Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 54
 mr 54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Gallerí gijót: „Andlit“ Jón Örn Thordarson og Sveinn Kristdórsson við hina nýju ofna. Sveinn bakari í nvju húsnæði SVEINN bakari hefur flutt starf- semi sína í ný húsakynni að Alfabakka 12. A hinum nýja stað hefur hann bætt miklu við tækja- kost sinn. Má þar m.a. nefna nýja tölvustýrða bakaraofna sem munu vera þeir fyrstu hér á landi. Eru þeir frá Svenska Bak- ugnsfabriken, SVEBA, í Svíðþjóð. Það er tölva sem sér alfarið um baksturinn og hefur hún minni fyr- ir 96 bakstursforrit, en hún stjórnar baksturstíma, gufumagni, byijun- arhita, baksturshita, lokahita osfrv. Að bakstri loknum flautar hún og lætur þannig vita að bakstrinum sé lokið. Einnig tók Sveinn í notkun svo- kallaða brauðasamstæðu af nýrri gerð, en hún sér um að vigta deigið í ákveðna stærð, halda síðan ákveðnu hita- og rakastigi á deginu og móta það svo í ákveðið form áður en það bakast. Ennfremur er hann með svo kallaðan frysti-/ hefskáp, en með honum má laga deigið löngu fyrir bakstur. Fyrirhugað er að opna nýja brauðbúð á sama stað. Sýning á skúlptúr- verkum SÝNING á skúlptúrverkum Sverris Ólafssonar myndhöggv- ara í Galleri grjóti við Skóla- vörðustíg verður opnuð föstudaginn 6. mars. Nafn sýn- ingarinnar, „Andlit“, höfðar til viðfangsefnisins, sem er andlits- grímur unnar í hina ýmsu málma svo sem stál, brons og pottjárn. Verkin eru öll unnin á þessu ári og hinu síðasta. Verkin eru öll til sölu. Sverrir lauk námi frá handíða- deild Kennaraskóla íslands 1969 og stundaði kennslu í mynd- og handmennt í Hafnarfirði til 1973 að hann hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, lauk hann þaðan námi 1976 frá myndhöggv- aradeild. Árin 1980 til 1983 var hann við nám og starf í „Work- shop“ í Cambridgehire í Englandi. Þetta er Ijórða einkasýning Sverris, auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Verk eftir Sverri eru í eigu opin- berra aðila svo og einkasafna. Sverrir á sæti í stjóm Myndhöggv- arafélagsins, Listskreytingasjóðs ríkisins og í sýningarnefnd Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýning Sverris verður opin dag- lega frá kl. 12.00 til 18.00 virka daga en kl. 14.00 til 18.00 um helg- ar. Sýningin stendur til 22. mars nk. Með sýningu á verkum Sverris er Gallerí gijót að kynna nýjan sam- starfsaðiia að rekstrinum. Jafn- framt sýningu Sverris verða verk hinna aðstandenda Gallerísins til Sverrir Ólafsson ásamt einu skúlptúrverka sinna. sýnis í baksal sýningarhúsnæðisins. og er rekið í samvinnu nokkurra Gallerí gijót við Skólavörðustíg listamanna sem þar sýna og selja hefur nú starfað í tæp fjögur ár verk sín. Kennslubók um atóm- og kjarneðlisfræði ÚT ER komið sjötta og síðasta bindið af Eðlisfræði fyrir fram- haldsskóla sem Almenna bókafé- lagið hefur verið að gefa út undanfarin þrjú ár. Þessi eðlis- fræði er ætluð stærðfræðideildum framhaldsskólanna. Höfundar eru fimm sænskir og danskir eðlis- fræðikennarar, en um hinn íslenska búning hafa séð þeir Guð- mundur Árnason, Þórður Jóhann- esson og Þorvaldur Ólafsson sem allir eru kennarar við Menntaskól- ann við Sund. Þetta síðasta bindi sem hefur kennitöluna 3 ber undirtitilinn Atóm- og kjameðlisfræði og er ætlað eðlis- fræðideildum. Það er þannig ritað að taka má kaflana í hvaða röð sem er og nemendur þurfa hvorki að hafa lesið aflfræðina í bindi 2A né rafseg- ulfræðina í bindi 2B. En frumatriði bylgjufræðinnar þyrftu þeir að kunna til að geta notað bókina. Bókin skiptist í 12 kafla sem heita: Skammtakenning, Röntgengeislun, Agnir og bylgjur, Atómið, Litróf atóma og sameinda, Atómlq'aminn, Kjamahvörf, Virkni og helmingun- artími, Jónandi geislun, Hagnýting kjamorku, Öreindir og Stjarneðlis- fræði. Auk þess er eins og í hinum bindunum fjöldi dæma og svör við þeim, mikið af myndum, bæði til skýr- ingar og fróðleiks og skrá yfir nöfn og atriðisorð. Nöfn og kennitölur þessara sex binda eðlisfræðinnar em: 1A Afl- og varmafræði, 1B Rafmagnsfræði, 2A Aflfræði, 2B Rafsegulfræði, afstæð- iskenning, 2C Afl- og rafsegulfræði, atóm- og kjameðlisfræði, 3 Atóm- og kjameðlisfræði. 1Á og 1B eru ætluð báðum stærð- fræðideildum, 2C náttúmfræðideild- um og 2A, 2B og 3 eðlisfræðideildum. Bókin er unnin í Prentsmiðju Áma Valdimarssonar hf. Kötturinn sleginn úr tunnu í fyrsta skipti Grindavík. SÁ siður er óþekktur nema af af- spurn í Grindavík að slá köttinn úr tunnu á öskudag þangað til nú er yngstu börnin tóku upp þennan sið í fyrsta skipti. Mikill fögnuður greip um sig þegar í Ijós kom að í tunnunni var fullt af sælgæti. Á hveijum öskudegi undanfarin ár hefur körfuknattleiksdeild ung- mennafélags Grindavikur séð um grímudansleiki í Gamla kvennó fyrir böm og unglinga. Þessir dansleikir hafa verið liður í fjáröflunarleiðum deildarinnar og gefist vel. Að þessu sinni þótti tilhlýðilegt að slá köttinn úr tunnunni í fyrsta skipti enda fær- ist það í vöxt víða um land. Kr.Ben.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.