Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 55 Saga Fróð- árhrepps undir Jökli Á VEGUM Átthagafélags Fróðárhrepps er nú unnið að ritun sögu Neshrepps inn- an Ennis á Snæfellsnesi, síðan Fróðárhrepps, sem tek- ur til svæðisins frá Búlands- höfða til Ólafsvíkurennis. Neshreppur hefur frá því á miðöldum verið þéttbýlt hér- að og sögufræg sveit. Þar varð sjósókn snemma ábata- samur atvinnuvegur. Saga Fróðárhrepps er mikilvægt tillag til sögu byggðar við Breiðafjörð. Áformað er að saga Fróðár- hrepps verði í tveimur bindum og fjallar hið fyrra sem nú er væntan- legt um tímabilið frá landnámi fram á 19. öld. Neshreppur innri og síðar Fróðárhreppur var hvort tveggja öflugt landbúnaðarsvæði og dæmigerð sjávarbyggð, þar sem voldugir aðilar tókust á um jarðeignir. í bókinni segir frá landnámi og þróun byggðarinnar á miðöldum, þéttbýlismyndun, atvinnuháttum og helstu jarðeigendum. Er um- fjöllunin tengd þjóðarsögunni og víða leitað samanburðar. ítarlega er ijallað um sögu byggðarinnar á 18. öld og varpað ljósi á stöðu bænda og almúga á þeim erfíðu tímum drepsótta og hallæra. Sögð saga verslunar og kirkju. Ennfremur er í fyrsta bindi bókarinnar mjög ítarleg ömefna- lýsing ásamt fjölda mynda og korta til skýringar. Höfundar eru sagnfræðingamir Ólafur Ásgeirsson, Eiríkur Guð- mundsson og Jón Árni Friðjóns- son. Formaður Átthagafélags Fróð- árhrepps er Ólafur Kristjánsson, Skálholti 15, Ólafsvík, og geta væntanlegir áskrifendur að sögu Fróðárhrepps snúið sér til hans. (Fréttatilkynning) Reglur verði settar um heilsurækt- arstöðvar AÐALFUNDUR íþrótta- læknisf ræðif élags Islands, haldinn í Laugardal 6. des. '86, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda hvað varðar starfsreglur um rekstur líkams- og heilsuræktar- stöðva og þekkingu þeirra, sem þar sinna leiðbeinenda- störfum. Ljóst er, að ófaglært fólk starf- ar að mestum hluta sem leið- beinendur á slíkum stöðvum og dæmi um að slíkir aðilar sinni meðhöndlun meiðsla með ýmis konar hætti, sem ekki á sér fag- legan eða vísindalegan grunn. Fundarmenn telja að setja þurfí reglur, sem kveði á um, hvaða starfsemi megi fara fram á slíkum stöðvum og um kunnáttu þeirra, sem þar leiðbeina. Fundarmenn hvetja heilbrigðis- ráðherra til að taka þetta vaxandi vandamál til umfjöllunar og úr- lausnar sem allra fyrst. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöam Moggans! f / 1 I % r 111 1 \ji UIU til afinælisveislu Brunabótafélag íslands hóf starfsemi sína 1. janúar 1917 og á því 70 ára starfsafmæli nú í upphafi árs 1987. ------------Opió hús 5. janúar 1987-------------- í tilefni þessara tímamóta í sögu félagsins munum viö hafa opið hús og taka á móti viðskiptavinum og vel- unnurum á aðalskrifstofu Bruna- bótafélagsins, Laugavegi 103, Reykjavík og í eftirtöldum umboðum okkar: Akranes, '9 Ölafsvik, Grundar- fjörður, Stykkis- Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafs- fjörður, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Reyðar- (*) fjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Vestmannaeyjar, Selfoss, Hveragerði, Mosfells- '7 hreppur, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garða- -j--, --j- , , bær, Grindavík og hólmur, Isafjörður, BRUNABOTAFEIAG Keflavík. ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.