Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 1
72 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 2. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Irakar laska olíu- höfnina á Kharg Iranir vilja svara eiturhernaði í sömu mynt Bagdað, Teheran, Reuter. IRAKAR sögðust hafa laskað mannvirki í olíuhöfn írana á Kharg-eyju í loftárás í gær. Er það önnur loftárásin, sem Irakar gera á Kharg á árinu, írakar sögðust hafa varpað sprengjum á norðurhluta Kharg og laskað mannvirki í vesturhöfn eyj- unnar. Tilgangur árásarinnar hefði m. a. verið að koma í veg fyrir við- gerð á • mannvirkjum, sem löskuð hefðu verið í fyrri árás. írakar hafa gert loftárás á Kharg 130 sinnum frá því í ágúst 1985. Þá löskuðu íraskar orrustuþotur tankskipið Galerie frá Kýpur í fyrra- dag í nágrenni Kharg. Skipið hefur verið í siglingum fyrir írani milli Kharg og mynnis Persaflóa, þar sem olíunni hefur verið umskipað í önnur skip til útflutnings. Samkvæmt upp- lýsingum Lloyd’s löskuðu íranir og Irakar 99 skip á Persaflóa í fyrra. Blaðið Abrar í Teheran, sem talið er túlka stefnu stjómvalda, krafðist þess í gær að íranir svöruðu efna- vopnaárásum íraka í sömu mynt. Blaðið sakaði íraka um að hafa not- að eiturvopna í bardögum syðst á landamærum ríkjanna um jól og ára- mót því a.m.k. 400 menn, sem særst hefðu í bardögum síðustu 10 daga, bæru öll merki þess að hafa orðið fyrir vopnum af þessu tagi. Áfengismælir útilokar akstur undir áhrifum San Francisco, AP. OKUMENN, sem teknir hafa verið fyrir ölvunarakstur í Kali- forníu, eiga á hættu að þurfa í ákveðinn tíma eftir brot sitt að blása í áfengismæli í hvert sinn sem þeir setjast undir stýri. Yfirvöld í Kaliforníu hyggjast skylda alla ökuþóra, sem teknir hafa verið fyrir ölvunarakstur, til að setja sérstakt tæki í bifreiðar sínar sem útilokar gangsetningu þeirra ef áfengismagn í blóði er yfir leyfilegum mörkum. Tækið kostar milli 350 og 450 dollara, eða 14—18 þúsund ísl. kr., og er tengt við kveikjukerfí bifreið- arinnar. Til þess að opna fyrir rafrásina verður bílstjórinn að blása í munnstykki, sem í er vínandamæl- ir. Mælirinn er tengdur kveikjukerfi bifreiðarinnar og nemi hann að áfengismagn í blóðinu sé yfir 0,25 prómill útilokar tækið gangsetn- ingu bílsins. Er það magn langt undir leyfilegum mörkum, því sam- kvæmt lögum Kaliforníu telst það ekki refsiverður ölvunarakstur fyrr en vínandamagnið í blóði er 1,0 prómill. „Þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir að undanförnu er ölvunarakstur enn mikið vandamál. Hér um slóðir hef- ur hann kostað mörg mannslíf á ári hveiju. Þess vegna er full ástæða til að reyna þessa tækni, því hér er um að ræða athyglis- verða nýjung í baráttunni," sagði Ray Biancalana, aðstoðarforstjóri umferðarráðs Kaliforníuríkis. Bandaríkin: Óveður og sjávarflóð við austurströndina New York, AP. HIÐ versta vetrarveður hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og hefur það kostað a.m.k. 15 manns líflð. Úrhellisrigning hefur fylgt veðurhamnum sums staðar en annars staðar kyngdi niður snjónum. Stríðastur var stormurinn við austurströndina og bætti ekki úr skák, að þar var stórstreymt og gekk sjór á land allt frá Suð- ur-Karólínu norður til Maine. Snemma í gær var veðrið verst í Maine og hafði snjóað þar mikið og einnig í New York og á Nýja Englandi. Vegna stór- streymisins var sjávarborð á þessum slóðum einum metra hærra en á venjulegu háflæði og veðrið jók síðan enn á sjávar- ganginn. „Flóðið var svo mikið, að Frelsisfrúin varð að hysja upp um sig pilsin,“ sagði Ross Sandl- er, yfirmaður samgöngumála í New York, og í Marshfield í Massachusetts braut brimið gat á sjóvamargarð með þeim afleið- ingum, að þriggja metra djúpt vatn lagðist yfir hluta bæjarins. Mörg hundruð manna komust ekki frá heimilum sínum eða vinnustöðum vegna flóðsins og gripu margir til þess að skríða upp á þak og bíða þar eftir að vera fluttir burt á bátum. Vegna þess hve hátt var í sjó í New York komust farþegar með ferjunum ekki frá borði þar sem ógjörningur var að tengja skipin við búnaðinn í landi. Var þá brugðið á það ráð að ferma þau þungavöru þar til þau voru sigin nægilega mikið í sjó. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson ísólarátt Nú er mesta skammdegjsmyrkrið brátt að baki með fangið fullt af fyrirheitum og vonandi verður og daginn aftur tekið að lengja. Nýtt ár er jafnan siglt í sólarátt eins og báturinn á myndinni. Fílabeinsströndin: Flugvél ferst með 49 manns Abidjan, Fílabeinsströndinni, Reutcr. ÓTTAST er, að 49 manns hafi látið lífið þegar brasilísk áætlun- arflugvél hrapaði í gær til jarðar nokkru eftir flugtak frá Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinn- ar í Vestur-Afríku. í fyrradag fórst spænsk herflugvél undan strönd Miðbaugs-Gíneu og með henni 15 manns. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 707 og i eigu brasilíska flug- félagsins Varig, fór frá Abidjan klukkan 13.00 að staðartíma og var ferðinni heitið til Rio de Janeiro og Sao Paulo í Brasilíu. Hálftíma síðar höfðu flugmennirnir samband við flugturninn í Abidjan og sögðust eiga í erfiðleikum vegna vélarbilun- ar og að þeir ætluðu að snúa aftur til flugvallarins. Skömmu síðar hrapaði vélin til jarðar við bæinn Bingerville, 18 km frá Abidjan. Að beiðni yfirvalda á Fílabeins- ströndinni voru franskir hermenn, sem staðsettir eru í landinu, sendir á vettvang og fundu þeir tvo menn á lífi i flakinu. Með vélinni voru 39 farþegar og 12 manna áhöfn. Spænska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gær, að í fyrradag hefði flugvél frá spænska hernum hrapað í sjóinn undan strönd Mið- baugs-Gíneu í Vestur-Afríku og með henni farist 15 manns, þar af ijögur börn iðnaðarráðherrans í landinu. Hinir 11 voru Spánveijar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.