Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Hrönn Róbertsdóttir ÍBV: Flutti í bæinn til að geta æft SÁ KEPPANDI sem lengst var að kominn á meistaramótið í fim- leikastiga er Hrönn Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjum. Hún var spurð hvort mikill áhugi væri á fimleikum í Eyjum. „Já, það er þó nokkur áhugi, sérstaklega hjá yngri krökkunum. Pað er aftur á móti ekki haegt að fá nógu marga tíma í húsinu þann- ig að t.d. geta strákar ekki æft fimleika heima. Við fáum aðeins tíma tvisvar í viku 45 mínútur í bvort skipti. Einnig vantar ýmis tæki en það smákemur, t.d. erum við nýbúin að fá jafnvægisslá og tvíslá," svaraði Hrönn. En skyldi ekki vera erfitt fyrir Hrönn að keppa við krakka sem æfa 5-6 sinnum í viku þegar hún getur bara æft tvisvar. „Jú það er náttúrlega gifurlegur aðstöðumun- ur. Ég bjó hinsvegar í bænum í hálfan vetur í hittifyrra til að geta æft með Gerplu. Næsta sumar og vetur ætla ég að reyna að gera það aftur. Síðan hef ég reynt að komast á öll mót til að halda mér í sem bestri mögulegri æfingu. Þetta hefur allt gengið ágætlega hjá mér og t.d. er ég búin að vinna J < MorgunblaðiðA/IP • Hrönn Róbertsdóttir mér rétt til að keppa í 3. stigi næsta vetur,“ svaraði Hrönn þess- um hugleiðingum blaðamanns og er greinilegt að þarna fer fimleika- stúlka sem er tilbúin að leggja mikið á sig til að ná árangri í íþrótt sinni. Morgunblaöiö/Einar Falur Engin lidamót? Liðamót hvað er nú það? Fimleikafólk virðist oft geta gert ótrú- legustu hluti með líkama sínum og virðist á stundum liðamótalaust með öllu. Það er t. d. ekki á hvers manns færi að leika þessa æfingu eftir stúlkunni. • Fimleikastúlka nr. 36 kallar mótstjórn! Bið um lengingarleyfi. Morgunblaðið/Einar Falur - ..■< Miklar framfarir í fimleikum — en dómaramálin eru í ólestri MEISTARAMÓT unglinga í fim- leikastiga var haldið í íþróttahúsi Seljaskóla sunnudaginn 1. mars sfðastliðinn. Rétt til þátttöku á þessu móti áttu þeir sem bestum árangri hafa náð í vetur í hverju stigi. í hverju stigi er keppt í ákveðnum skylduæfingum og þegar ákveðinni einkunn er náð í einu stigi færast menn upp i næsta stig og fara að glíma við erfiðari æfingar. Fimmtíu keppendur mættu til leiks á þessu móti og mátti sjá marga þeirra framkvæma æfing- arnar mjög vel. Greinilegt er að íslenskt fimleikafólk er í mikilli framför og því eðlilegt að menn velti fyrir sér hvar við stöndum í íþróttinni miðað við aðrar þjóðir og hvers má vænta í framtíðinni. Nálgumst Norðurlöndin Valdimar Karlsson þjálfari Gerplu telur að við ættum að geta náð Norðurlandaþjóðunum að getu eftir 1-2 ár. „Við erum með mjög efnilegar stúlkur sem eru með góðan grunn eftir markvissa þjálfun. Á næsta Norðurlandamóti unglinga sem haldið verður næsta fár ættum við því að geta sent mjög gott og jafnt lið. Einnig eigum við efnilega drengi en þeir eru styttra á veg komnir einfaldlega vegna þess að það tekur lengri tíma fýrir stráka að þjálfa sig upp. Ástæðan er sú að karlmenn keppa í fleiri greinum en kvenfólk og þurfa því lengri þjálfun. Einnig byrja stelpur yngri en strákar að æfa þannig að við þurfum að bíða leng- ur eftir að sjá árangur hjá strákun- um. í fimleikum er mjög mikilvægt að flýta sér hægt og æfa grundvall- aratriðin vel fyrst. Fimleikastigarn- ir eru einmitt hugsaðir til þess að ekki sé hlaupið yfir nein atriði í þjálfun fimleikafólksins,“ sagði Valdimar. Ólag á dómaramálum „Þrátt fyrir mikinn uppgang í íþróttinni er þó margt sem betur mætti fara og t.d. er verulegt ólag á dómaramálum. Alltof fáir hæfir dómarar eru til í landinu. Unglinga- mót önnur en innanfélagsmót eru ekki nema þrjú á hverju ári. Mjög mikilvægt er að hægt sé að treysta því að dómgæslan á slíkum mótum sem og öðrum sé góð því krakk- arnir æfa 5-6 sinnum í viku allan ársins hring með þessi mót að markmiði. Eins og málum er háttað í dag er tækninefnd FSÍ með dómara- málin á sinni könnu. Auk dómara- mála sér tækninefndin um að skipuleggja mót, velja landslið, halda þjálfara- og dómaranám- skeið og margt fleira. Þetta er einfaldlega of mikið fyrir eina nefnd. Dómaramálin ættu að vera á herðum sérstakrar dómara- nefndar eins og er í flestum öðrum löndum. I þessari nefnd ættu að sitja hæfustu dómarar landsins og ættu þeir að sjá bæði um þjálfun, leiðbeiningar og eftirlit með dóm- urunum. Hér á landi eigum við marga mjög góða dómara sem gætu tekið þetta að sér. Samhliða þessu þyrfti að borga dómurum fyrir störf þeirra því bæði fer mik- ill tími í dómgæslu og eins þurfa dómarar að undirbúa sig undir hvert einasta mót ef vel á að vera. Ef þeir fengju greitt fyrir sín störf væri einnig auðveldara að gera til þeirra miklar kröfur. Eins og stað- an er í dag er ekkert eftirlit með hvort dómarar haldi sér í þjálfun eða undirbúi sig undir mót,“ sagði Valdimar. Vantar gryfju „Til að bæta árangur enn frekar í fimleikum þurfum við að taka þátt í fleiri alþjóðamótum. Þátttaka okkar í siíkum mótum hefur mest- megnis verið bundin við stærstu mótin. Til að ná árangri á þeim verða keppendur að vera búnir að öðlast reynslu á öðrum og minni alþjóðamótum. Einnig er nauðsyn- legt að senda dómara á alþjóða- mót til að þeir geti fylgst með því sem er að gerast í greininni. Auk þessa vantar nauðsynlega íþróttahús með gryfju. Við erum farin að geta gert æfingarnar mjög vel en afstökkin og stökkseríurnar verða aldrei nægilega góðar án gryfjuaðstöðu," bætti Valdimar við. Næsta stórmót í fimleikum er íslandsmeistaramótið sem verður dagana 20., 21. og 22. mars. Lof- aði Valdimar glæsilegu móti. „Það munu koma nýjar, erfiðar og glæsi- legar æfingar frá öllum félögunum. Eftir mótið verða valdar þær stúlk- ur sem fara á Norðurlandamótið. Keppendir verða því í sínu besta formi,“ sagði hann að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.