Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 11
0* 11 ____ MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987__ Metsölutímaritið er komið út ■. - ■ _■ > „Ég var valinn" nefnist einstakt viðtal Mannlífs við Einar Jónsson á Einarsstöðum, frægasta læknamiðil íslendinga, sem á þrjátíu ára ferli hjálpaði tugþúsundum manna um allan heim. Viðtal þetta er hið síðasta sem tekið var við Einar á Einarsstöðum. Það fór fram rúmum mánuði fyrir andlát hans í síðustu viku, en birt- ist nú með samþykki aðstandenda. Jafnframt ræðir Mannlíf við tvo aðra læknamiðla, þau Guðmund Mýrdal og Unni Guöjónsdóttur, sem nú halda áfram því starfi að vera tengiliðir fram- liðinna lækna og lifandi sjúklinga. Sýning sænska þjóðleikhússins á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness í söngleiksgerð Hans Alfredson hefur vakið mikla forvitni hérlendis. í viðtölum við Mannlff segja höfundur leik- gerðarinnar Hans Alfredson og aðalleikonan Lena Nyman, sem flestir þekkja fyrir leik sinn í hinum „djörfu" myndum Ég er forvitin gul og blá, frá verkinu og sjálfum sér. Þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta er komin í fremstu röð kvikmyndagerðar- manna í heiminum. í einkaviötali við Mannlíf segir hún frá ást sinni á kvikmyndum, körlum, konum, — og íslandi. „Góðæri" er hugtak sem hent hefur verið á lofti í stjórnmálaumræðu vetrar- ins og verður án efa áberandi í þeirri kosningabaráttu sem nú fer í hönd. í fróðlegri grein, sem nefnist Draumar faraós fjallar Sigurður Snævarr, hag- fræðingur á Þjóðhagsstofnun, um þetta hugtak og spáir í það hvort unnt sé og æskilegt að hafa stjórn á „góðæri" til frambúðar. Erótík er stundum ruglað saman við klám. Nakinn líkama er unnt að túlka í mynd á fjölmargan hátt. Á Ijósmyndasíðum glímir annar af Ijósmyndurum Mannlífs, Gunnar Gunnarsson, við það viðkvæma Ijósmyndaform sem erótískar myndir eru og við birtum myndir hans af fyrirsætunum Dröfn Jóns- dóttur, Nanette, Hrafni Friðbjörns- syni og Vilborgu Halldórsdóttur, ásamt Ijóðum sem eitt af yngri Ijóðskáldunum, Bragi Ólafsson orti við þær. VERÐ kr. 299 tínkQviótö! Mq nnlffs Hcins Alfredsön tsna Nyman’ Margarethe von Trofta Spáð í góðœrið Mk í Ijósmyndum Sfuðmaðurinn sem hvarf Allir kannast við hljómsveitirnar Spilverk þjóðanna og Stuðmenn, sem báðar eru mikilvægar stærðir í íslensku popptónlist- arlífi. Sigurður Bjóla var lykilmaður í báðum þessum sveitum á sínum tíma, einkum þeirri fyrrnefndu, en fyrir allmörgum árum dró hann sig út úr sviðsljósinu. I skemmti- legu viðtali rifjar Sigurður Bjóla upp gamla tíma og rýnir í nýja. Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í íslenskum stjórnmálum í vetur en þeir atburðir sem leiddu til þess að Stefán Benediktsson, alþingismaður, ákvað að hætta við þátttöku í prófkjöri Alþýöu- flokksins í Reykjavík og draga sig í hlé frá stjórnmálum. í viðtali viö Mannlíf, sem án efa á eftir að verða mikiö umtal- að gerir, Stefán Benediktsson upp stjórn- málaferil sinn og Bandalags jafnaðar- manna, hreyfingarinnar sem Vilmundur Gylfason stofnaði og leystist smám sam- an upp á einu kjörtímabili. Hann fjallar um brottför sína úr stjórnmálunum sem telja verður pólitíska aftöku sem á sér engin fordæmi á íslandi. MeAal fjölmargs annars efnls: Forvitnileg grein um vanda íslenska dómkerfisins og Hæstarétt íslands, sem undanfarið hefur æ meir verið kallaður til að skipa „dóm- nefndir" í pólitískum hitamálum og umdeilt hefur orðið; sagt er frá vinsælustu leiksýningunni i London, Les Liai- sones Dangereuses og aðalleikarinn, Alan Rickman, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum um the Barchester Chronicles, segir Mannlifi frá lífi sinu og list; grein er um nýlegan landvinning kvenna á vinnu- markaönum, þar sem eru kvenleigubílstjórar og fjallað um þróunina í hasarblaöasögum og rætt við Alan Moore, höfund hasarblaðasagna. Mannlít\ metsölutímarit. Áskriftarsími: 91-687474.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.