Morgunblaðið - 04.01.1987, Side 17

Morgunblaðið - 04.01.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 17 Afmæliskveðja: Huld Gísladóttir Jafnvel þótt allar staðreyndir ættu að blasa við mönnum og þann- ig ekki að koma á nokkum hátt á óvart, eru þær sumar þann veg vaxnar að menn hugsa sig um tvisv- ar áður en þeir viðurkenna þær. Ein slík er að nú skuli vera sjötíu ár síðan merkiskonan Huld Gísla- dóttir leit dagsins ljós á Seyðisfirði austur, en hún fæddist í höfuðstað Austfirðinga þann drottins dag 5. janúar 1917. Ekki er það ætlun mín að rekja mannkynssögu henn- ar, heldur einvörðungu að senda henni nokkur fátækleg orð heilla- óska og þakka. Verður þar þó flest ósagt sem full þörf væri að geta, en það verður þá að gerast með öðram hætti. athugasemdir hennar um það sem ofarlega er á baugi. Vona ég enn að njóta þess um langt skeið. Hugheilar kveðjur sendast böm- um Hullu, Atla og Guðbjörgu Ólöfu, tengdabömum og bamabömum í tilefni þessa merkisafmælis. En nú er mál að linni. Allar þakk- lætis- og heillakveðjur ijölskyldunn- ar sendast Hullu á þessum tímamótum — og megi hún njóta þeirra og komandi tíma svo sem kostur er og í samræmi við það sem hún hefur til unnið. Einlæglega til hamingju, Hulla mín. Og mig langar að ljúka þessu með þeirri gömlu, fallegu íslensku kveðju, þegar menn skildu eftir vinafund: „Vertu nú blessuð og sæl — og fegin vildum við eiga þig að.“ Lifðu jafnan heil! Huld tekur á móti gestum sínum á heimili dóttur sinnar, Smáraflöt 14, Garðabæ i dag, sunnudag, eftir kl. 15. E.P. ALLETT Kennsla hefst á ný fimmtudaginn 8. janúar. Nemendur mæti á sömu tímum og áður. Innrítun nýrra nemenda og allar upplýsingar I síma 611459. Royal Academy ofDancing BALLE TTSKÓLI Guðbjargar Björgvins íþróttahúsinu Seltjarnamesi. Félag ísl. listdansara. Seyðisfjörður hafði löngum verið miðstöð menningar og viðskipta á Austurlandi, og var svo í bemsku og æsku Hullu, eins og vinir hennar nefna hana jafnan. Athafnamenn hösluðu sér þar völl og listaáhugi ríkti, e.t.v. einkum á söngsviði, enda var Ingi T. Lárasson þá eystra og yndisleg sönglög hans á hvers manns vöram. I því umhverfi sleit Hulla bamsskónum og gekk á vit æskuáranna. En lífið kallaði og þar kom að Hulla hélt 17 ára gömui til höfuðstaðarins í atvinnuleit. Og það er einmitt þá sem leiðir hennar og fjölskyldu minnar lágu saman, góðu heilli, hafa varað síðan og munu enn vara. Eins og einhver fjölskyld- unnar maður orðaði það: „Hún er ein af oss.“ Auðvitað er ákaflega margs að minnast frá þessum tíma og mundi æra óstöðugan að fara að tæpa á því, enda á það fæst erindi í stutta afmæliskveðju — og raunar einka- mál. En þess verður að minast að á þessum áram var áhugi Huilu á söng mjög mikill. Sjálf var hún gædd góðri söngrödd, hafði raunar staðið á sviði í sýningum á Ævin- týri á gönguför fýrir austan en í eldhúsinu heima söng hún gjaman fallegar melódíur úr Meyjarskemm- unni, Nitouche, Bláu kápunni og öðram söngleikjum sem lyftu hug- um manna á þeim tímum. Hefur hún enda jafnan yndi af fögram söng og hefur átt margar ánægju- stundir við að njóta slíkrar listar. Hulia hefur jafnan verið mikið vinnusöm, og hvergi látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Hefur hún enda sjálfsagt slitið sér óþarflega fyrir aldur fram með atorkusemi sinni. — Auk ráðskonustarfa, bæði í borg og sveit, vann hún um langa hríð við Elli- og hjúkranarheimilið Grand í Reykjavík af sömu elju og samviskusemi og henni er lagin. Hefur hún þar öðlast vináttu og þakklæti, bæði stjómenda, sam- starfsfólks og vistmanna, og það að makleikum. Er enda vfst að mörgum fannst skarð fyrir skildi þegar hún lét af störfum. Hún er mikill vinur vina sinna og nýtur þess að gleðjast í þeirra hópi. Hefur hún og ætíð haldið sam- bandi við gamlar stöllur frá Seyðis- fjarðaráranum, og er jafnan glatt á hjalla þegar þær hittast og rifja upp gamlar minningar. Hulla er mjög traust í öllum skiptum og hefur ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum. Ekki er því að leyna að hún kann þá stundum vel að kveða að, jafnvel svo að þýtur í. Að því er mig varð- ar finnst mér hreinlega eitthvað vanta í tilverana ef langt líður á milli þess að ég heyri hressilegar Gleðilegt nýtt ár JAZZ SPORIÐ stjörnuárið 1987 Þú ferð í leikfimi á árinu. Freistaðu gæfunnar. Hringdu í síma 13880. Þú finnur sjálfan þig í jazz-dansi. Þú ferð í sauna og slakar á. Þú ætlaðir í leikfimi í fyrra en ferð í ár. Það er engin afsökun að vera strákur. Drífðu þig í jazz-ballett. Innritun er hafin í síma 13880 kl. 14—17. Munið afhendingu skírteina kl. 13—17 þriðjudaginn 6. janúar framhaldsnemendur. Fimmtudag- inn 8. janúar byrjendur. Takið stundaskrána með ykkur. 2D Þú kemst í sæluvímu í nuddpotti. Líf þitt verður jazz-ballett. Ifcf J Þú ferð í jazz-eróbik á árinu. Eigendur og starfsfólk Jazz-sporsins óskar ykkur gleðilegs árs IJSJ Þú ert á besta aldri og ferð í jazz-dans. ŒIÆ} Nú ert þú oröin 2 ára. Dríföu þig í jazz-ballett. Þú ferð í jazz-ballett á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.