Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
„Víáeigurr\ 72, myndir -fVá brúákuupinu
okkflr 05 hönw erekki á neinni þeirra."
*
Ast er ...
___þóknast
hvort öðru.
TM Reg U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved
<D 1986 Los Angeles Times Syndicate
Já, en þú fékkst líka ljósbaðiú
fyrir hálfvirði . ..
HÖGNI HREKKVlSI
Með
morgnnkaffínu
Hægan! Hægan! Það er bara
vindhaninn sem er bilaður!
Heiðingjar
eða hvað?
„Hvers vegna er ekki hægt að fá þessa dýrindis vöru á sanngjörnu
verði í framleiðslulandinu?“ spyr bréfritari.
Hvar má fá salt-
síld á eðlilegu verði?
Hvar getur almenningur keypt
saltsíld á eðlilegu verði? Þrátt fýrir
nokkra leit hefur mér ekki tekist að
fínna venjulega saltsíld á skikkanlegu
verði. Ég meina svona 10 kg eða jafn-
vel 25 kg kúta af venjulegri saltsíld
eða kiyddsíld. í Hagkaupum fæst að
vísu saltsíld (flök) í lausu á 125,00
kr. kílóið. Það er of dýrt. Það vilja
margir ábyggilega sjálfir flaka sína
sfld eða vinna hana að eigin geðþótta.
Hvers vegna er ekki hægt að fá þessa
dýrindis vöru á sanngjömu verði í
framleiðslulandinu. Það á að leyfa
fólki að spara. Til dæmis allir þeir
sem rækta sínar eigin kartöflur sjálfir
— þeir eru með því að spara. Hagstæð
innkaup á ýmissi matvöru í stærri
skömmtum, sem hagkvæmt er að
geyma, er líka af hinu góða til að
spara. Það hlýtur að vera einhvers
staðar hægt að fá sfld á eðlilegu verði,
en hvar? Vonandi getur Velvakandi
leitt okkur síldarelskendur á sporið.
Einhver síldarsaltandi ætti að koma á
heimamarkaðinn 10 kg kútum á fram-
leiðsluverði. Síldin er alls ekki dýrt
hráefni.
Margt fleira af góðri íslenskri mat-
vöru er allt of dýrt í smásölu. Til
dæmis má taka hvalkjötið. Það ætti
ekki að þurfa að kosta hátt á annað
hundrað krónur kílóið. Fólk sem vill
og kann að spara verður að geta
fengið til dæmis fisk, nýjan ferskan
eins og hann kemur fyrir, en ekki
bara roðflettan, skorinn og ég veit
ekki hvað á uppsprengdu verði, sem
endalausir milliliðir eru að plokka af
okkur.
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 17 og 18,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Nýlega hafa séð dagsins ljós
svonefnd jólafrímerki frá Póst-
og símamálastjórninni.
Á bréfum og kortum, sem fólk
fær erlendis frá sem jólakveðjur,
eru þessar sendingar venjulega
frímerktar með jólafrímerkjum við-
komandi lands, sem eru ávallt með
einhverju trúar- eða kirkjulegu
myndefni, tileinkað jólahátíðinni.
Hér hefur íslenska póststjórnin
skapað sér algera sérstöðu í virðing-
arleysi fyrir kristinni trú, með
útgáfu jólafrímerkja síðasta árs og
þó sérstaklega nú í ár.
Á 10 kr. merkinu eru sjáanlegir
2 sjálfblekungar, að þvi er virðist,
en á 12 kr. merkinu eitthvað, sem
líkist helst lim á mannslíkama, ekki
vantar skræpulitina. Hér áður fyrr
voru sagnir af því, að þegar negrun-
um í Afríku voru gefnar litskrúðug-
ar flíkur, þá veltust þeir um af
hlátri og ánægju yfir dásemdinni.
Nú eru þeir orðnir þroskaðri og
sögur þessar tilheyra liðinni tíð.
Eflaust verða einhverjir hrifnir
af þessu litaflúri, en það er bót í
máli að hinir eiga kost á öðrum
merkjum á jólapóstinn, einu eða
tveim saman, og hefur þá hver sitt.
Kristinn
Basar - Núll
Eg fór á basar þann 8. nóvember
í Hallveigarstöðum, ég varð það
sein fyrir að konurnar voru famar
að pakka saman. Ég fór beint í
happadrættið og keypti fyrir nokk-
uð hundruð krónur eins og ég ef
vön, en ég fékk ekkert nema núll,
en borðið var fullt af vörum, mat
og öðru.
Ég þykist vita að konumar skifti
á milli sín ef eitthvað er eftir, en
þetta varð ansi stór skammtur. Á
nokkuð að verða eftir? Á ekki að
vera ákveðið hlutfall á milli núlla
og vinninga? Skemmið ekki góðan
málstað.
Kona
Víkyerji skrifar
Almennt má segja, að það sé
fremur lítið um óvænt tíðindi
í íslensku stjómmála- og viðskipta-
lífi. Þar ganga hlutirnir yfirleitt sinn
vanagang. Þótt aðilar vinnumark-
aðarins takist á vita allir, að þeir
hljóta að ná samkomulagi fyrr en
seinna. Allir vona, að það gerist án
verkfalla. Allir vilja, að samið verði
án þess að efnahagsstarfsemin fari
úr skorðum eða verðlag úr böndum.
Pólitískar hræringar em nú mældar
reglulega í skoðanakönnunum og
með prófkjörum em teknar ákvarð-
anir um skipan manna á framboðs-
lista. Fastheldni á það, sem fyrir
er, setur mjög mikinn svip á þjóðlíf-
ið. Þegar rætt er um breytingar er
oftast tiltölulega auðvelt að hræða
menn frá að gera þær.
Til marks um, hve langan tíma
getur tekið að hrinda breytingum í
framkvæmd, má nefna endurskipu-
lagningu bankakerfisins. Nú þegar
loks liggja fyrir ákveðnar tillögur
um málið frá Seðlabanka, er með
alls kyns undanbrögðum leitast við
að drepa því á dreif. Eftir allt sem
á undan er gengið veit í raun eng-
inn enn, hvernig málinu lyktar.
xxx
Ef til vill em bönd vanans og
fastheldninnar að losna. Úr
nýlegum fréttum má nefna tvennt
því til stuðnings. í fyrsta lagi söl-
una á meirihluta hlutaíjár í Olís.
Hún virðist til að mynda hafa kom-
ið viðskiptabanka félagsins, Lands-
bankanum, í opna skjöldu. Áður
hafði verið skýrt frá, að fyrir til-
stilli bankans hefðu farið fram
viðræður um að Skeljungur hf.
keypti Olís. Af því varð ekki. Þá
kom nýr, óþekktur aðili skyndilega
til sögunnar og eignaðist á skömm-
um tíma, að því er virðist, meiri-
hluta í OIís. Starfsfólk lánardrottn-
ar og skuldunautar fyrirtækisins
standa frammi fyrir orðnum hlut
og sömu sögu er að segja um keppi-
nautana. Þessi þáttur íslensks
atvinnulífs hefur verið < föstum
skorðum vanans og skjóli ríkisins
um langt árabil. Söguleg og óvænt
umskipti em kannski að verða.
xxx.
Seinna dæmið, sem hér skal tek-
ið, um óvæntan atburð eru
fréttirnar af því, að Reykjavíkur-
borg vilji selja ríkissjóði Borgarspít-
alann. Starfsmenn spítalans með
lækna í broddi fylkingar hafa risið
upp og andmælt hugmyndum um
þetta. Læknaráð „lýsir furðu sinni
á gerræðislegum og fljótvirknisleg-
um vinnubrögðum sem viðhöfð hafa
verið við undirbúning að sölu spítal-
ans, þar sem umræður hafa farið
fram og ákvarðanir teknar án þess
að starfsfólk hafi verið haft með í
ráðum eða upplýst um hvað til
stæði."
Þessi harðorðu viðbrögð einkenn-
ast af tregðulögmálinu. Þeir, sem
ekki þekkja til málsins, gætu hald-
ið, að fyrir dymm stæði að leggja
spítalann niður. Svo er þó ekki. í
stað þess að Reykvíkingar eigi
spítalann á hann að verða eign þjóð-
arinnar allrar, sem stendur undir
kostnaðinum.