Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Fjölbrautaskóli Suðurlands: „Þekkinguna geymir hver maður í hjarta sínu“ - 48 nemendur útskrifaðir á haustönn Selfossi. FJÖLBRAUTASKÓLI Suður- lands á Selfossi útskrífaði 48 nemendur 20. desember síðast- liðinn, 30 stúdenta, 12 vélaverði og 6 nemendur af tveggja ára brautum. Þetta er fjölmennasti hópurinn sem útskrifast frá skólanum og sá síðasti sem útskrifaður er af hlaupabrautinni svonefndu. Það nafn hefur skólinn fengið vegna húsnæðismála sinna en kennt hefur verið á 8 stöðum og nemendur þurft að hlaupa á milli staða til að ná í næstu kennslustund. Áformað er að flytja í nýbyggingu skólans við Tryggvagötu 10. janúar. í skólaslitaræðu sinni gat Þór Vigfússon þess að skólinn væri tal- andi dæmi þeirrar staðreyndar að skóii væri annað en hús. Hann benti á að sá hópur sem útskrifaðist, sem og aðrir í skólanum, hefði verið trúr því sem skipti máli við skólahald. Það væri samheldni og þroskavilji. „Maður er manns gaman og maður er manns auður," sagði skólameistari er hann kvaddi nem- endur sína. Og ennfremur: „Það eina sem þið getið tekið mark á er ykkar eigin sálarauður þegar þið veljið ólíkar leiðir á lífsleiðinni." Fjölmenni var við athöfnina í Selfosskirkju og að venju söng kór skólans. Nemendur fengu viður- kenningar fyrir námsárangur og störf í þágu skólans. Sá nemandi sem flestar viðurkenningar hlaut var Sveinn Helgason stúdent. Á haustönn stunduðu 470 nem- endur nám í dagskóla, 140 í öldungadeild, 7 í meistaraskóla og 12 voru við vélavarðanám á önn- inni. Alls er um 630 nemendur að ræða og enn er skólinn í vexti. Skólinn opnar nýjar leiðir Það var Soffía Stefánsdóttir sem flutti ávarp stúdenta við útskriftar- athöfnina. Hún minnti á það í upphafi ávarps síns að andlegur þroski sérhverrar manneskju birtist í orðum hennar og gjörðum. Mennt- un og þroski yrðu ekki metin til íjár og stúdentshúfan sem borin væri á þessum degi væri tákn um aukna víðsýni og visku. Síðan sagði Soffía: „Þekkinguna geymir hver maður í hjarta sér og hún verður ekki frá honum tekin. Reyndar má nota þekkinguna bæði til góðs og Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sig. Jóns. Hópurínn var sá fjölmennasti sem útskrífast hefur frá skólanum. Sveinn Helgason hlaut flest verðlaun fyrir námsárangur, hér tekur hann við einum þeirra úr hendi skólameist- ara. Soffía Stefánsdóttir flutti ávarp stúdenta. ills en skólanum er meðal annars ætlað að beina henni inn á heilla- dijúgar brautir. Menntun felst nefnilega ekki eingöngu í góðum einkunnum heldur er það ekki síður mikilvægt að leggja rækt við hinn mannlega þátt. Ef nemandinn gengur út sem betri og heilsteypt- ari manneskja eftir veru sína í skólanum hefur hann náð tilgangi sínum. Skólinn opnar okkur nýjar leiðir til áður óþekktra áfangastaða og gerir okkur fær um að skoða það umhverf sem við lifum í frá nýju og betra sjónarhomi. Skóli lífsins kennir okkur líka ýmislegt sem hvorki mennta- né ijölbrauta- skólar hafa tök á að gera en um það verður ekki rætt hér.“ í lokin þakkaði Soffía kennurum skólans og nemendum samfylgdina og lauk máli sínu með þessum orð- um: „í dag er hátíðisdagur en á morgun opnast nýr kapítuli í lífsbókinni fyrir okkur nýstúdenta."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.