Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 25 Félagsbundir sjálfstæðimenn 24.000 alls Næsti landsfundur á Akureyri? ALMENN sj álf stæðisf élög eru í dag 90. Félög ungra sjálfstæðismanna eru 23, fé- lög sjálfstæðiskvenna eru 17 og félög sjálfstæðislaunþega eru 7 og félögin því alls 137. Fulltrúaráðin er 34 og 8 kjör- dæmisráð. Félagsbundnir í félögum sjálfstæðismanna um allt land munu því vera um 24.000, þar af 11.400 í Reykjavík. Þessar upplýsing- ar komu meðal annars fram í skýrslu Kjartans Gunnars- son, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi flokksins á föstudag. í umræðum um skýrsluna kom fram tillaga um að næsti landsfundur Sjálfstæðis- flokksins yrði haldinn á Akureyri. Kjartan Gunnarsson rakti starfsemi flokksins frá síðasta landsfundi mjög ítarlega og kom víða við. Nokkrar umræður urðu að lokinn skýrslu hans. Guðjón Hansson sagði sér ekki líka flokksstarfíð fyllilega. Margt væri að og mikið mætti gera betur. Ýmsu væri ábótavant í starfi flokksfélaganna og kosn- ingu þeirra á fulltrúum á lands- fundi. Hann vissi meðal annars dæmi þess að einn og sami mað- urinn væri í fímm félögum og kysi fulltrúa á landsfundinn því fimm sinnum. Mennimir í Val- höll ættu sökina á þessum misbresti. Þá sagði hann að verkalýðsmálin vera í ólagi eins og venjulega, þegar flokkurinn væri í stjóm og benti á að nauð- synlegt væri að koma sjálfstæðis- mönnum í stjórn BSRB. Þá mælti hann gegn frumvarpi til umferð- arlaga og sérstaklega breytingu á skráninganúmerum bifreiða. Guðjón lagði fram tvær tillögur. Aðra þess efnis að næsti lands- fundur flokksins yrði haldinn á Akureyri og hina um að hætt yrði við prófkjör í núverandi mynd. Sigurður Magnússon ræddi um skipulagsreglur flokksins og kosningu fulltrúa í miðstjórn. Hann lagði til að kosningu yrði breytt með þeim ætti að allir fulltrúar í miðstjórn yrðu kosnir á landsfundi úr hópi flilltrúa aðr- ir en þeir, sem væru sjálfkjömir. Þorsteinn Halldórsson ræddi meðal annars ályktun um jöfnun kosningaréttar og jafnréttismál. Hann sagði málum svo komið að ríkjandi virtust vera forréttindi kvenna en ekki jafnrétti. Mjög væri hallað á karla og þeir, sem væru eldri en 35 ára væru nán- ast réttlausir. Hann varpaði fram þeirri spuming hvort rétt gæti verið að halda úti sérstöku sam- bandi kvenna innan flokksins, sem neitaði körlum um inngöngu. Líklega væri þörf á stofnun sér- staks sambands sjálfstæðiskarla yfir 35 ára aldri. Halldór Gunnarsson sagðist hafa hlakkað til þessa lands- fundar undir kjöroðrinu á réttri leið. Hann harmaði hins vegar að ágreiningsefni frá síðasta landsfundi skyldu hafa verið end- urvakin í drögum að ályktunum Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- íns flokksins á lævíslegan hátt. End- urskipa þyrfti málefnanefndir flokksins, þannig að málefni yrðu sett heiðarlega fram en ekki læ- víslega. Halldór Jónsson ræddi um áróðurstækni flokksins og taldi hann ekki hafa notfært sér frelsi í fjölmiðlun nægilega vel. Málefn- um flokksins yrði ekki komið nægilega vel fram með greina- skrifum og útgáfu bæklinga. Hins vegar væri hægt að lá langt með gerð skemmtiþáttar með formanni flokksins og skemmti- kröftum eins og Omari Ragnars- syni og Halla og Ladda. Slíkum þætti mætti síðan dreifa endur- gjaldslaust á myndbandaleigum. Einar Bjamason taldi fulla þörf á því að gera landsbyggð- inni hærra undir höfði og studdi tillögu um að næsti fundur yði haldinn á Akureyri. Slíkt myndi lyfta undir flokksstarfið þar og verða flokknum að gagni. Þorgeir Ibsen lýsti ánægju sinni með skýrslu Kjartans Gunn- arssonar og þá hugmyndafræði, sem þar hefði komið fram. Hann stakk upp á því að næsti lands- fundur yrði haldinn í Hafnarfirði. Þorgeir sagði fylgi flokksins vaxa, þegar formenn hans fýndu sig í embætti og fýlgi krata minnkaði. Nú væri formaðurinn sterkur og flokkurinn sömuleiðis. Kjartan Gunnarsson svaraði ræðumönnum. Hann taldi hæpið að mögulegt yrði að halda lands- fund utan Reykjavíkur vegna skorts á gistirými. Hann taldi rétt að miðstjóm flokksins fjall- aði um breytingar á skipulags- málum. Hann sagði ennfremur að á höfuðborgarsvæðinu væri nú hægt að hlusta á 8 útvarpsrás- ir og mikið af blöðum og tímarit- um væri gefið út. Hann taldi útgáfu dagblaðs af hálfu flokks- ins fráleita. Stjómmálaflokkur væri ekki bezti aðilinn til rekstrar útvarps eða útgáfu dagblaðs. Hins vegar þyrfti flokkurinn að ná athygli þeirra sem störfuðu við fjölmiðla og með þvi móti yrði sjónarmiðum hans bezt kom- ið á framfæri. 300 lömb á veisluborðið „KOSNINGALOFORÐ okkar fyrir þessa veislu er að ná af- greiðsluhraðanum 0,3 sekúndur á disk, sem þýðir að það munu líða um 30 minútur frá því að fyrsti steikardiskurinn fer út úr eldhúsinu og þar til sá síðasti kemur á borð, þar sem veislugest- ir verða um 1000 talsins“, sögðu þeir Ólafur Reynisson yfirmat- reiðslumeistari og Hörður Siguijónsson yfirþjónn á Broadway, sem annast undirbúning og framkvæmd borðhaldsins á lokahófi Landsfundar Sjálfstæðisflokksins i Laugardalshöll á sunnudags- kvöld. Þeir Hörður og Ólafur sögðu að eldhúsið á Brodway yrði flutt í Höllina aðfaranótt sunnudagsins þar sem það yrði í notkun vegna borðhalds í Broadway á laugar- dagskvöldið. Þeir höfðu þó engar áhyggjur af því að ekki tækist að koma eldhúsinu upp í tæka tíð, en því verður komið fyrir í litlu viðbyggingunni við austur- enda Laugardalshallar. Sem dæmi um umfang veislunnar sagði yfir- kokkurinn að yfir 300 lambs- hryggir færu á veisluborðið og um 350 lítrar af súpu. Hafði hann á orði að fíöldi lambanna væri á við ærgildi í meðalbúi og ekki þyrfti mjög margar veislur af þessari stærðargráðu til að bæta verulega stöðu landbúnaðarins. Ólafur mun stjóma aðgerðum í eldhúsi en Hörður hefur yfirum- sjón með þjónustu í sal og sagði hann að á milli 120 til 130 manns myndu vinna við borðhaldið. Lokahófíð hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Kvöldverður verður framreiddur klukkan 20.00 og leikur Ingimar Eydal undir borð- um. A matseðlinum er koníaks- bætt humarsúpa, lambapiparsteik með sveppum í tjómasósu, gull- komi, rósakáli, krókettujarðepl- um, piparsósu og grænsalati og eftirrétturinn verður mokkaís með piparmyntubættum perum og heitum súkkulaðihjúp. Boðið verð- ur upp á fjölbreytta skemmtidag- skrá þar sem Páll ;Jóhannsson syngur við undirleik Ólafs Vignis Alkbertssonar, Ómar Ragnarsson flytur gamanmál og auk þess munu landsfundarfulltrúar koma fram með miðnæturskemmtiat- riði. Síðan verður dansað til klukkan þijú við undirleik hljóm- sveitar Ingimars Eydal ásamt Finni Eydal og söngvumnum Hel- enu Eyjólfsdóttur, Þorvaldi Halldórssyni og Björgvin Hall- dórssyni. Morgunblaðið/Júlíus Ólafur Reynisson yfirmatreiðslumeistari og Hörður Sigurjónsson yfirþjónn fara yfir skipulagsdrög veislunnar í eldhúsinu í Broadway. Fjær eru aðstoðarkokkarnir Brynja Sverrisdóttir og Márus Jóhannesson. Lokahóf Landsfundar: Fulltrúar úr Suðurlands- kjördæmi, frá vinstri: Páll Kr. Guðjónsson, Hafsteinn Kristinsson, Bjarni Kristinsson og Helgi Þorsteinsson, allir úr Hveragerði og Guðbrandur Einarsson úr Þorlákshöfn. Tveir fulltrúar Þingeyinga glugga í fundargögn, Viðar Marel Jóhannsson, Skúlagarði Kelduhverfi til vinstri og Kristján Jónsson frá Hlíðargerði í Kelduhverfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.