Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 53 Skagaströnd: Grímuball í Höfðaskóla Skagaströnd. ÁRLEGA halda nemendur 9. bpkkjar Höfðaskóla grímuball til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. Oftast er ballið haldið einhvern tíma nálægt öskudeginum og var að þessu sinni I. mars. Grímuballið var fjölsótt að venju og auðséð að hér búa marg- ar hagar saumakonur og hug- myndaríkt fólk því búningarnir voru margir rnjög frumlegir og skemmtilegir. Sáust þar meðal ánnars frægar söguhetjur úr skáldsögum og kvikmyndum. Annars hefur félagslíf í Höfða- skóla verið með líflegra móti í vetur en aðalskemmtun skólan, árshátíðin, er fyrirhuguð í lok mars. ÓB Morgunblaðið/Ólafur Krakkamir vom klædd í margs konar búninga og gervin vom mörg, hver hin ótrúlegustu. Þarna gat að líta framandi vemr sem hversdags sjást ekki á götum Skagastrandar. Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð um hækkun verðlagsgrundvallar; Gefiim ekkert eftir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Félagi sauðfjár- bænda við Eyjafjörð: „Stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð hefur á fundi sínum 2. mars 1987 gert svofellda bókun: 1. Ekki kemur til greina að sauð- fjárbændur gefi neitt eftir af þeirri hækkun verðlagsgrundvallar, sem full samstaða er um í verðlagsnefnd búvara og átti að taka gildi 1. mars sl., nema annað komi til sem tryggi þeim samsvarandi tekjur. Stjórnin getur þó eftir atvikum fall- ist á þann hálfsmánaðarfrest sem samkomulag er nú orðið um, enda verði hann notaður til að finna hag- kvæmustu lausn þessara mála. Þar er þó alger krafa að sá verðlags- gi’undvöllui' sem gefinn verður út að þessum fresti liðnum verði aftur- virkur til 1. mars. 2. Stjórnin minnir á, að síðastliðið haust gáfu sauðfjárbændur eftir 197.000 kr. af launalið við gerð nýs verðlagsgrundvallar. Var það for- senda fyrir því að hægt væri að ná viðunandi magnsamningum við ríkið. Ber því ríkisstjórnin fulla ábyrgð á þeirri gífurlegu kjara- skerðingu, sem þetta hafði í för með sér fyrir sauðijárbændur. 3. Ekki verður séð að ríkisstjórnin hafi haft uppi minnstu tilburði til að bæta sauðfjárbændum þessa kjaraskerðingu. Þvert á móti hafa formenn stjórnarflokkanna látið frá sér fara hinar furðulegustu yfirlýs- ingar varðandi framreikning verð- lagsgrundvallarins til samræmis við launabreytingar viðmiðunarstétt- anna. Steingrímur Hermannsson fer fram á frestun og telur að marg- ir bændur hafi alla burði til að bera enn frekrri kjaraskerðingu og Þor- steinn Pálsson kallar auknar niðurgreiðslur til lausnar þessum vanda sýndarmennsku fyrir kosn- ingar. Stjórnin lýsir furðu sinni á því skilningsleysi sem þessi ummæli bera með sér á kjörum sauðfjár- bænda og ættu þeir að minnast þeirra 25. apríl nk. 4. Samkvæmt opinberum hag- tölum eru bændur tekjulægsta stétt þessarar þjóðar, og ætti því öllum að vera ljóst að sú kjaraskerðing sem varð á síðastliðnu hausti hvað þá enn frekari skerðing á kjörum sauðljárbænda getur ekki leitt til annars en gjaldþrots þeirra í hundr- aðatali og að þeir verði að fara frá jörðum sínum eignalausir með þunga skuldabagga á baki. 5. Stjórnin krefst þess aö ríkis- stjórnin geri það upp við sig hvort eigi að stunda sauðfjárbúskap í þessu landi og hvort hún ætlar að tryggja áltvæði laga sem hún beitti sér sjálf fyrir að sett yrðu þar sem segir að kjör bænda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. 6. Þá mótmælir stjórnin harðlega endurtekinni íhlutun forystumanna ASÍ þegar rætt er um eðlilega hækkun launaliðar verðlagsgrund- vallar og telur það koma úr hörðustu átt. 7. Stjórnin skorar á Stéttarsam- band bænda að það leiti allra hugsanlegra leiða til að bæta bág kjör sauðfjárbænda og það sýni enga linkind í baráttu sinni við skilningssljó stjórnvöld." ÞITT LIF ER LÍKA r -v' • ' pF w 'Hh 1 HÆTTU! 1 ■ iKuanMi 3 óhðpp alls Þaraf slasaðra Látnir Janúar1986 1142 74 84 : JÉL Janúar1987 1094 . 49 2 39 v i 46 'é 5 Febrúar1987 1181 /59 62 1 ' ; Mars 1986 . . V ^ / 998 w 63 3 Mars 1987 ? ? ? ? c S Vi 3 Skráð tjón bifreiðatryggingafélaganna í þessari auglýsingu birtast óhugnanlegar stað- reyndir um slys í umferðinni, sem meðal annars hafa kostað mannslíf. Fleiri slíkar munu birtast á komandi mánuðum og bera þá vonandi vitni um árangur í baráttunni gegn umferðarslysum. FARARHEILL87 m ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA í UMFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.