Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 66

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 „É<J erJarnretSiS£ÍnocÉ>ar x/innuv/eitondi- Og pesó v&grux hef kg ókv/eðiá peftx v öíium öbrum vinnuvcitcndum jatnm•J UiiKÍfeeri, tíL ob rábcc þ[c> í vinnu," ... að bera hana upp himnastiga hamingjunnar. TM Reg 'J.S Pat Off.—all rtghts reseiveo ©1983 Los Angetes Times Syndicaie Ég og strákurinn þinn höf- um hafl foreldra-skipti. Get ég fengid vasapening- ana mina núna? Með morgnnkaffmu Geturðu frú mín lýst því fyrir mig hvernig þér sýn- ist allt fólk vera eins og kaninur í framan? Snorri Bjarnason, ökukennari, vill heyra meira frá þeim sem slasast hafa í umferðarslysum en hefðu sloppið ef þeir hefðu notað bílbelti. Himi almenni neyt- andi ber kostnað- inn af slysunum Dásamleg kvöldstund í Bústaðakirkju Ég bið Morgunblaðið vinsamleg- ast að koma á framfæri þakklæti mínu fyrir dásamlega kvöldstund fimmtudaginn 26. febrúar í Bú- staðakirkju á tónleikum sem haldnir voru til minningar Björns Olafs- ssonar, fiðluleikara. Tónleikarnir voru alveg dásam- legir og stjórnandinn öruggur. Mér datt í hug kvæði sem ætti vel við þessa stemmningu sem þarna ríkti. Það heitir hinsta kveðja til tónlistarmannsins. Omar! Hljómar! Þið komið eins og geislatraf, þegar dimmir skuggar steðja að. Þið huggið og þerrið hin svöðu sár, og þurrkið hin stríðu tár. Því sendum við þér kveðju, þegar Tíbráin titrar, og fuglinn syngur á kvistagrein. Þegar ormurinn plægir hina fögru foldu, og hlustar við þinn minnistein. Hinir blíðu og stríðu tónar, og litadýrðin öll hinir glitrandi daggar dropar og sjávarbrima föli. Því lífið alLt lifandi symfonia er og heldur áfram að syngja sitt stef. K.G. Fyrirspurn til Amnesty Intemational 1. Hafa samtökin mótmælt dauða- dómum sem kvaðnir hafa verið upp nýverið yfir svokölluðum stríðsglæpamönnum úr seinni heimsstyijöldinni m.a. í.Júgóslavíu? 2. Hafa samtökin ályktað um réttarhöldin í Israel yfir meintuin fangaverði frá Treblinkabúðunum — einkum er varðar kriifu ákæm- valdsins um dauðadóm? Haraldur Klöndal hrl. Nú þegar drög að nýjum uin- ferðarlögum liggja fyrir Alþingi verða ýmsir til að skrifa greinar í blöð og gagnrýna ýmsar nýjungar í frumvarpinu. Háværastir virðast þeir vera sem mótmæla vilja ákvæð- um sem kveða á um aukið öryggi ökumanna og farþega í bifreiðum. Oryggisbelti í bifreiðum voru fyrst gerð að skyldu 1969 og um nokkuit árabil hefur verið skylt að nota betin en þegar þau voru lög- leidd tókst nokkrum hávaðaseggj- um að koma í veg fyrir að sektarákvæði væru lögleidd. A hveiju ári verða alvarleg um- ferðarslys ogjafnvel dauðaslys sem hefðu ekki orðið eins alvarleg og raun ber vitni ef öryggisbelti hefðu verið notuð. Slys á fólki eru dýrustu tjón sem koma fyrir í umferðinni og þó sleppt sé að tala um hvað tjónþolar og aðstandendur verða að líða vil ég meina að slysavarnir og öryggis- búnaður bifreiða séu ekkert einka- mál manna heldur koma öllum við. Þegar til kastanna kemur er það hinn almenni neytandi sem verður að bera uppi kostnaðinn af slysun- um og þess vegna er lágmarkskrafa að löggjafinn reyni að sjá til þess að allt verði gert sem hægt er til að koma fólki til að nota almennt öryggisbeltin og m.a. að sektað verði við vanrækslu. Til að gera fólki grein fyrir hvað gerist í árekstrum er oft tekið til samanburðar hvernig fer fyrir fólki þegar það skellur á jörðina við fall úr einhverri hæð. Þannig er það talið sambærilegt höggið sem við verðum fyrir við árekstur á 90 km hraða og við að falla niður af 10 hæða húsi. Arekst- ur á 50 km hraða er sambærilegur við fall niður af 6 hæða húsi. Ég geri ráð fyrir því að enginn af þeim sem sleppa því að nota öryggisbelti í akstri muni mæla því bót að sleppt verði að setja handrið á svalir hárra húsa þegar gengið er frá þeim en hér er um mjög sam- bærilega áhættu að ræða. Astæðan fyrir því að ég svara hér þeim sem gagnrýna öryggis- beltin er sú að meðmælendur þeirra hafa verið allt of linir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það væri mjög þarft og nauðsyn- legt að fá að heyra í þeim sem slasast hafa en hefðu sloppið betur ef belti hefðu verið notuð. Snorri Bjarnason, ökukennari. HÖGNI HREKKVÍSI SNEMMA •" Víkverji skrifar Með þingsályktunartillögu sinni og þriggja annarra þing- manna um fyrirkomulag lyfjaversl- unarinnar í landinu hefur Árni Johnsen vakið athygli á máli sem löngu er tímabært að taka til endur- skoðunar. Það ætti flestum að vera orðið ljóst að viðskiptahættir eins og þeir sem tíðkast í lyfjaversluninni á Is- landi eru í litlu samræmi við þróun þjóðfélagsins að öðru leyti og þau viðhorf sem uppi eru t.d. í þjónustu og verslun. Þetta viðurkenna flestir núorðið — nema lyfjafræðingastétt- in sem eðlilega hefur staðið dyggan vörð um hagsmuni sína um árabil og telur ekkert við það að athuga að einstakir menn í stéttinni skuli alltaf öðru hveiju fá úthlutað af stjórnvöldum lyfsiiluleyfum sem í flestum tilfellum jafngilda því að hreppa stóra vinninginn í happ- drættinu og þá ekki einu sinni heldur ævilangt. Af hálfu kerfisins eru því svo einnig þannig komið fyrir að þeir sem fjalla um þessi lyfsöluleyfi og taka ákviirðun um ný lyf sem skulu lenda á lyfjaskránni eru yfirleitt lyfjafræðingar og margir hveijir vonbiðlar nýrra lyfsöluleyfa þegar einhver slík losna. Þannig er það nánast innbyggt í kerfið að halda í gamalt og steinrunnið fyrirkomu- lag á þessu sviði. Þar fyrir utan hefur núverandi skipan löngum vakið upp grunsemdir og tortryggni um hrein hagsmunatengsl milli lyfjainnflytjanda og framleiðenda annars vegar og síðan lækna hins vegar hvað varðar ávísun á einstök lyf, svo sem aðeins er vikið að í greinargerð þingsályktunartillög- unnar. Meginröksemdin fyrir núverandi skipan er hins vegar sú að hún fel- ur í sér mjög strangt og skilvirkt eftirlit með þeim lyfjum sem hér eru á boðstólum og sölu á þeim. Hinu er ósvarað hvort ekki sé unnt að halda í þennan öryggisþátt, þó að lyfjaverslunin verði færð í fijáls- ræðisátt og það makalausa úthlut- unarkerfi sem nú ríkir, lagt af. xxx Aþessum tímum þegar forræð- ishyggjan er á hröðu undan- haldi, er líka undarlegt að lesa um þá ákvörðun kvikmyndasjóðs að setja það skilyrði fyrir styrkjum úr sjóðnum að myndir sem styrk hafa hlotið, megi ekki gefa út á mynd- böndum fyrstu þijú árin. Er ekki eðlilegra að aðstandendur íslenskra kvikmynda séu sjálfir látnir meta það hvenær þeir telja tímabært að færa sig af hinum almenna kvik- myndanúsmarkaði yfir á mynd- bandamarkaðinn? Eins og dæmin sanna sitja íslenskir kvikmynda- gerðarmenn iðulega uppi með miklar persónulegar skuldbinding- ar, þegar á daginn hefur komið að myndir þeirra hafa ekki fengið þá aðsókn sem vænst var. I slíkum tilfellum kann það að vera mikil- vægt fyrir þessa aðila að geta selt myndbandaréttinn tiltölulega fljótt til að ná peningum til að grynnka á skuldum og þar með lækka vaxta- greiðslur, sem leika menn jafnan grátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.