Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 47 Háskólinn XVII .* Rannsóknarstarf eftirÞórð Kristinsson Rannsóknir raunvísindadeildar eru stundaðar á Raunvísindastofn- un og Líffræðistofnun. Sex rannsóknastofur tilheyra fyrr- nefndu stofnuninni og var skyggnst inn á þrjár þeirra í síðasta pistli. Verður nú vikið að hinum þremur, auk Líffræðistofn- unar og Norrænu eldfjallastöðvar- innar. Grunnrannsóknir í jarðfræði og landafi'æði Islands eru stundaðar á jarðfræðistofu. Verkefnin eru á sviði jarðelda- og gjóskulaga- fræði, bergfræði, jarðhita og jarðefnafræði, ísaldatjarðfræði, steingervingafræði, setlagafræði, aldursákvarðana á bergi, mann- vistar- og sagnfræðilegrar landa- fræði og loks fjarkönnun, kortagerð og landsnytjar. Dæmi rannsókna eru tilraunabergfræði við háan eða lágan þrýsting og greining og túlkun ýmissa snefil- efna og samsæta í bergi. Unnið er að þróun efnahitamæla til að meta hitastig í jarðhitakerfum og hvernig megi nota jarðefnafræði til að meta aðra vinnueiginleika slíkra kerfa. Á sviði ísaldaijarð- fræði er rannsökuð hörfunarsaga ísaldaijökla og breytingar á sjáv- arstöðu á völdum stöðum. Unnið er að rannsókn á steingervingum í borkjarna í Flatey á Skjálfanda og súrefnissamsætum í skeljum úr Tjörneslögum, en þær veita upplýsingar um sjávarhita á myndunai-tíma laganna. I mann- vistar- og sagnfræðilegri landa- fræði er unnið að samnorrænni rannsókn á þátttöku og stöðu kvenna á vinnumarkaði og i verk- efni á sviði fjarkönnunar, korta- gerðar og landsnytja er m.a. fengist við flokkun, greiningu og stærðarmælingu gróins og örfoka lands eftir gervihnattamyndum og einnig unnið að gerð landnytja- korta sem að gagni mega koma við skipulagningu byggðar. Og fyrst við erum stödd í jarð- fræðistofu er við hæfi að geta um Norrænu eldfjallastöðina sem starfrækt er í sömu húsakynnum. Stöðin, sem hóf starfsemi 1973, er ein margra stofnana sem rekn- ar eru sameiginlega af Norður- löndunum. Þat' eru annars vegar stundaðar rannsóknir sem stuðla eiga að aukinni þekkingu á hegðun og orsökum eldvirkni og hins veg- ar er tilgangurinn að skapa aðstöðu til þjálfunar og rannsókna fyrir námsmenn og vísindamenn á Norðurlöndum; en u.þ.b. 40 styrk- þegar hafa dvalið við stofnunina í lengri eða skemmri tíma. Stofn- unin hefur tekið þátt í rannsóknum eldgosa sem orðið hafa á síðustu tíu árum í samvinnu við aðrar jarðvísindastofnanir og hafa Kröflueldar verið eitt af stærstu viðfangsefnunum. Rannsóknir stofnunarinnar þar hafa einkum beinst að hreyfingum jarðskorp- unnar og könnun á samsetningu og uppruna gosefna. Þá er lögð mikil áhersla á hönnun og þróun tækja til rannsókna á eldvirkni og hefur athyglin í seinni tíð einkum beinst að smíði tölvubúnaðar til gagnasöfnunar frá síritandi mæli- tækjum og þróun hugbúnaðar til að vinna úr gögnunum um leið og þau berast. Við stofnunina hafa verið hönnuð og smíðuð slík sjálf- virk tæki sem stöðugt skrá jarð- skorpuhreyfingar — og eru þau staðsett við Kröflu, í Vestmanna- eyjum, á Heklu og við Grímsvötn. Fræðasvið reiknifræðistofu eru „í Mývatni og Laxá er fylgst með breyting- um á lífverustofnum og könnuð tengsl stofna mismunandi tegunda og skýringa leitað á því hvaða þættir valda stofn- breytingum; einnig er í gangi rannsókn á langtímabreytingum í lífríki Mývatns þar sem markmiðið er að rekja sögu lífs í vatn- inu allt til upphafs þess fyrir 2000 árum.“ tölvunarfræði, aðgerðagreining, tölfræði og töluleg greining. Starf- semin skiptist einkum í þijá þætti, almennar fræðilegar rannsóknir á ofantöldum sviðum; í öðru lagi rannsóknir, þar sem aðferðum reiknifræði og tölvunarfræði er beitt á verkefni annarra fræða — á seinni árum einkum á sviði fiski- fræði og sjávarútvegs, læknis- fræði og jarðeðlisfræði í samstarfi við fræðimenn þessara greina; og í þriðja lagi er augum beint að þróun í tölvutækni á næstu árum í þeim tilgar.gi að stuðla að því að fjárfesting i tölvutækni og hug- búnaði hérlendis verði sem farsæl- ust. Af einstökum verkefnum má t.d. nefna tvö reiknilíkön: annars vegar sjávarútvegslíkan sem er hermilíkan af heildarþróun sjávar- útvegs bæði m.t.t. efnahags og líffræði; en með líkaninu má prófa ýmis áform um fiskveiðistjórnun, t.d. hvað varðar flotastærð, afla- kvóta og sóknartakmarkanir. Hins vegar hefur verið gert reiknilíkan um samspil fiskistofna þar sem unnt er að meta áhrif stærðar loðnustofnsins og hitastigs á vaxt- arhraða þorsks; hefur líkan þetta verið notað til að reyna að skýra breytingar á vaxtarhraða þorsks undanfarin ár. Stærðfræðistofa er vettvangur undirstöðurannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Verkefni sem unnið er að eru flest nokkuð sértæk og varla lesefni í dagblaði, en viðfangsefnin em m.a. þessi: fáguð rúmfræði, slembifletir, skammtasviðsfræði, algebra, virkjaalgebra, algebru- nímfræði, víðfeðm ólínuleg fall- greining, línuleg fallgreining, tvinnfallagreining og Fourier- greining, kvíslunarfræði, virkja- föll, útreikningur á spanstraumum og straumfræði. Líffræðistofnun háskólans, sem tók til starfa árið 1974, er til húsa að Grensásvegi 12, en rannsókna- stofur í vatnalíffræði og dýrafræði em að Grensásvegi 11 og rann- sóknastofa í örverufræði í Sigtúni 1. Á stofnuninni er unnið að rann- sóknum í margvíslegum greinum liffræðinnar, s.s. vistfræði, dýra- fræði, erfðafræði, fmmulíffræði, grasafræði, þróunarfræði, vatna- líffræði, sjávarlíffræði, örveru- fræði og lífeðlisfræði, — og með þeim aflað þekkingar sem kemur að notum við lausn fræðilegra og hagnýtra viðfangsefna. Mörg verkefnin eru langtímaverkefni, sum unnin í samvinnu við aðrar stofnanir hérlendis og erlendis. Svo tekin séu fáein dæmi af handahófi, þá er unnið að rann- sóknum á vistfræði fjöru og strandsvæða í þeim tilgangi að stuðla að skynsamlegri nýtingu svæðanna, en þessar rannsóknir mynda grunn ítarlegri rannsókna á einstökum þáttum. Frá 1975 hefur verið unnið að könnun á stofnstærð og fæðuháttum bjarg- fugla, og er markmið þeirra að þróa aðferðir til að telja bjarg- fugla, að meta stærðir helstu sjófuglastofna við landið og að kanna fæðuhætti sjófuglanna. I Mývatni og Laxá er fylgst með breytingum á lífvemstofnum og kiinnuð tengsl stofna mismunandi tegunda og skýringa leitað á því hvaða þættir valda stofnbreyting- um; einnig er í gangi rannsókn á langtímabreytingum í lífríki Mý- vatns þar sem markmiðið er að rekja sögu lífs í vatninu állt til upphafs þess fyrir 2000 árum. Á sviði frumulíffræði er unnið að rannsókn á áhrifum mjólkurfitu á veirur, sem m.a. hefur leitt í ljós að þegar mjólkurfitan klofnar nið- ur fyrir áhrif ensíma, annað hvort í mjólkinni sjálfri eða í meltingar- fæmm, þá verður hún mjög virk gegn veirum sem hafa um sig fitu- hjúp, en hefur engin áhrif á hjúplausar veirur. Umbylting á tíðni allela esterasa-5 gensins hjá vínflugu og alkóhóldehydrogenasa gensins hjá bananaflugu er rann- sóknaverkefni sem fengist er við í stofnerfðafræði og þróunarfæði. Tilraunir með fyrrnefnda genið fjalla um það hvort náttúrulegt val eða hending ráði þróun á sam- eindasviði, en í hinu síðarnefnda má búast við náttúrulegu vali á geninu og tilraunirnar Qalla um hvort um val sé að ræða og hvers eðlis valið sé. Loks má t.d. nefna rannsóknir á kuldakæmm örver- um úr sjó og sjvarlífvemm, sem beinast að einangrum og grein- ingu örveranna; áhersla er iögð á að finna og rannsaka bakteríur sem framleiða kuldavirk prótein- kljúfandi ensím, en trúlegt er að mikil not geti orðið af slíkum ensímum í fiskiðnaði. Höfundur er prófstjóri við Há- skólu Islands. CITROÉN AXEL TILBÚINN IAKSTURINN Á AÐEINS KR. 259.500,-* ^^————. i ■- - ■MMMMM -y,,— , , - , , _J Lágmúla 5, sími 681555 Umboðið á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn, skráningu og fullum bensíntanki. G/obusf t oP'ef«(Lv?00 í o^G- 43.0°
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.