Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4, JANÚAR 1987 33 Ómar Ragnarsson, Svavar Gests og fleiri landsfrægir BDuti heimilismanna og Lionsmanna í heimtröðinni að Sólheimum. íþróttaleikhúsið nýja er aftast á miðri mynd. EF ÞAÐ ER RÉTT, sem haldið hefur verið fram, að hús hafi sálir þá hefur nýja íþróttahúsið að Sólheimum í Grímsnesi, - þjóð- argjöfin mikla, eins og húsið er nefnt, - áreiðanlega sál. Þetta varð hverjum manni ljóst, sem viðstaddur var Litlu-jólin með heimilis- og Lions-mönnum næstsíðasta sunnudag fyrir jól. Þrátt fyrir að veðurstofan spáði ofviðri og það hvessti utan dyra með hverri klukkustundinni, an- daði hlýjum straumum í nýinn- réttuðum íþrótta- og hátíðarsaln- um. Það var eins og salurinn og húsið héldi vemdandi höndum um hátíð heimilismanna, sem þeir tóku í mót á þann eina hátt sem böra kunna, þ.e. með opnum hug og hjarta, enda skein föls- kvalaus jólagleði úr hverju andliti. Það var mjótt á munum í lok hátíðarinnar í milli þess, hveijir höfðu skemmt' sér best: „Ijónin“ þrjátíu úr Ægis-klúbb- num eða heimilismenn á Sól- heimum, enda segja elstu Ægis-félagarair, að jól án Sól- heima-jóla séu hreint engin jól. Lions-mennimir hafa haldið Litlu-jól á Sólheimum allt frá stofnun klúbbsins árið 1957. Lúdó og Stefán, ásamt forsöngvurum og dragspilsleikara. Eins og sjá má er leiksviðið hentugt að stærð, en það er, auk annarra innréttinga, gjöf frá Lionsmönnum. Hurdaskellir erfiður nemandi Kynnir og dragspilsjeikari á skemmtuninni var Tómas Grétar Ólason, en hann er formaður Sól- heimanefndar Ægis-klúbbsins. Af skemmtiatriðum má nefna söng, sem þeir Gunnar Ásgeirsson, Gunn- ar Kristinsson og Valdimar Ornólfs- son leiddu. Þá sýndi Tómas Ámason töfrabrögð við miklar vinsældir. Hann lét m.a. peninga hverfa og birtast á óskiljanlegan hátt, enda maðurinn seðlabankastjóri. Svavar Gests stjórnaði spumingaleik. Svör- in stóðu aldrei í þátttakendum úr hópi heimilismanna og fengu þeir bókagjafir í verðlaun. Gott dæmi um spumingarnar er þessi: „Kom Reynir Pétur við á ísafírði í íslands- göngunni?" Svarið kom hiklaust, eftir mikið kapphlaup þátttakenda: „Nei, hann kom við á Selfossi", - „og það var hárrétt“, tilkynnti Sva- var Gests kunnri röddu. Þegar Ómar Ragnarsson birtist á staðnum kom greinilega í ljós hver vinsælastur er allra skemmti- krafta hér á landi. Þá fengu jóla- Það var eins og nánir ættingj- ar væru komnir í heimsókn, þegar Lions-menn stigu út úr rútunni i hlaðinu á Sólheimum. Heimilismenn þekktu þá vel- flesta með nöfnum, komu hlaup- andi í fang þeirra og spurðu tíðinda af fjölskyldunum. Reynir Pétur fékk svolítið bágt fyrir að hafa ekki komið gangandi á móti rútunni, eins og hann hefur ætíð gert, jafnvel mætt henni á þjóðveginum undir Ingólfsfjalli. Hann hafði þó góða afsökun sem var hin slæma veðurspá. Þetta var einmitt sunnudagurinn, þeg- ar alþjóð var hrelld með spám um aftakaveður, fólk hvatt til að halda sig innandyra og að fara alls ekki af stað í ferðalög. Eftir veislu-jólamat, sem öllum var boðið til, hangikjöt og laufa- brauð, hófst skemmtunin með virkri þátttöku heimilismanna. „Svona gerum við, er við teygjum okkar þvott“.... Svavar Gests og Reynir Pétur teygja og teygja við mikla kátínu viðstaddra. þar til „þvotturinn" rifnaði í tvennt Á litlu-iólunum með Lionsmönnum úr Ægi í nýja íþróttaleikhúsinu að Sólheimum Galdrakarl úr Seðlabanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.