Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 57 Poindexter og Weinberger: Ósnmmáln. Contra-skœruliðar: Innistæður í Sviss. áhuga á dirfskufullum ævintýrum, sem jöðruðu jafnvel við lögbrot. Þeirra kunnastur var Oliver North ofursti, sem hafði raunar starfað fyrir forsetann síðan 1981. Einum mánuði eftir Poindexter tók við starfi sínu þurfti hann að gera Reagan grein fyrir því sem hann þurfti að segja þjóðinni í ár- legri yfirlitsræðu um ástand og horfur, m.a. um viðskiptaþvinganir gegn Líbýu, aðstoð við Contra- skæruliða í Nicaragua og samskipti austurs og vesturs. Hann var hrein- skilinn, reyndi ekki að fegra ástandið og sagði við forsetann: „Þú ættir ekki að segja þetta“, „Það væri betra að þú orðaðir þetta svona“ og „Þetta er ekki rétti tíminn til að tala um þetta mál.“ Ekki var ljóst hvort Poindexter hefði mikil bein áhrif á stefnumót- unina, en hann virtist ekki hafa nógu mikið vald eða myndugleika til að eyða töluverðri óvissu, sem hefur ríkt um stöðu Þjóðaröryggisr- áðsins vegna tíðra mannaskipta. Brzezinski, sem starfaði fyrir Cart- er, sagði um samband Poindexters .og Reagans: “Hann kvaðst hafa verið fullvissaður um að hann fengi aðgang að forsetanum - af Donald Regan. Þessi skilaboð bárust frá Reagan til Regans, en ekki beint frá Reagan til Poindexters, og virð- ast hafa verið yfirlýsing um nákvæmlega sömu óstjórnina og gáleysið og McFarlane þreyttist á.“ Reagan hefur haft þann hátt á að dreifa ábyrgð og völdum meðal undirmanna sinna og það kann að hafa verið undirrót þrálátrar valda- togstreitu, tíðra mannaskipta í Þjóðaröryggisráðinu og skorts á festu og órofnu samhengi í utanrík- isstefnunni. Alls hafa fímm menn veitt Þjóðaröryggisráðinu forstöðu á sex árum. Poindexter og George Shultz ut- anríkisráðherra voru sammála um að svara yrði hryðjuverkastarfsemi Gaddafys Líbýuleiðtoga með hem- aðarlegum ráðum (Caspar Wein- berger landvarnaráðherra var því hins vegar andvigur og lokið var við áætlunina um árásirnar á Líbýu í vor þegar hann var erlendis). Áróðursherferðin gegn Líbýumönn- um, sem hann var höfundur að, varð Bandaríkjamönnum álits- hnekkir þegar í ljós kom hvemig að henni hefði verið staðið og jafn- framt var honum kennt um hik, glundroða og tafir, sem settu svip sinn á Daniloff-málið fyrst í stað. Eins og aðrir ráðunautar forsetans taldi hann að forsetinn ætti að bjóða þinginu byrginn í deilunum um refs- iaðgerðir gegn Suður-Afríku. Poindexter þótti seinn að móta svar við tillögu Mikhail Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, um fækkun kjamorkuvopna í áföngum og var gagnrýndur vegna þess að stjómin þótti fara óhönduglega með þá ák- vörðun sína í maí í vor að virða ekki takmarkanir SALT II. Tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar var aldrei sterkasta hlið Poindexters og hann var sakaður um að hafa ekki varað forsetann við þeirri hættu að láta blekkjast af tillögum Rússa á Reykjavíkurfundinum eins og Kiss- inger og Brzezenski flýttu sér að að gera. Asakanir Þegar fréttir um hergagnasöluna til írans fóru að síast út bámst böndin að Poindexter og samstarfs- mönnum hans og þeir vom sakaðir um að vara Reagan ekki við hætt- um, sem kynnu að leynast. Opin- berlega hélt Donald Regan áfram að standa með undirmanni sínum og kvað hann “heiðarlegan" og frá- bæran.“ Síðan spurðist að Regan væri farinn að gera lítið úr Po- indexter og haft var eftir fýrrver- andi aðstoðarmönnum forsetans að e.t.v. yrði Poindexter rekinn áður en langt um liði. Því var haldið fram að Poindext- er hefði haft mjög óljósa hugmynd um gerðir Norths ofursta, en hann var sakaður um að hafa fengið Reagan til að samþykkja skipti á vopnum og bandarískum gíslum í Líbanon eftir krókaleiðum. North kveðst ekkert hafa gert án vitundar Poindexters. Meese dómsmálaráð- herra sagði að Poindexter hefði vitað hvað North aðhafðist, en ekki spurt hann um einstök atriði og ekki reynt að stöðva hann. Hvað sem því líður er ljóst að Poindexter kom við sögu vopnasölunnar frá byijun. Að sögn McFarlanes sat Po- indexter fund í Hvíta húsinu í ágúst 1985 þegar ákveðið var að ísraels- menn sendu bandarísk vopn til írans og tók niður minnispunkta. McFarlane og William Casey, yfir- maður CIA, höfðu lagt til að reynt yrði að nota hergögn til að afla stuðnings “hófsamra" leiðtoga í ír- an og afstýra hugsanlegri valda- töku kommúnista þegar Khomeini félli frá. Shultz, Weinberger og fleiri í Þjóðaröryggisráðinu voru þessu andvígir. I október átti Po- indexter leynifund með írönskum fulltrúum, sumir segja í Genf, aðrir í Washington. Nokkrum vikum síðar voru bandarísk vopn send til ísraels og þaðan til írans. McFarlane snerist gegn vopna- sölunni, þótt hann hefði hvatt til hennar, og taldi að hætt hefði verið yejtnyur í sköletrutrrii Ertu í 7., 8. eða 9. bekk? Ertu stopp í stærðfræði, mát í málfræði eða farin(n) að kvíða fyrir prófurtum? Kynntu þér NÁMSAÐSTOÐ okkar til að komast aftur á skrið. Smáhópar og eínkakennsla í flestum bóklegum greinum grunnskóla. Bjóðum framhaldsskóla- og háskólanemum einnig aðstoð. 1© LEIÐSOGN SF. • I Mjóddinni, Þangbakka 10, 109 Rvk. S 91-79233 KERFI LÍKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri timar, aðeins fyrir vanar. MEGRUNARFLOKKAR 4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. „_..oe/c j.s.b. Okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar fyrir ungar og hressar. KERFI KERFI RÓLEGIR TÍMAR fyrir.eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. GLEÐILEGT NÝTT ÁR BYRJUM AFTUR 12. JANÚAR Við eigum afmæii! Líkamsrækt JSB óskar nemendum Osínum öllum gleði- legs nýs árs og þakkar öll frábaeru 20 árin. Ps. Afmælísveisla ársins í lok vetrar. LÍKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. AHir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Innritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.