Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 19 20 nýstúdentar frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ HINN 20. desember sl. voru útskrifaðir 20 stúdent- ar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fimm luku prófi á málabraut, fjórir á viðskiptabraut, fjórir á félagsfræðibraut, þrír á náttúrufræðibraut, þrír á eðlisf ræðibraut, tveir á heilsugæslubraut og einn á íþróttabraut. Bestum námsárangri náði Sigurjón Þór Kristjánsson og Jóhann H. Sveinsson, báðir á eðlisfræðibraut. Hátíðleg athöfn var haldin í skólanum og fluttu ávörp m.a. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, sem afhenti prófskírteini, Pétur Stefánsson, formaður skólanefndar og sr. Bragi Friðriksson, sóknarprestur. Nemendur skólans voru tæplega 400 á haustönn 1986. Með stúdentahópnum á myndinni eru Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari t.v. og Gísli Ragnarsson, aðstoðarskólameistari t.h. Stúdentahópurinn sem útskrifaðist frá Fjöibrautaskólanum í Garðabæ ásamt Þorsteini Þorsteinssyni skóiameistara t.v. og Gísla Ragnarssyni, aðstoðarskólameistara t.h. Stúdentarnir 27 sem útskrifuðust frá Flensborgarskólanum ásamt Kristjáni Bersa Ólafssyiu skólameist- ara. 27 stúdentar frá Flensborgarskóla 27 STÚDENTAR voru braut- skráðir frá Flensborgarskólan- um við skólaslit haustannar, sem fram fór föstudaginn 19. des. sl. Flestir stúdentanna eða 9 luku prófi af viðskiptabraut, 6 af upp- eldisbraut, 4 af félagsfræði- braut, 4 af náttúrufræðibraut, 3 af málabraut, 2 af íþróttabraut og 1 af heilsugæslubraut. Tveir luku prófi af tveimur brautum í' senn, uppeldisbraut og félags- fræðibraut og eru þvi tvitaldir. Bestum námsárangri náðu Hjör- leifur Helgi Hansson, sem útskrif- aðist af náttúrufræðibraut eftir 6 anna nám með 42 A og 8 B; Lilja Ólafsdóttir sem lýkur prófi af við- skiptabraut eftir nám í öldungadeild skólans með 32 A og 11 B; Gréta Pálsdóttir, einnig með próf af við- skiptabraut eftir nám í öldunga- deildinni með 32 A, 15 B og 3 C; og Alda Baldursdóttir sem útskrif- aðist af málabraut með 27 A, 20 B og 3 C. Meirihluti hinna nýju stúdenta eru konur, alls 19, en karlar í hópn- um eru aðeins 8. Fimm kvennanna stunduðu nám sitt í öldungadeild skólans, en hún var sett á stofn haustið 1982. Skólameistari Flens- borgarskólans er Kristján Bersi Ólafsson. ;tST ( RAUÐU, BLÁU, HVÍTU OG GULU. SÖLUUMBOÐ: epol h( . SlÐUMÚLA 20, S(MI 36677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.