Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
7
niiimiimi
• /O , cy 1
EITURLYFIA-
VANDINN
(Toma, the Drug knot). Ný
sjónvarpsmynd byggð á sönn-
um atburðum. David Toma er
lögreglumaður sem hefur
starfað mikið óeinkennis-
klæddur. Mynd þessi er byggð
á atburðum úrlifi hans.
(The Man With One Red Shoe).
Gamanmynd með Tom Hanks,
Jim Belushi og Dabney Coleman
i aðalhlutverkum. Fiðluleikari
nokkur flækist íótrúlegan
njósnavef þegar hann álpast til
þess að fara i rangan skó.
(King Salomons Mines). Hörku-
spennandi ævintýramynd fyrir
börn og unglinga. Myndin fjall-
arum leitað námum hins vitra
Salómons konungs i frumskóg-
um Afriku.
STÖD2
Auglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lykillnn færð
þúhjá
Helmlllstsokjum
iþ
HeimMistæki hf
Fundir kvenna á framboðslistanum
Ég kýs
Sjálfstæðis-
flokkinn
Pétur
Gíslason,
fisksali, Grindavík:
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi hélt fund með konum á framboðslista flokks-
ins í Reykjaneskjördæmi siðastliðinn mánudag. Sams konar fundur var haldinn hjá
Sjálfstæðiskvennafélaginu Vorboðinn í Hafnarfirði fyrir skömmu. Á fundunum kynntu
frambjóðendur helstu baráttumál sin.
Listamannalaun RUV:
„Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
vegna þess að hann hefur
sýnt það og sannað á síðasta
kjörtímabili, að hann einn
flokka þorir að takast á við
vandann.“
Verða auglýst í fyrsta
sinn í næsta mánuði
STARFSLAUNUM Ríkisútvarps-
ins til handa listamönnum verður
úthlutað að jafnaði í júnimánuði
ár hvert, en greiðslur launa hefj-
ast 15. september ár hvert.
Starfslaunin verða auglýst í
fyrsta skipti i aprílmánuði næst-
komandi. Fjárhæð þeirra á að
fylgja mánaðarlaunum sam-
kvæmt 5. þrepi 137. launaflokks
í kjarasamningi háskólamennt-
aðra manna.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu samþykkti framkvæmda-
stjóm RUV að veita árlega einum
eða fleiri listamönnum starfslaun
til að vinna að verkum til frum-
flutnings í Ríkisútvarpinu.
Listamenn, er hafa íslenskan
ríkisborgararétt, koma til greina við
úthlutun starfslauna. Þeir munu
skuldbinda sig til að gegna ekki
fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta
starfslauna. Framkvæmdastjóm
RUV velur listamennina eftir um-
sóknum og að fenginni umsögn
deildarstjóra dagskrárdeilda RUV.
Ix-o
mmMREYKJANES
Á RÉTTRIIIID
LSFRETi
Það er komið vor í París
Páskaferð til Frakklands 16.-23. apríl. Frábær vikuferð til París- v
ar, Rouen, Amiens og Reims. Versalir heimsóttir og hinn
heimsfrægi skemmtistaður LIDO. íslenskur fararstjóri.
Verð kr. 29.530.-
Iðandi stórborgir um páska
Kaupmannahöfn — ein vika.............Verð frá kr. 25.550.-
London — ein vika. — Selfridge hótel.Verð frá kr. 25.230.-
Ath. enski fótboltinn: 18. apríl Wimbledon — Arsenal.
Ath. enski fótboltinn: 20. apríl West Ham - Tottenham.
Amsterdam — ein vika.................Verð frá kr. 22.510.-
Glasgow — ein vika......Verð frá kr. 19.210.-
Ath. Sama lága verðið er enn í fullu gildi í Glasgow.
Hjá okkurer
ALLT innifalið.
Gerið verð-
samanburð.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL
POSTHÚSSTRÆTI 13 .
SlMAR (91) 26900 og 28522
Kjörorð okkar eru:
— Úrvalsferð
— Úrvalsverð
— Úrvalsþjónusta
Suður - England
Hvergi meira fjör fyrir börnin
Óvenju glæsilegir sumardvalarstaðir fyrir alla fjölskylduna.
Sannkallaðir sælustaðir. Sumar brottfarir þegar uppseldar.
Verð frá kr. 19.197.-
Munið barnaafsláttinn.
Sérferð eldri borgara til Mallorca
2. maí — 6. júní 36 dagar.
Ferðin verður undir öruggri leiðsögn og handleiðslu ELÍSA-
BETAR HANNESDÓTTUR sem er sérmenntuð í íþróttum
aldraðra og starfar á vegum Félags áhugamanna um íþróttir
aldraðra. Einnig verður hjúkrunarfræðingur með í ferðinni.
Verð frá kr. 35.600.-