Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 68

Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR V. MARZ 1987 IÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson Morgunblaðiö/VIP • Ása Gróa, Kristín Ingvarsdóttir og Kristín Harftardóttir. Lærðum langkipp „ÞAÐ VAR mælt á unglingamót- . inu og efstu stelpurnar þar komust á þetta mót. Svo verftur sú sem vinnur þetta mót meist- ari í fimleikastiga og fær bikar," sögftu Gerplustelpurnar Ása Gróa Jónsdóttir, Kristín Ingvars- dóttir og Kristín Harftardóttir og héldu fast utan um lukkudýrin sín þegar blaðamaður hitti þær á meistaramótinu í fimleikastiga. „Við erum alltaf með sömu lukkudýrin með okkur og höfum átt þau lengi," sögðu þær. „Ég keypti mitt þegar ég fór til Þýska- lands. Ég keypti það samt ekki þegar ég fór með Gerplu í æfingar- ferð þangað," bætti Asa Gróa við. Blaðamaður forvitnaðist nánar um æfingarferðina. „Við fórum 1985 og vorum í 12 daga. Við lærðum mikið, allavega lærðum við að taka langkipp á tvíslá. Þá hoppar maður á ránni, setur fæturna fram og dregur þá svo upp,“ sögðu Gerpl- urnar og vonar blaðamaður að þessi lýsing á langkipp hafi komist óbrengluð til skila. Stelpurnar kepptu allar í 4. stigi á mótinu en í því eru þær búnar að vera í 3-4 ár. „Næsta ár keppum við síðan í 3. stigi sem er miklu erfiðara minnsta kosti tvíslá og slá,“ sögðu þær að lokum. Linda, Eva, Lára og Hrönn. Morgunblaöið/VIP Stundum þreyttar BJÖRK úr Hafnarfirði er eitt öflug- asta fimleikafélag landsins og átti aft sjálfsögðu marga fulltrúa á mótinu. Þeirra á meðal voru 2. stigs stelpurnar Linda Péturs- dóttir, Eva Hilmarsdóttir, Lára Sif Hrafnkelsdóttir og Hrönn Hilm- arsdóttir. Verða þær aldrei þreyttar á fimleik- um? „Jú stundum verðum við dálítið þreyttar á þessu en síðan gengur það yfir. Núna er mikið um mót og margt að gerast þannig að þessi tími er mjög skemmtileg- ur. Eins er gaman að fara út að keppa og æfa eins og við höfum allar gert dálítið af," svöruðu stelp- urnar, og marseruðu síðan af stað í átt að næsta keppnisáhaldi og því gafst ekki lengri tími til spjalls. Hrundi með á undan — þegarfest- ing fyrir hring- ina slitnaði LITLU munafti að illa færi á meistaramótinu f fimleika- stiga þegar einn keppenda var aö híta upp í hringjunum. Skyndilega slítnaði festingin á öftrum hringnum og drengur- inn sem í þeim var hrundi niður með höfuðið á undan. Hann náði að snúa sér þann- ig að hann lenti á öxlinni og slapp ómeiddur. Það má kalla heppni aö þetta skuli einmitt hafa gerst þegar þrautþjálfaður fimleikamaður var í hringjunum en ekki einhver óþjálfaður skólakrakki í skólaleikfimi. Þaö hlýtur að vekja furöu að ekki skuli vera fylgst betur með áhöldum sem þessum því mjög nauðsynlegt er að þau séu í fullkomnu lagi. Morgunblaðið/Einar Falur Er ekki ölu óhætt þarna hinum megin vid hestinn? Erum með besta strákaliðið „VIÐ ERUM með sterkasta strákaliðið í fimleikum. Allir í okk- ar ftokki komust á þetta mót og það verður keppni milli okkar og Gerplu hver fær flest verðlaunin á mótinu," sögðu Ármenningarn- ir Skarphéðinn Halldórsson, Ófeigur Sigurðsson, Brynjólfur Guðmundsson, Örvar Arnarson og Vilhjálmur Andri Einarsson þegar þeir voru teknir tali á Meistaramótinu í fimleikastiga. Þegar viðtalið fór fram voru strákarnir aðeins búnir að keppa i gólfæfingum og báru sig vel. „Við erum búnir að æfa í 2-3 ár og erum allir mjög jafnir. Við æfum 6 daga í viku og alls æfum við 20 tíma í hverri viku. Við erum eiginlega allt- af á æfingum og höfum ekki tíma fyrir önnur áhugamál. Þegar fer að koma mót æfum við eingöngu » * Morgunblaðið/VIP • Ármenningarnir Skarphéðinn Halldórsson, Ófeigur Sigurðsson, Brynjólfur Guðmundsson, Örvar Amarson og Vilhjálmur Andri Einarsson. æfingarnar sem eru í þeim stiga sem við erum í. Að loknu móti æfum við frjálsar æfingar sem við búum til með þjáifaranum okkar en þær eru miklu erfiðari. Stigaæf- ingarnar eru grunnæfingar sem við byggjum síðan frjálsu æfingarnar á," sögðu kapparnir fimu að lokum. • Ekki vantar stflinn f æfingar á hesti hjá þessum efnilega fimleikamanni. Morgunblaðið/Einar Falur Meistaramótið: Urslit 36,25 35,85 35,05 35,05 34,90 35,70 35,00 34,80 34,30 34,30 STÚLKUR 4. STIG: 1. Ása G. Jónsdóttir Gerplu 2. GuðnýGuðlaugsd. Gerplu 3. Sunna Pálmadóttir Gerplu 4. Melkorka Kvaran Ármanni 5. Kristín Ingvarsdóttir Gerplu 3. STIG: 1. Guðrún Bjarnadóttir Björk 2. Gréta B. Kristinsd. Gerplu 3. Hjördís S. Sigurðard. Gerplu 4. Jóhanna R. Ágústsd., Gerplu 5. Helga B. Jónsdóttir Gerplu 2. STIG: 1. Hanna Lóa Friðjónsd. Gerplu 2. Hlín Bjarnadóttir Gerplu 3. Eva Úlla Hilmarsdóttir Björk 4. Linda St. Pótursd. Björk 5. Linda Bolladóttir Gerplu DRENGIR 4. STIG: 1. Jón Finnbogason Gerplu 2. Skúli MalmquistÁrmanni . 3. Aöalsteinn Finnbogason Gerplu 4. Guðmundur Þ. Brynjólfss. Gerplu 5. Skarphéöinn Halldórsson Ármanni 54,20 3. STIG: 1. Axel Bragason Ármanni 55,55 2. Guöjón Guðmundsson Ármanni 55,45 3. Þorvaröur G. Valdimarss. Ármanni 49,20 4. JóhannesN. SigurðssonÁrmanni 48,90 35,15 34,90 33,95 33,70 31.40 33,85 54,95 54,45 54,25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.