Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Kvenfélagið Hringur- inn í Hafnarfirði 75 ára Morpunbladid/Jón Gunnlaugsson Forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi afliendir formanni íþróttabandalagfs Akraness, Magnúsi Oddssyni, hina veglegu peninga- gjöf. ÍKÓttabandalagAkraness: . KrfstnÍboðS- Kiwamsklubburinn M , 41 Þyriii gaf 200 þús. vika a Akranesi Akranesi. ÍÞRÓTTABANDALAGI Akra- ness barst höfðingleg gjöf frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akra- nesi sem fulltrúar frá klúbbnum afhentu á síðari þingdegi árs- þingfs bandalagsins. Gjöfin sem er kr. 200.000 er ætluð til byggingar íþróttahúss á Jaðarsbökkum en bandalagið hefur ráðist í þá miklu framkvæmd að reisa þar íþróttahús af löglegri stærð. Það var Eiríkur Heivarsson forseti Kiwanisklúbbsins sem af- henti gjöfina og sagði við það tækifæri að með gjöfinni vildu þeir klúbbfélagar reyna að létta örlítið undir með forráðamönnum IA við þessa miklu byggingu auk þess sem þeir vildu sýna hug sinn í verki. Magnús Oddsson formaður IA tók við gjöfinni og þakkaði þeim Þyrils- mönnum fyrir höfðinglega gjöf sem Félag íslenskra fræða: Boðar verkfall Ríkisstarfsmenn í Félagi íslenskra fræða hafa boðað til verkfalls frá og með 23. mars nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla um verkfalls- boðun fór fram á fimmtudag. Á kjörskrá voru 33, en 29 greiddu atkvæði. Þar af voru 21 fylgjandi verkfallsboðun, 6 voru á móti og 2 seðlar voru auðir. Ef til boðaðs verkfalls kemur hinn 23. mars mun það raska starfsemi Landsbóka- safns, Þjóðskjalasafns og Þjóð- minjasafns. Aðalfundur Kaupmanna- samtakanna haldinn í Hveragerði AÐALFUNDUR Kaupmanna- samtakanna verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerðj í dag. Fundurinn hefst kl. 10. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar og önnur mál. Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra ávarp- ar fundinn og svarar fyrirspumum. kæmi sér mjög vel fyrir Iþrótta- bandalag Akraness. Byggingu íþróttahúss ÍA miðar vel áfram og er nú búið að loka göflum þess og gera allt tilbúið til að setja þakklæðingu á húsið. Standa vonir til að með vorinu verði búið að loka húsinu að fullu að utan og verður þá næsta skref að steypa gólf. Þeir bjartsýnustu spá því að húsið verði að einhveijum hluta tekið í notkun í lok þessa árs, þó til þess þurfi töluvert mikið áræði og dugnað. - JG Sjúkraþjálf arar hjá ríkinu: Boða verk- fall 19. mars SJÚKRAÞJÁLFARAR, sem starfa hjá ríkinu, hafa boðað verkfall frá og með fimmtudeg- inum 19. mars. Félagar greiddu atkvæði um verkfallsboðunina dagana 27. feb- rúar til 2. mars. 22 voru á kjörskrá, atkvæði greiddu 19 og reyndust 18 vera með verkfallsboðun, en einn seðill var auður. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði er eitt elsta kvenfé- lag bæjarins og hefur starfað óslitið frá stofndegi, sem var 7. mars 1912, og er því 75 ára í dag 7. mars. Aðalhvatamaður að þessu félagi var frú Helga Benediktsdóttir Gröndal, eiginkona Þórðar Edilons- sonar héraðslæknis. Á heimili læknishjónanna á Strandgötu 29 var félagið stofnað af 20 konum, Kristniboðsvinir á Akranesi efna til samkomuviku í Akraneskirkju dagana 8.—15. mars. Verða haldn- ar almennar samkomur i kirkjunni þessa viku og hefjast þær kl. 20.30. Ræðumenn verða m.a. fjórir sem dvalist hafa við störf í Afríku. Þá verður einsöngur, tvísöngur og kórsöngur og almennur söngur. Seinni sunnudaginn verður ekki kvöldsamkoma en Skúli Svavars- son, formaður Kristniboðssam- bandsins, mun stíga i stólinn í guðsþjónustu kl. 14.00. Sóknar- presturinn, sr. Björn Jónsson, þjónar fyrir altari. Á fyrstu samkomunni sunnudaginn 8. mars flytur sr. Björn Jónsson ávari>. Sagðar verða fréttir frá kristni- boði íslendinga í Afríku. Skúli Svavarsson flytur hugvekju og Guðr- ún Ellertsdóttir syngur einsöng. Rætt verður um hvort kristniboðar raski menningu þjóðanna sem þeir vinna á meðal, á mánudagskvöldið. Ragnar Gunnarsson sem starfað hef- ur hjá Pókotþjóðflokknum í Kenýu talar og sýnir myndir frá Cheparería, kristniboðsstöð Islendinga þar suður frá. Ein íslensk hjón eru nú að störfum hjá Pókotmönnum í Kenýu. Þar hefur m.a. verið komið upp fimm barnaskól- um fyrir styrktarfé frá Hjálparstofnun íslensku kirkjunnar, auk þess sem unnið er að kirkjulegu starfi. Kristnir söfnuðir hafa myndast á fjórum stöð- um á starfssvæði Islendinga. Nú er liðið nokkuð á annan áratug síðan komúnistar gerðu byltingu í sem nú eioi allar látnar. Frú Helga var fyrsti formaður félagsins. Auk Helgu hafa gegnt formennsku í félaginu, frú Lína Kampman, frú Rannveig Vigfúsdóttir, frú Ingileif Sigurðardóttir, frú Guðbjörg Krist- jánsdóttir, frú Kristín Kristjáns- dóttir, frú Sjöfn Magnúsdóttir, frú Ásthildur Magnúsdóttir og frú Þórdís Albertsson. Núverandi for- maður er frú Hulda Sigurðardóttir, en auk hennar eru í stjórn Þóra Eþíópíu. Margir kristniboðar starfa þó enn i landinu, er. í seinni tíð hefur þeim reynst æ erfiðara að fá atvinnu- leyfi. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika sem kristnir menn búa við eru kirkjur víða vel sóttar — þar sem leyft er að halda guðsþjónustur. Þannig eru t.d. kirkjur mótmælenda í Addis Abeba jafnan troðfullar á sunnudögum. Á síðastliðnu ári voru skírðir tæplega 60 þúsund manns í þeirri kirkju. — Tvenn íslensk kristniboðshjón eru nú í Eþíópíu, önnur í Konsó, hin í Avasa. Eins og fyrr segir hefjast samkom- urnar í Akraneskirkju kl. 20.30. Tekið verður við fijálsum framlögum til kristniboðsstarfsins. Allir eru vel- komnir. Magnúsdóttir, Rósa Arnmarsdóttir, Stefanía Sveinbjörnsdóttir og Elín Kristbergsdóttir. Frá upphafi hafa Hríngskonur unnið að ýmiss konar líknarstarf- semi, má þar nefna aðstoð við heimili sem áttu við erfiðleika að búa vegna berklaveikinnar sem heijaði þá á Hafnfirðinga eins og aðra landsmenn. Einnig styrkti félagið fátæk og veikluð börn í Hafnarfirði til sum- ardvalar í sveit. Nú síðari árin hefur félagið unnið að ýmsum líknarmál- um við aldraða og sjúka. Og í bókfærðum fundargjörðum félags- ins má sjá, að velferð hafnfírskra bama er ætíð efst á blaði hjá Hringskonum. I gegnum árin hefur félagið aflað tekna með merkjasölu, einnig bas- ar, sem konurnar hafa vandað mjög til. Einnig hefur félagið haft tekjur af minningarkortum. Hringskonur hafa lagt ýmsum góðum málum lið t.d. Sólvangi og Hrafnistu í Hafnarfirði. Einnig hafa þær styrkt St. Jósefsspítala með myndarlegum framlögum. Þess má geta að í gegnum tíðina hafa margir sýnt félaginu hlýhug og stórhug, t.d. hefur félagið verið arfleitt að dánarbúi. í tilefni af þessum merku tíma- mótum, ætlar félagið að efna til afmælishófs í Skútunni 8. mars nk. (Úr fréttatilkynningu) Haf narfj örður: Vitni ósk- ast að slysi LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal af konu sem ætla má að hafi séð þeg- ar slys varð við Kaplakrika þriðjudaginn 24. febrúar sl. Slysið varð um kl. 15 þennan dag. Tíu ára drengur varð fyrir bíl er hann hjólaði yfir gang- braut sem þarna er. Ökumaður bílsins kveðst hafa rætt við konu á vettvangi eftir slysið, en hon- um láðist að spytja hana nafns. Kona þessi er beðin um að hafa samband við rannsóknarlögregl- una í Hafnarfirði. Amnesty International: Herferð gegn dauðarefs- ingnm í Bandaríkjunum Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hafið herferð gegn dauðarefsingum í Bandaríkjunum. I frétt frá íslandsdeild samtakanna segir, að framkvæmd dauðarefsinga í Bandaríkjunum virðist vera handahófs- kennd, mótuð af kynþáttafordómum og brjóta freklega I bága við alþjóðlega samninga, sem Bandaríkin eru aðili að. Á síðustu þremur árum hafi 57 manns verið teknir af lífi þar, miðað við 11 manns næstu 7 ár á undan. Enn fleiri, eða 1838 manns, bíði þannig dauða síns, ýmist í rafmagnsstól, gasklefa, fýrir eitursprautu, í gálga, eða þess að verða skotnir, en þetta séu þær aftökuaðferðir sem beitt er samkvæmt lögum í hinum ýmsu ríkjum. Samtökin segja að meðal þess fólks, sem þannig bíði dauða síns, sé geðveikt fólk og vangaefið. Einnig fangar sem voru yngri en 18 ára, þegar brotin voru framin, sem þeir eru dæmdir fyrir. I frétt- inni segir að alþjóðlegur sáttmáli um borgaraleg og pólitísk rétt- indi,svo og ameríski mannrétt- indasáttmáLnn, banni dauðarefs- ingu ungmenna, en bandarísk stjómvöld undirrituðu báða þessa sáttmála 1977. Tvö ungmenni voru tekin af lífi í Bandaríkjunum árið 1986 og 30, sem hloið hafa dauðadóm, bíða aftöku. Þar af em 4 sem vom yngri en 15 ára þegar brot þeirra vom framin. Ennfremur segir í frétt samtakanna að meiri líkur séu á, að svartir sakbomingar, sem myrt hafi hvíta menn séu teknir af lífí en í öðmm tilvikum. Það sé hinsvegar svo til óþekkt, að hvítir sem myrði svarta séu dæmdir til dauða og 40 af hundr- aði þeirra sem bíða dauða síns í Bandaríkjunum em svertingjar. Herferðin, gegn dauðarefsing- um í Bandaríkjunum, hófst með útgáfu ýtarlegrar skýrslu frá Amnesty Ingemational, þar sem greint er frá þróun þessara mála, eftir að dauðarefsingar vom aftur teknar upp í Bandaríkjunum, árið 1976, eftir að hafa legið niðri í 9 ár. Af 50 ríkjum Bandaríkjanna hafa aðeins 37 dauðarefsingu í Iögum sínum. Fólk hefur verið tekið af lífii í 12 þeirra síðan 1976 og fangar bíða dauða síns í 21 ríki. Skýrslan segir, að tilviljun ein ráði oft, hvaða sakbomingar hljóti dauðadóm og komi þar til geð- þótti saksóknara, kviðdómenda og dómara. Ennfremur segir í skýrsl- unni að margir saksóknarar séu tregir til að krefjast dauðarefs- inga, en aðrir geri það í tíma og ótíma. Amnesty Intemational berst gegn dauðarefsingum, þar sem þær ganga þvert á rétt fólks til lífs. Þær bijóta einnig þann rétt fanga, að þeir skuli ekki þurfa að sæta grimmilegum refsingum, ómannúðlegum og auðmýkjandi. Samtökin hvetja stjórnvöld allra landa til að kanna þann vitnisburð sem sýnir, að dauðarefsingar hafa engin fyrirbyggjandi áhrif, heldur leiði þær til vaxandi grimmdar og ofbeldis og fyrirlitningar á manns- lífum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.