður samvinnu!
Myra og Sheba eiga heima í dýragarðinum í Chester á Englandi, en
verðir þeirra segja að þær vinkonur hafí tekið þessa háttu upp skömmu
eftir að Myra flutti inn.
FELOG - SKOLAR - IÞROTTAFELÖG
SÖLUFÓLK ÓSKAST!
>
Ódýrir og fallegir
jólalímmiðar
til styrktar góðu málefni
Upplýsingar
í síma 25880
milli kl. 13.00-17.00
vjrka daga.
Samtök psoriasis og exemsjúklinga
Baldursgata 12,101 Reykjavik. Simi 25880
HERRAFÖT í
ÚRVALI
,
:
: ' .....
/ / /
P&Ö’
Austurstræti 14, s: 12345. Oplðf dag til kl. 16.00
LAT/|
LLI BETR