Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 4- .. að velja fitandi fæði. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVlSI u É5 V/L HBLPUX LATA/4PAWN SAFhlA -" i- Yfírgengilegt þjónustu- leysi ÁTYR fyrir jólin Reykvíkingur skrifar: Það gengur stundum ekki and- skotalaust að eiga undir högg að sækja í þjónustugreinum hér í höf- uðborginni. Ekki vil ég samt blanda stjórn borgarinnar í þau mál, því flest fer þar allvel fram. En á sviði verslunar og viðskipta, svona yfirleitt, er hörmungarástand í meira lagi. Fyrst er það sú ós- vinna að, ekki skuli mega hafa opnar verslanir um kvöld og helg- ar, og þó einkum um helgar, rétt eins og í öðrum bæjarfélögum. Það er til lítils að vera með ráð- gerðir um að laða hingað hópa fólks á ráðstefnur. Margt af þessu fólki vill nota tímann til verslunar og þá einkum á laugardögum eins og gengur. En því er ekki að heilsa yfir sumartímann og ekki nema til hádegis á vetuma. Og engar úrbæt- ur eru í augsýn. Stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur er sögð vera þar helsti Þrándur í götu. eina af verslunum ÁTVR til að kaupa rauðvínið með steikinni. Ég fór eins og lög gera ráð fyrir í hádegi til að ganga frá þessu. En þegar komið er að hurðinni birtist vörður fyrir innann og segir snúð- ugt: „Hér er lokað í hádeginu“.r öðrum verlsunum sem hafa opið allann daginn? Ég hringdi í aðalskrifstofu ÁTVR og spurðist fyrir um það hvort þetta hefði alltaf verið svona. Mér var svarað að það varað allt þetta ár, a.m.k.. En hvort það hafði veriði lengur við lýði vissi símastúlkan ekki Ég á bágt með að trúa því að hinn ágæti f.v. forstjóri ÁTVR, sem nú er látinn, hafi haft þennann hátt á. En nýjir siðir fylgja nýjum herrum og þjónusta á greinilega ekki upp á pallborðið hjá þeim öll- um. Á þeim tíma sem hvað mest er að gera hjá þessari ríkisstofnun ætti þjónustan ætti að vera sem liðlegust og því opið í hádeginu. Ekki veitti nú af! Eftir þessa reynslu og raunar aðra verri frá þessari stofnun stuð ég heilshugar tillögu þá sem Bessí Johannsdóttir lagði fram á Alþingi nú nýlega um að leggja ÁTVR nið- ur og koma þjónustunni í hendur einkaaðila. Þetta fyrirtæki er ekki lengur í takt í tímann. Bréfritari telur að ÁTVR sé ekki lengur í takt við tímann og að leggja beri niður fyrirtækið og koma þjónustunni í hendur einkaað- ila. Víkverji skrifar Einhver hjá Ferðamálaráði sagði fyrir skemmstu að ríkið sniði því svo þröngan stakk með nýju fjárlögunum að það færi að verða sjálfgert að leggja þessa starfsemi niður. Ef Víkverja misminnir ekki, átti samt einmitt núna að vera kjör- ið tækifæri til þess að sópa hingað erlendum ferðagörpum í kjölfar þess fræga leiðtogafundar og öllu því flóði ókeypis auglýsinga um land og þjóð sem þá var dengt yfir heimsbyggðina. ísland var loksins „komið á kortið" sögðu menn mal- andi af ánægju. Ilit ef við getum nú ekki gengið á lagið af einskærum blankheitum eins og það heitir stundum. Annars er ferðamannabransinn kyndug kind og verður sífellt kynd- ugri. Osviknar svaðilfarir gerast til dæmis æ vinsælli: menn eru reiðu- búnir að borga umtalsverðar fy'ár- hæðir fyrir þau forréttindi að fá að skramlast á torfærubílum yfir brennheitar eyðimerkur, leika inn- fædda innanum snákana í regn- skógum Suður-Ameríku, flengjast um auðnir Alaska tvöfaldir undir níðþungum viðlegubúnaði. „Heitum þér striti og vosbúð", gæti næstum verið slagorð þeirra ferðaskrifstofa sem sérhæfa sig í reisum af þessu tagi. xxx Nú hefur Ken nokkrum Rose- bery, sem er 27 ára gamall ástralskur ferðagarpur, hugkvæmst enn ein útgáfan af þessurp basl- og puðferðum og hyggst efna til „fangaferðar" til Ástralíu. Tilefnið er það að í sumar verða liðin 200 ár síðan Bretar fluttu fyrstu refsi- fangana til álfunnar og stofnuðu þar alræmda fanganýlendu. Um 750 fangar af báðum kynjum voru þá færðir í jámum um borð í ellefu skip og þjappað saman í lestum þeirra. Þegar talið var upp úr þeim að ferðalokum reyndust 717 hafa þraukað. Hinar rásigldu fleytur, sem Ken ætlar að nota, verða sömu stærðar og sama útlits og upprunalegu fangaskipin, en munu samt luma á skrúfu og vél sem hægt verður að grípa til ef í nauðirnar rekur. xxx Hinn framtakssami Ástralíu- maður er allt um það undrandi yfir því hve hugmynd hans hefur fengið góðar undirtektir. „Hver hefði trúað því fyrir 200 árum,“ sagði hann í blaðaviðtali á dögun- um, „að menn vildu borga fyrir það beinharða peninga að fá að lifa við þrengingar í allt að átta mánuði samfleytt.“ Ferðinni verður skipt í sjö áfanga og fargjaldið fyrir þann stysta og ódýrasta verður sem svarar 46.000 íslenskum krónum en þann dýrasta 220 þúsundum. Öll ferðin til Sydney er hinsvegar verðlögð á litlar 850 þúsundir. Sem fyrr segir átti kvenþjóðin sína fulltrúa í skipunum sem sigldu þessa leið fyrir tveimur öldum. Sjö- undi hver þrælkunarfangi, sem hýrðist í lestunum, var kvenkyns samkvæmt „farmskírteinum". Ken var spurður í fyrrgreindu blaðavið- tali hvort hann ætti von á því að hlutfallið yrði eitthvað svipað að þessu sinni. Hann kvaðst fullviss um að kvenhjörðin yrði jafnvel stærri, enda gerðist kvenfólkið nú svo sjálfstætt að það kærði sig koll- ótt um hvað mönnum fyndist um athæfi þess og uppátæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.