Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987
Bæjarskrifstofurnar eru á efri hæðinni á Austurvegi 10. Morgunbiaðið/SigurðurJonsson starfsfólk bæjarskrifstofunnar ásamt bæjarstjóra.
Selfoss:
Bæjarskrif-
stofurnar
í nýtt
húsnæði
Selfossi.
Bæjarskrifstofurnar á Selfossi
voru fluttar i nýtt húsnæði um
siðastliðna helgi, frá Eyravegi 8
að Austurvegi 10. Skrifstofurnar
eru þar á annarri hæð ásamt
tæknideild bæjarins.
Skrifstofur félagsmálastofnunar
verða síðan fluttar úr Tryggvaskála'
í húsnæðið á Eyravegi 8.
Þessi flutningur bæjarskrifstof-
anna leysir til bráðabirgða hús-
næðismál skrifstofa bæjarins en
heilbrigðisyfirvöld gerðu athuga-
semd við húsnæði félagsmálastofn-.
unar í Tryggvaskála. Að sögn
bæjarstjóra er stefnt að því að allar
skrifstofur bæjarins verði undir
sama þaki.
Sig.Jóns.
Fjarstýrð
neðansjávar-
myndavél tekin
ínotkun
Nokkrir einstaklingar í
Reykjavik hafa fest kaup á
nýrri gerð af neðansjávar-
myndafél, af gerðinni Phan-
tom HD. Vélin er rafknúin og
fjarstýrð, búin griparmi og
getur hún kafað á allt að 300
metra dýpi. Einn eigandanna,
Stefán Hjartarson, fór til
Bandaríkjanna til að kynna
sér vélina nánar, og hefur
hann nú umboð fyrir Phan-
tom neðansjávarmyndavélar
á Norðurlöndum og Græn-
landi.
Ford Escort hefur verið einn vinsætasti og mest seldi bíilinn
hér á landi undanfarin 13 ár. Vinsældir Escortsins byggjast
ekki síst á hagkvæmum akstri og einstaklega
háu endursöluverði. Escortinn er framdrifinn, búinn aflmiklum
en spameytnum vélum, fyrsta flokks fjöðrun og stýrisbúnaði.
Hann er ekki síst rúmgóður fjölskyldubfll sem rúmar alla
fjölskylduna auk mikils farangurs.
Verö frá kr.
Ford Escort - framdrifinn þyskur gæðabfll
396.000
ötýpd-
SVEINN EGILSSON HF,
Skeifunni 17, Sími 685100.
»a •«uy Ayd