Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 80
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Reykjanesbraut:
Fimm manns á
slysadeild eftir
harðan árekstur
Góður skriður á samningaviðræðum ASÍ, VSÍ o g VMS:
Kaupmáttur lágmarkslauna
hækkar um 30% milli ára
Morgunblaðið/Júlíus
Báðir bílarnir skemmdust mikið við áreksturinn.
______________________________________________________________________________.
bónus færður inn í fastakaupið, sem
nemur hækkun lágmarkslauna. Þá
verði kjararannsóknir efldar til þess
að fylgjast með þróun raunverulega
greiddra launa.
Með þessum samningi telja
samningsaðilar að efnahagslegur
ávinningur síðustu kjarasamninga
sé tryggður. Forsenda samningsins
er að verðbólga verði 7-8% á næsta
ári og genginu haldið stöðugu. í
erindi aðila vinnumarkaðarins til
ríkisstjórnarinnar er lagt á það
áhersla að stjómvöld ábyrgist að
opinberar hækkanir og ný skatt-
lagning leiði ekki í heild til hækkana
umfram hækkanir á almennu verð-
lagi og að hækkunum búvara verði
haldið innan sömu marka. Dregið
verði úr erlendum lántökum og að-
haldssamri stefnu fylgt í peninga-
málum. Fjárhæðir bóta almanna-
trygginga verði hækkaðar og
ríkisstjómin komi í veg fyrir að
Aðilar vinnumarkaðarins fremur ánægðir með svör ríkisstj órnarinnar
GOÐUR skriður var á samningaviðræðum ASÍ, VSÍ og VMS
um miðnættíð I nótt, eftír að búið var að leysa þann hnút sem
í gærdag kom á viðræður vinnuveitenda við landssambönd
innan ASÍ. Enginn vildi fullyrða neitt um hvenær nýr kjara-
samningur yrði tilbúinn tíl undirritunar, enda geta ný ágrein-
ingsatriði risið eftir því sem samningaviðræðunum miðar og
ýmis atriði skýrast. Samningamenn voru langþreyttir, enda
höfðu þeir setíð linnulítíð við samningagerðina í 36 stundir
og ekki séð fyrir endann á henni ennþá.
„Við munum reyna til þrautar í
nótt, hvort ekki gangi saman, þó
ekkert sé hægt að fullyrða um það
á þessari stundu," sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ. „Ég er
fremur bjartsýnn. Það er ágætis
skriður á þessu núna, en það er
ómögulegt að segja hvort eitthvað
kemur upp sem veldur erfíðleikum,"
sagði Gunnar J. Friðriksson, for-
maður VSÍ. í sama streng tók
Þorsteinn Ólafsson, formaður VMS.
Aðilar vinnumarkaðarins gengu
á fund ríkisstjómarinnar f gærdag
og afhentu henni erindi um aðgerð-
ir í efnahags-, verðlags- og skatta-
málum. Eftir ríkisstjómarfund
seinnipartinn f gær, sagði
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, að ríkisstjómin gæti í
grundvallaratriðum fallist á það
sem fram kemur í erindinu. Aðilar
vinnumarkaðaríns sögðu í gær-
kveldi að þeir væm fremur ánægðir
með svör ríkisstjómarinnar.
Samkvæmt samningsdrögum á
milli aðila eykst kaupmáttur lægstu
launa um 30% á milli ára og verður
á næsta ári rúmlega sá sem hann
var á árinu 1980. í drögunum er
gert ráð fyrir að frá og með 1.
desember verði almenn lágmarks-
laun 26.500 krónur og lágmarks-
laun iðnaðarmanna 35.000. Gert
er ráð fyrir þremur áfangahækkun-
um á næsta ári. Almenn lágmarks-
laun hækka um 500 krónur 1.
mars, 1. júní og 1. október og verða
þá 28.000. Lágmarkslaun iðnaðar-
manna hækka í 35.700 krónur 1.
mars, í 36.200 1. júní og í 36.800
krónur 1. október. Álag á laun er
utan þessara talna. Miðað við það
að kaupmáttur lægstu launa hafí
verið að meðaltali 100 árið 1980,
þá var hann 77,8 að meðaltali á
þessu ári og verður 101,1 á næsta
ári, ef þessi atriði ganga fram í
nýjum kjarasamningi. „Þetta er sex
ára gamall draugur sem við erum
, Morgunblaðið/RAX
Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, gerir aðalsamninganefndinni grein fyrir stöðu máia í gærkvöldi. Á
innfelldu myndinni sitja fulltrúar vinnuveitenda við spil meðan beðið er tíðinda frá viðsemjendum.
að berjast við að kveða niður,“ sagði
einn samningamanna í samtali við
Morgunblaðið um þessa tilraun til
þess að hækka lægstu launin sér-
staklega umfram önnur laun.
Almenn laun hækkuðu um 4,59%
1. desember síðastliðinn. Sam-
kvæmt samningsdrögunum er gert
ráð fyrir að almenn laun hækki um
2% 1. mars næstkomandi, 1,5% 1.
júní og aftur um 1,5% 1. október.
Þá mun launanefnd starfa áfram
og meta áhrif verðlagsþróunar á
laun. Samningstíminn var ófrá-
genginn um miðnætti í nótt.
Vinnuveitendur vilja að samningur-
inn gildi til árs, en hugmyndir eru
um það innan Alþýðusambandsins
að samningurinn gildi til haustsins.
I samningsdrögunum er gert ráð
fyrir að núverandi kauptaxtakerfí
verði lagt niður og nýtt launakerfí
byggt upp í fastlaunasamningum.
Bónuskerfín verði stokkuð upp og
framleiðsluhömlur og verðstýring
verði sett á framleiðslu eggja og
kjúklinga. Kartöfluskattur verði
afnuminn og ríkisstjórnin beiti sér
fyrir því að lögbundinn verði réttur
Kjararannsóknanefndar til öflunar
upplýsinga.
Samningsaðilar leggja áherslu á
að skattakerfið verði einfaldað og
tekin upp staðgreiðsla skatta. Frá-
dráttarliðir verði afnumdir og í stað
þeirra teknir upp sérstakir skatta-
afslættir. Skattleysismörk miðist
við 30 þúsund króna mánaðarlaun
og skatthlutfall lækki verulega frá
því sem það er að hámarki nú.
Skatteftirlit verði hert.
Sjá ennfremur erindi viðræðu-
nefnda ASÍ, VSÍ og VMS um
breytingar á tekjuskattskerf-
inu og verðlags- og efnahags-
mál á bls. 34-35 og viðtöl við
forsætis- og fjármálaráðherra
á bls. 2.
FIMM manns, þrjár konur og
tveir karlmenn, voru flutt á
slysadeild eftir mjög harðan
árekstur á Reykjanesbraut i
gærdag. Konurnar þijár slös-
uðust alvarlega i árekstrinum.
Slysið varð á móts við Pólarlax
er tveir fólksbílar lentu þar saman
eftir að bfllinn, sem var á suður-
leið, hafði farið framúr öðrum
bfl. Þrennt var í öðrum bflnum
en tvennt í hinum og slasaðist
fólkið allt við áreksturinn. Ekki
var vitað nánar um líðan fólksins
er Morgunblaðið leitaði upplýs-
inga þar að lútandi í gærkvöldi.
Bflamir eru báðir mikið skemmdir
eftir áreksturinn. Rannsóknarlög-
reglan í Hafnarfírði óskar eftir
að ná tali af ökumanni gula jepp-
ans, sem ekið var fram úr er
áreksturinn varð.
Kjúklingabændur
vilja kvótakerfi
Deilur á meðal eggjaframleiðenda
KJÚKLINGABÆNDUR hafa
óskað eftir því við landbúnaðar-
ráðherra að settur verði kvóti á
framleiðslu kjúklingakjöts. Ein-
hugur er í þeirra röðum um þessa
ósk. Meirihluti eggjaframleið-
enda hefur einnig óskað eftir
kvótaskiptingu eggjaframleiðsl-
unnar, en miliill ágreiningur er
um málið í þeirra röðum.
Drög að reglugerð um stjómun
alifuglaframleiðslunnar hafa verið
samin í ráðuneytinu og liggja nú á
borði ráðherra til ákvörðunar. Jón
Helgason hefur lýst því yfír að hann
vilji fara að ósk framleiðenda við
ákvarðanir sem þessar.
Jónas Halldórsson formaður Fé-
lags kjúklingabænda sagði í gær,
að kvótaskipting framleiðslunnar
væri eina leiðin út úr þeim ógöngum
sem atvinnugreinin væri komin í
vegna offramleiðslu. Hann sagði
að kvótinn gæti orðið til þess að
kjúklingabændur gætu notað hluta
af því fóðurgjaldi sem þeir greiddu
til að gera útflutning umfram-
framleiðslunnar til Noregs mögu-
legan.
Geir Gunnar Geirsson á Vallá er
einn þeirra eggjabænda sem leggj-
ast gegn eggjakvótanum. Hann
segir að þeir eggjabændur, sem em
á móti kvótaskiptingu eggjafram-
leiðslunnar, séu með meirihluta
framleiðslunnar á sínum höndum.
Hann vonaðist til að verkalýðs-
hreyfíngunni tækist að stöðva
landbúnaðarráðherra í að setja at-
vinnugreinina undir stjóm.
Sjá einnig á blaðsíðu 45.
18 DAGAR
TIL JOLA