Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 62

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 62
 62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 fclk í fréttum Frá Ára- mótadansleik Ríkissjón- varpsins §«m kunnugt bauð sjón- varpið til áramótadansieiks í veitingahúsinu Broadway á Nýársnóttu. Þar komu margir góðir skemmtikraftar fram, en fyrir dansi lék hljómsveit Glenns heitins Millers. Fremur var fámennt framan af, en fjölgaði þegar seig á nóttina. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá ballinu góða. Krókódíla-Dundee ásamt brosmildum vini. en Glenn 8j endatýndi Morgunblaðið/Einar Falur Meðal þeirra sem fram komu var Bubbi Morthens. Við kennum þér alla almenna dansa, bæði samkvæmisdansa og gömlu dansana. 4 Bamadansar fyrir yngstu kynslóðina. Byrjenda- og framhaldsflokkar. ínnritun fer fram dagana 2.-5 janúar kl. 13-19 í símum 40020 og 46776. Kennsluönnin er 20 vikur, kennsla hefst 5. janúar og önninni lýkur með lokaballi. Til að tryggja góða kennslu er fjöldi nemenda í hverj- um hópi takmarkaður. pjD _ Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, Kópavcgi. Símar 40020 og 46776. Þessi foringi stóð sig vel i fyrra: Christopher Lambert sem Hálendingurinn. 1986 í Hollywood: Ár mikilla breytinga W Ikvikmyndaheiminum á sér stað stanslaus barátta kvikmyndafyrirtækjanna um áhorfendur og eins og á mörgum öðrum sviðum eru áramót notuð til þess að líta um öxl og meta velgengnina — eða hrak- farirnar, allt eftuir tilefninu. Mönnum ber saman um að síðastliðið ár hafi verið ár mikilla breytinga í „bransan- um“. Mikilmenni eins og Cary Grant og James Cagney féllu frá. Kvikmyndaveri MGM var lokað, en það hefur verið starf- rækt frá árinu 1924. Áströlsk gamanmynd reyndist vera mynd ársins, byijað var að lita gamlar svart/hvítar myndir mörgum til mikillar gremju og margt fleira óvænt bar til á þessu ári, sem reyndist vera kvikmynda- iðnaðinum ábátasamt. í bytjun árs var framtíðin hins vegar ekki björt. Aðsókn að kvikmyndahúsum var mjög dræm, hver myndin á fætur annarri kolféll og fólk virtist stunda annað í tóm- stundum sínum. Þetta virtist engan enda ætla að taka og það var ekki fyrr en síðla í júní, sem breytinga varð vart. Þegar að því kom var hagnaðurinn þegar orðinn 150 milljónum Bandaríkjadala minni en 1985 og allt stefndi í óefni. Þá snerist taflið alger- lega við og kvikmyndafurstamir byijuðu að græða á tá og fingri. Að vísu er ekki búið að taka allar tölur saman enn, en allt útlit er fyrir að um annað eða þriðja besta ár kvikmyndaiðnaðarins hafí verið að ræða. Það var Ástralinn Paul Hogan, sem mest kom á óvart á árinu, þegar gamanmynd hans, „Krókódíla-Dundee“ sló eftirminni- lega í gegn. Samkvæmt AP-fréttastofunni hefur engin mynd frumsýnd í Bandaríkjun- um að hausti halað inn jafnmiklar fúlgur, og í blaðinu Screen International kemur fram að viðtökur í Lundúnaborg eru ekki síðri. „Krókódíla-Dundee“ náði þeim áfanga á 75. sýningardegi að ná inn 100 milljón dölum með miðasölu, en aðeins tvær mynd- ir aðrar náðu þeim árangri á árinu, þær „Top Gun“ og „Karate Kid 11“ fyrir ein- hverra hluta sakir. Þetta var gott ár fyrir Paramount-kvik- myndaverið, en það sendi bæði frá sér „Krókódíla-Dundee“ og „Top Gun“, auk „Star Trek IV — The Voyage Home“, sem hefur reynst mjög vinsæl. Með þessar mynd- ir í broddi fylkingar er ljóst að Paramount fær meira en 10% alls gróða kvikmyndafyr- irtækja árið 1986. Þó er tiltölulega nýbyijað að sýna „Krókódíla-Dundee“ og „Star Trek“. Fleiri myndir fengu náð fyrir augum bandarískra áhorfenda og verða þær vafalí- tið flestar sýndar hér fyrr en síðar. Nú um áramótin var það enn ein Paramount- myndin, sem best gekk, en það er myndin „The Golden Child“, en tíu best sóttu mynd- ir í Bandaríkjunum í síðustu viku voru: 1. The Golden Child. (Paramount) 2. Star Trek IV. (Paramount) 3. Three Amigos. (Orion) 4. Litla hryllingsbúðin. (WarnerBros.) 5. Heartbreak Ridge. (Wamer Bros.) 6. Lafðin og flækingurinn. (Disney) 7. Krókódíla-Dundee. (Paramount) 8. No Mercy. (Tri-Star) 9. An American Tail. (Únivérsal) 10. Crimes of The Heart. (DeLaurentiis)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.