Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987
Sineraría — Sólbrúður
Hann er fjölskrúðugur sá stóri
skari plantna sem skartað hefur
sem stofublóm frá því fyrst var
horfið að því að bera blóm inn á
heimili til ræktunar til þess að
lífga upp á vistarverur fólks og
bæta mannlífið. Gróflega má
skipta stofublómum í tvo megin-
hópa: annars vegar þær plöntur
sem fyrst og fremst eru ræktaðar
til þess að bera sem mest og feg-
urst blómskrúð en hins vegar þær
plöntur sem gjaman eru nefndar
„blaðplöntur".
Tegundir stofublóma sem vilj-
ugar eru til blómgunar hafa
margar hverjar tímabundinn
blómgunartíma. Tíðum er það
daglengd sem hér orkar á ellegar
ákveðin tengsl milli daglengdar
og hitastigs. Framboð blómaversl-
BLÓM
VIKUNNAR
42
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
ana gefur einmitt oftast vísbend-
ingu um áðumefnd atriði.
Suður á Kanaríeyjum, þar sem
margur landinn hefur haft ánægju
af að njóta sumarblíðu að vetri
til, er ættbyggð ýmissa plantna
sem hlotið hafa það hnoss að
verða varanlegir heimilisvinir
margra blómaunnenda. Eitt slíkt
stofublóm er sólbrúður sem á fag-
máli nefnist ýmist Senecio hybrid-
us eða S. cruentus, allt eftir því
hvort slegið er upp í nýjum blóma-
bókum eða eldri. Sólbrúður gegnir
einnig heitinu Cineraria.
Sagt er að enskur garðyrkju-
maður að nafni Francis Mason
hafi fyrstur manna flutt sólbrúði
til Evrópu fyrir röskum 200 árum.
Síðan leið nær hálf öld uns henn-
ar tók markvert að gæta sem
stofublóms. Smám saman komst
hún inn í raðir sígildra blóma-
plantna enda getur blómgunar-
skeið hennar verið frá því síðla
vetrar og allt til síðsumars. Kyn-
bætur hafa átt stóran þátt í
vinsældum sólbrúðar og sú gerð
hennar sem nú er á markaði hef-
ur fjarlægst mikið hinar villtu
formæður.
Sólbrúður er fjölær jurt, körfu-
blómaættar, með stórum þétt-
stæðum köntóttum blöðum sem
eru nokkuð hærð og geta stundum
verið dálítið rauð- eða bláleit á
neðra borði. Biómstönglar eru
þéttsetnir körfublómum svipuðum
að gerð og á baldursbrá. Eru jað-
arblómin í mjög skærum litum,
ýmist blá, fjólublá, hvít, bleik,
rauð eða tvílit, stundum ofkiýnd.
Lögð hefur verið áhersla á að
rækta mjög lágvaxin og þétt af-
brigði, sem sjaldan verða hærri
en 20—25 sm. Sólbrúður er vissu-
lega mjög skrautleg vorperla. Sem
stofublóm er hún frek á birtu og
vatn. Sérstaklega þarf að líta vel
eftir henni með raka ella geta
blómin visnað snögglega. Tíð
vatnsúðun er henni og kærkomin.
Blómgunartími sólbrúðar lengist
mikið sé hún látin standa á frem-
ur svölum stað.
Yfirieitt borgar sig ekki að
halda í sólbrúði að blómgun lo-
kinni en það má reyna að yngja
hana upp með hliðarsprotum sem
þá eru notaðir sem græðlingar. í
gróðrarstöðvum er hins vegar
ætíð sáð til hennar.
Ó.V.H.
Brids
Arnór Ragnarsson
Úrslitakeppni í íslands-
mótum í kvennaflokki
og yngri spilara
Úrslitakeppni í íslandsmótum í
sveitakeppni í kvennaflokki og
flokki yngri spilara, f. ’62 og síðar,
verður spiluð í Sigtúni um þessa
helgi. Til úrslita keppa í kvenna-
flokki sveit Aldísar Schram gegn
sveit Estherar Jakobsdóttur, báðar
frá Reykjavík, og hinsvegar sveitir
Soffíu Guðmundsdóttur frá Akur-
eyri/Siglufirði gegn Öldu Hansen
frá Reykjavík.
í yngri flokki eigast við sveitir
Ingvalds Gústafssonar úr Kópavogi
gegn sveit Ágústs Sigurðssonar úr
Hafnarfirði og hinsvegar sveitir
Hótel Borgar, Reykjavík, gegn
Álfasteini hf. af Austurlandi (m.a.
Vopnafirði).
Spilamennska hefst kl. 13 á laug-
ardag og verða þá spiluð 32 spil.
Sigurvegarar í ofangreindum leikj-
um spila síðan til úrslita á sunnu-
dag, einnig 32 spil. Einnig verður
spilað um 3. sætið í báðum flokk-
um. Keppnisstjóri verður Hermann
Lárusson.
Nv. Islandsmeistarar eru í
kvennaflokki sveit Estherar Jakobs-
dóttur og í yngri flokki sveit
Ragnars Magnússonar, Reykjavík.
Bridsfélag kvenna
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
kvenna lauk með sigri sveitar Guð-
rúnar Bergsdóttur. Með Guðrúnu
voru: Steinunn Snorradóttir, Þor-
gerður Þórarinsdóttir, Vigdís
Guðjónsdóttir og Petrína Færseth.
Allt spilarar um margra ára skeið
hjá félaginu.
Röð efstu sveita varð þessi:
Sveit Guðrúnar Bergs 310
Sveit Öldu Hansen 287
Sveit Gunnþórunnar Erlingsd. 278
Svein Aldísar Schram 275
Sveit Önnu Lúðvíksdóttur 263
Sveit Guðrúnar Halldórsson 254
Sveit Höllu Ólafsdóttur 254
Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 253
Sveit Lovísu Eyþórsdóttur 252
Sveit Gerðar ísberg 221
Á mánudaginn kemur hefst svo
hin árvissa parakeppni hjá Brids-
félagi kvenna (kona og maður spila
saman). Ennþá er hægt að bæta
við keppendum og er skráning hjá
þeim Áldísi Schram í s: 15043 og
Margréti Margeirsdóttur í s: 21865.
Vakin er sérstök athygli á að öllum
er heimil þátttaka meðan húsrúm
leyfir. Spilað er í nýju húsnæði
Bridssambandsins í Sigtúni 9
(gengið inn að austan). Keppnis-
stjóri er Agnar Jörgensson.
Frá Bridssambandi
Norðurlands
Dregið hefur verið í undanrásum
bikarkeppni Bridssambandanna á
Norðurlandi. Þá mætast sveitir:
Byggir á Akureyri gegn sveit Val-
týs Jónassonar frá Siglufirði og
sveitir Steinars Jónssonar frá Siglu-
fírði gegn frænda/föðurliði í sveit
Ásgríms Sigurbjömssonar frá
Siglufirði. Þær sveitir sem sigra svo
í þessum leikjum spila síðan til úr-
slita.
Bikarkeppni
Reykjavíkur
Dregið hefur verið í 3 sveita úr-
slitum (2. umferð) í bikarkeppni
Bridssambands Reykjavíkur. Eftir-
taldar sveitir eigast við:
Pólaris/Aðalsteinn Jörgensen gegn
Sigfúsi Emi/Þórði Sigfússyni.
Sigmundur Stefánsson gegn Atl-
antik/Guðm. Þorkelssyni.
Samvinnuferðir gegn Jóh./Sigurði
Steingrímssyni.
Delta gegn Elínu J. Ólafsdóttur.
Leikjum í 2. umferð skal vera
lokið fyrir helgina 11,—12. apríl nk.
Fyrirliðar em vinsamlegast beðnir
um að skila inn stigaskýrslum fyrir
1. umferð, þ.e. þeir sem fá stig út
úr leikjunum.
Bridsfélag' Breiðholts
Að loknum 9 umferðum í baro-
meterkeppni félagsins er staða
efstu para þessi:
Stefán Oddsson
— Ragnar Ragnarsson 100
Baldur Bjartmarsson
— Gunnlaugur Guðjónsson 96
Sigurður Kristjánsson
— Eiríkur Sigurðsson 90
Anton R. punnarsson
— Baldur Ámason 69
Magnús Oddsson
— Lilja Guðnadóttir 60
Rafn Kristjánsson
— Þorsteinn Kristjánsson 53
Næsta þriðjudag heldur keppnin
áfram. Spilað er í Gerðubergi kl.
19.30 stundvíslega.
Fyllt paprika
HEIMILISHORN
Bergljót Ingólfsdóttir
Fyrr á c'.dum, þegar spánskir og
portúgalskir sæfarendur vom á ferð
í Suður-Ameríku, sáu þeir innfædda
setja mjög bragðsterkan ávöxt í
mat sinn, þetta var „chili“-pipar,
eitt af paprikuafbrigðunum. En þó
Evrópumenn hafí þama komist í
kynni við áður óþekkta piparávexti
tók það langan tíma að innleiða þá
í matargerð á Vesturlöndum. Nú
er þó svo komið að paprika er á
borðum manna um ailan heim, er
það vel — paprika er rík af bæti-
efnum, nánar tiltekið: A-, C-, og
E-vítamínum. Mönnum þykir nú
paprikan nær ómissandi í græn-
metissalatið, í samansoðnum rétt-
um, til skrauts og bragðbætis á
smurt brauð og svo má lengi telja.
En papriku er einnig hægt að hafa
í aðalrétt, fyllta með kjöti, græn-
meti eða hrísgijónum, eða sem
meðlæti með öðru. Paprika er dýr
á íslandi, því miður, eins og flest
grænmeti og ávextir og seint virð-
ist ætla að rofa til í þeim efnum.
Fyllt paprika með
hrísgrjónum
6 meðalstórar paprikur
2 matsk. olía
IV2 dl vatn
2 matsk. tómatþykkni
1 tsk. sykur.
Hrísgrj ónafyllingin
2 meðalstórir laukar
4 matsk. olífuolía,
200 gr hrísgijón
>/2 1 soð (súputen. og vatn)
1 matsk. tómatþykkni
100 gr steinlausar rúsínur eða kúr-
enur,
salt og pipar.
Lok skorið af paprikunni, kjam-
inn tekinn úr, skoluð úr köldu vatni
og þerruð. Laukurinn skorinn í
sneiðar og brúnaður í olíu á pönnu
hrísgijónum bætt út á og látið
malla smá stund áður en soði og
tómatþykkni er hellt yfír, rúsínur
settar út á og kryddað með salti
og pipar. Látið sjóða í ca. 20 mín.
eða þar til hrísgijónin eru orðin
meyr og allur vökvi horfínn.
Fyllingunni er skipt niður í papr-
ikumar, þær settar í ofnfast fat,
olía, vatn, tómatþykkni og sykur
hrært saman og hellt yfír paprik-
umar. Álpappír settur yfír, fatið
sett í miðjan ofninn og bakað í
35-40 mín. við 180°C. Borið fram
heitt eða kalt sem meðlæti með
öðru. Ef paprikan er borin fram
köld er hún látin kólna í vökvanum
í fatinu.
Fyllt græn eða
rauð paprika
4 stórar paprikur,
1 laukur
1 matsk. olía
1 tsk. basil
salt og pipar
marið hvítlauksrif eða hvítlauksduft
1 egg
1 dl rifínn ostur
1 dós tómatsafí ('A-dós)
salt og pipar
Lok skorið af paprikunni, kjarn-
inn tekinn úr. Laukurinn skorinn í
sneiðar og brytjaður, brúnaður í
olíu, kjöti og kryddi bætt á, látið
malla í ca. 5 mín. Þá er potturinn
tekinn af hellunni og saman við
kjötið er hrært eggi og osti, bragð-
bætt að smekk og kjötinu deilt niður
á paprikumar. Sett í ofnfast fat,
tómatsafa hellt yfír og bakað í ofni
í ca. 20 mín. við 200-225°C. Það
er hægt að laga fyllinguna og
geyma í kæliskáp til að flýta fyrir
matseld og setja svo í ofninn rétt
fyrir neyslu. Grænmetissalat og
gott brauð borið með.
Fyjit paprika
með grænmeti
4 meðalstórar paprikur
4 meðalstórar kartöflur
2 matsk. olía
250 gr grænmeti, ferskt, fryst eða
niðurskorið
‘/2 sítróna
salt og pipar
1 dl hrein jógúrt eða sýrður ijómi
50 gr. rifínn ostur
Lok er skorið af paprikunni,
kjaminn ijarlægður. Kartöflumar
afhýddar hráar, skomar í litla bita
og settar í olíu í potti, látnar mýkj-
ast. Ef notað er ferskt grænmeti
þarf að skera það í mjög litla bita
og láta malla með kartöflunum.
Þetta er svo kryddað með salti og
pipar, sítrónusafa dreypt á og fyil-
ingin sett í paprikumar. Matskeið
af jógurt eða sýrðum rjóma sett
ofan á, osti stráð yfír og bakað í
ofni í 15-20 mín við 200°C. Borið
fram heitt með brauði eða sem
meðlæti með öðm.