Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 16

Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Ágrip af sögu Olafsvíkur € ■ ■ , • ’ • . . * • - „ -y ^ -c " «: aldamótin hafði í för með sér mikia grósku í menningar- og félagslífi. Menningarfélag var stofnað í þorp- inu 1890 og sparisjóður 1892. Tvær stúkur störfuðu í bænum, svo og spilaklúbbur, leiksýningar voru reglulegur þáttur í félagslífi og myndarlegt samkomuhús var reist 1901 og hefur gegnt sínu hlutverki síðan. (Nú er í smíðum nýtt félags- heimili í Ólafsvík og standa vonir til þess að það verði vígt á þessu ári.) En íbúaþróunin hafði einnig áhrif á þróun og stjóm hreppsmála. Það jafnvægi, sem hafði verið í byggð- inni í innri og ytri hluta hreppsins, raskaðist með vexti og viðgangi Ólafsvíkur. Kirkja sóknarinnar var til 1892 að Fróðá en það ár var kirkj- an flutt til Ólafsvíkur og olli sú ráðstöfun talsverðum ágreiningi í byggðarlaginu. Sættu margir íbúar í innanverðum hreppnum sig afar illa við kirkjuflutninginn. Arið 1923 var svo vígð kirkja er Fróðhrepping- ar byggðu á Brimilsvöllum. Miklar deilur urðu í hreppnum um ýmis sveitarstjómarmálefni í upphafi ald- arinnar. Má þar nefna atriði eins og §allskil og réttir annars vegar, en ýmsar framkvæmdir, og ráðagerðir um framkvæmdir, í Ólafsvík hins vegar. Fór svo að lokum að íbúar í báðum hlutum hreppsins héldu með sér fundi árið 1907 og samþykktu tillögu um skiptingu sveitarfélags- ins. Á fundi, sem haldinn var á Brimilsvöllum, var samþykkt að hin nýju sveitarfélög skyldu heita Ólafsvíkurhreppur og Vallnahrepp- ur. Talsverð bréfaskipti urðu á milli hreppstjómar og sýsluyfirvalda um þetta málefni næstu misseri, en skiptingin var staðfest af Alþingi árið 1911. Hlutu sveitarfélögin nöfn- in Ólafsvíkurhreppur og Fróðár- hreppur. Með þessari skiptingu varð Ólafsvík. sjálfstætt sveitarfélag. Sjávarútvegur og hafnargerð Ólafsvík var frá fomu fari „heima- ver“. Þangað sóttu því vermenn frá öðmm hémðum í minna mæli en til „útveranna" á utanverðu Snæfells- nesi. Veiðar vom mest stundaðar á gmnnmiðum Breiðafjarðar skammt undan þorpinu. Bátar Ólsara vom flestir sex- og áttæringar, en sumir minni. Teinæringar vom þar nánast óþekktir. Róið var snemma morguns og bátar teknir upp er að landi kom og gert að afla. Hafnaraðstaða var engin fyrr en eftir 1920 og skapaði útgerð mikla erfiðleika, þar sem erf- itt var að setja og taka upp báta. Sigling stærri skipa, einkum kaup- fara, til Ólafsvíkur var og hættusöm. Þessi skip urðu að leggjast við fest- ar úti á legunni og var þar mjög hætt í veðmm. Þrátt fyrir þessar aðstæður var talsvert um að kaupskip væm gerð út til veiða frá Ólafsvík, eins og annars staðar á landinu. Sigling kom venjulega út hingað snemma vors og skipin sigldu ekki utan aftur með útflutningsafurðir íslendinga fyrr en snemma hausts. Clausen-verslun gerði á 19. öld út allmörg kaupskip frá Ólafsvík yfir sumartímann og var talsvert um að Ólsarar rem á þeim. Hin eiginlega skútubylting i íslenskum sjávarútvegi hófst hins vegar ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar og stóð fram um 1920, þegar stærri vélbátar og togarar þóttu orð- ið ákjósanlegri skip til fískveiða. Eftir að skútuútgerð hófst á 19. öld réðu margir Ólsarar sig í „pláss" á skútum árlega, einkum á skútum sem gerðar vom út frá Breiðafírði og Vestfjörðum. Meðan heimilis- feður vom fjarverandi af þessum sökum var ekki óalgengt að hús- mæðumar réðust með bömin í kaupavinnu í sveitir á Snæfellsnesi. í upphafí þessarar aldar hófst vélvæðing bátaflota landsmanna. Til Ólafsvíkur vom á fyrsta áratugi ald- arinnar keyptir nokkrir vélbátar. Utgerð hins fyrsta, Geysis, tókst vel og jók bjartsýni manna á vélbátaút- gerð. Fleiri bátar vom því brátt keyptir til bæjarins og vom um 10 vélbátar gerðir út frá þorpinu á ámn- um 1904-1914. Árið 1916-1918 voru nokkrir vélbátar gerðir út frá Ólafsvík, en frá 1918 fram til 1928 varð hlé á vélbátaútgerð þaðan. Ástæðan var sú að reynslan sýndi að án hafnaraðstöðu var vélbátaút- gerð frá Ólafsvík alit of áhættusöm. Vélbátamir vom of þungir til þess að unnt væri að taka þá upp og setja daglega. I illviðmm var þeim hætt á legunni og urðu brautryðj- endur vélbátaútgerðar í þorpinu fljótt fyrir tjóni af þeim sökum. Kröf- ur um úrbætur í hafnarmálum urðu því háværari í sveitarfélaginu og hófust hafnarframkvæmdir loks á þriðja áratugi aldarinnar. Það var ekki fyrr en nokkrar úrbætur höfðu fengist í þessu efni að vélbátaútgerð hófst að nýju í Ólafsvík. Vom þá fyrst í stað settar vélar í gömul, opin áraskip. Þeir, sem riðu á vaðið með slíkar breytingar á bátum sínum, vom Ingvar Kristjánsson og Kristján Þórðarson. Mikil sjóslys á tveimur fyrstu ára- tugum þessarar aldar (38 menn fómst á ámnum 1902—1920, en 86 menn á tímabilinu 1835—1930) drógu mjög þrótt úr þeim uppgangi mann- og atvinnulífs sem einkenndi Ólafsvík um aldamótin. Þegar við bættist að tilraunir til vélbátaútgerð- ar skiluðu ekki viðunandi árangri var þess ekki lengi að bíða að hnign- unar tæki að gæta. Mannfjöldi í kauptúninu dróst saman. Ibúar höfðu verið 612 árið 1901, en vom 525 árið 1910, 444 árið 1920 og 439 árið 1930 (sjá mynd 1). Á sama tíma jókst íbúafjöldi í öðmm þétt- býlisstöðum á Snæfellsnesi. Þannig fjölgaði íbúum Hellissands og Stykk- ishólms vemlega milli 1901 og 1930, þótt nokkurra sveiflna gætti einnig í íbúafjölda þessara staða. Hafnarframkvæmdir í Ólafsvík gengu hægt. Ur litlu framkvæmdafé var að moða í upphafi og m.a. unnið í þegnskylduvinnu á þriðja áratugi aldarinnar. Þegar kom fram á fjórða áratug aldarinnar höfðu samt orðið talsverðar umbætur. Vélbátum í kauptúninu fjölgaði og árið 1939 tók hraðfrystihús til starfa. Á fímmta áratugi aldarinnar hófust veiðar í snurfvoð á Breiðafírði. Við þessi umskipti rann upp nýtt góðærisskeið í sögu Ólafsvíkur. Eftir 1950 var fólksfjölgun ör og samfelld fram yfír 1980, en nokkuð hefur dregið úr þeirri þróun undanfarin ár. Hafnaraðstaðan var þrátt fyrir umbætur erfíð fram til ársins 1962. Lengi vel var höfnin svo gmnn að fjaraði undan bátum á fjöru. Steinn í höfninni, „vararkollur" var hafður til merkis um hvort nógu aðsjávað væri fyrir báta að sigla inn í höfnina eða úr henni. Ólsarar börðust ámm saman fyrir frekari umbótum í hafn- armálum. Einn ötulasti baráttumað- ur á þessu sviði var Ottó A. Ámason. 1962 hófst bygging nýrrar hafnar í Ólafsvík eftir ítarlegar rannsóknir erlendra og innlendra sérfræðinga árin 1960-1961. Allt frá 1962 hefur nánast samfellt verið unnið að hafn- argerð í bænum. Þetta hefur að sjálfsögðu gjörbreytt öllum aðstæð- um til útgerðar. Bátar hafa orðið fullkomnari og stærri og frá því um 1980 hafa einn eða fleiri skuttogar- ar verið í skipastól Ólsara. Umsvifamikil fyrirtæki í útgerð og fískvinnslu hafa starfað í bænum undanfarin ár og áratugi. Hér er ekki kostur á að geta þeirra allra, en nefna má Hraðfrystihús Ólafsvík- ur hf., Hróa hf., Bakka sf., Stakkholt hf., Hólavelli hf., Enni hf., Fiskiéjuna Bylgjuna, Sæfísk hf. og Fiskverkun Helga Kristjánssonar. Þá hefur físki- og síldarmjölsverksmiðja ásamt lifr- arbræðslu starfað í bænum. Kirkjan í Ólafsvík, en Ólafsvík hefur á undanfömum ámm verið meðal aflahæstu ver- stöðva hérlendis og útflutningsverð- mæti sjávarafurða á hvem íbúa með því hæsta sem gerist á landinu. Aðrar atvinnugreinar Árið 1980 höfðu u.þ.b. 65% íbúa Ólafsvíkur atvinnu sína af fískveið- um og fiskverkun, um 9% af öðmm iðnaði og byggingarframkvæmdum og 26% af verslun, viðskiptum, sam- göngum og annarri þjónustu. Fiskveiðar og verslun em því enn, eins og um aldir, aðalatvinnuvegir Ólsara. Áður var nokkur landbúnað- ur stundaður í bæjarlandinu og flest heimili höfðu einhverjar skepnur. Heyja var aflað innan landamerkja kauptúnsins og jafnvel uppi á Fróð- árheiði. Mór var tekinn til húsahitun- ar í Bæjarmýrinni ofan við bæinn. Eftir að Einar Markússon lét af verslun ráku Proppébræður umsvifa- mesta verslunarfyrirtæki í þorpinu. Árið 1926 keypti Finnbogi Lámsson verslun þeirra og rak síðastur manna hina svokölluðu „Ólafsvíkurverslun". Stóð rekstur hans fram yfír 1940. Árið 1921 var stofnað Kaupfélag Ólafsvíkur. Kaupfélag þetta starfaði fram yfír 1960 en gekk aldrei í SÍS. Kaupfélagið Dagsbrún var stofnað af mönnum er klufu sig út úr KÓ vegna óánægju með rekstur þess. Kaupfélagið Dagsbrún, sem gekk þegar í SÍS, var rekið frá 1943 og fram til 1965. Skömmu eftir að Kaupfélag Ólafsvíkur varð að hætta rekstri var rekstur Dagsbrúnar og Kaupfélags Hellissands sameinaður í Kaupfélag Snæfellinga, sem starf- aði í Ólafsvík skamma hríð. Eftir það rak Kaupfélag Borgfírðinga um skeið útíbú í kauptúninu. Verslunum heftir fjölgað nokkuð undanfama áratugi. Þó vom ekki nema 44,6 ársverk unnin í verslun í þorpinu árið 1980. Helstu verslanir í Ólafsvík undanfarin ár hafa verið Kaupfélag Ólafsvíkur (nýtt félag sem fyrir fáum ámm var stofnað til að taka yfír rekstur útibús Kaup- félags Borgfírðinga í bænum) og verslanimar Hvammur, Kassinn, Vík, Þóra, Litabúðin, Verslun Jóns Gíslasonar, Verslunin Lára, Brauð- gerð Ólafsvíkur og Lyflaútibúið (Apótek Ólafsvfkur frá 1986). Eins og fyrr getur var sparisjóður stofnaður í Ólafsvík 1892. Þótt sparisjóðurinn hafí gegnt hlutverki sínu með prýði hefur velta hans aldr- ei verið eins mikil og stærri spari- sjóða, að ekki sé talað um banka er reka starfsemi á landsvísu. Það var því ugglaust Qármagnsfrekum fyrirtækjum í sjávarútvegi til hag- ræðis að Landsbankinn opnaði árið 1976 útibú í Ólafsvík. Ymiss konar þjónusta, bæði opin- ber þjónusta og þjónusta rekin af einkaaðilum, hefur aukist í Ólafsvík, eins og öðmm þéttbýlisstöðum und- anfama áratugi. Auk þjónustu tengdri samgöngum og sjávarútvegi í bænum má nefna rekstur veitinga- skála og Hótels Ness. Hótel Nes var sett á stofn af hagsmunaaðilum í hún var vígð 1967. sjávarútvegi og sveitarstjóminni, ekki síst til að tryggja aðkomnu verkafólki athvarf á vertíðum. Segja má að atvinnulíf í Ólafsvík sé einhæfara en æskilegt væri og afkoma í byggðarlaginu sé um of komin undir sjávarafla. Atvinnu- málanefnd Ólafsvíkur hefur á undanfömum ámm gengist fyrir rannsóknum á hagkvæmni þess að stofna til nýrra atvinnugreina í Ólafsvík, m.a. hefur verið gerð út- tekt á möguleikum á loðdýrarækt og fískeldi. Þótt þess sé að vænta að brotið verði upp á nýjungum í atvinnulífí í bænum á næstu ámm og áratugum er ljóst að sjávarútveg- ur verður um ókomna framtíð, sem hingað til, aflgjafí atvinnu- og mannlífs í bænum. Þróun byggðar, fé- lagslíf s og sveitar- stjórnar eftir 1911 Vegna hinnar öm fólksfjölgunar í bænum eftir 1950 er eitt af ein- kennum byggðar í Ólafsvík hversu nýleg flest íbúðarhús og opinberar byggingar em. Elsta hús í bænum er „gamla pakkhúsið", en svo er í daglegu tali nefnt pakkhús Clau- sen-verslunar, sem reist var árið 1844. Árið 1843 bmnnu hús verslun- arinnar. Þau höfðu verið reist á einokunartímanum og þóttu hin reisulegustu á sinni tíð. Eftir bmn- ann vom byggð tvö hús á vegum Clausen-verslunar, „gamla pakk- húsið", sem enn stendur, og verslun- arhús, sem síðast var kennt við kaupfélagið „Dagsbrún". Það hús brann 1966. Af eldri húsum öðmm má nefna félagsheimilið, sem fyrr er að vikið, tvö íbúðarhús frá því um aldamót og fáein hús frá fyrstu þremur áratugum aldarinnar. Gömlu „bæimir" urðu smám saman að þoka fyrir nýrri byggð. I dag er í bænum margt reisulegra nýrra bygginga. Af opinbemm byggingum má nefna kirkjuna, sem vígð var árið 1967, skólahús með nýbyggingu sem tekin var í notkun 1981, myndarleg og vel búin heilsugæslustöð var nýlega opnuð við Engihlíð, en Ólafsvík hef- ur verið læknissetur frá 1895. Við Ytra-Klif er ný félagsheimilisbygg- ing Ólsara risin, þótt enn sé hún ekki fullfrágengin. Á sl. ári var tek- in í notkun bygging með íbúðum fyrir aldraða. Félagslíf hefur alla þessa öld ver- ið öflugt í Ólafsvík. Eins og fyrr er að vikið var umtalsverð félagsstarf- semi í gangi í þorpinu um aldamótin. Á fyrri hluta aldarinnar gekkst góð- templarahreyfíngin fyrir miklu starfi í þorpinu, bæði fyrir böm og full- orðna. Félagsheimilið gamla var reist af góðtemplurum undir starf- semi sína, vígt árið 1901 og varð þegar mikil lyftistöng leiklistarstarf- semi í bænum. Kirkju- og safnaðar- starf er með blóma í Olafsvík og hafa prestar Ólsara jafnan tekið virkan þátt í félagsstarfi í bænum. M.a. má geta þess að þrír fyrstu formenn Sparisjóðs Ólafsvíkur vom jafnframt sóknarprestar Ólsara, þeir séra Helgi Ámason 1892—1908, séra Guðmundur Einarsson 1908—1923 og séra Magnús Guð- mundsson 1923—1963. Séra Helgi var fyrsti prestur Ólafsvíkurkirkju, sem vígð var 1892, en hafði áður þjónað Fróðárkirkju. Þeir þrír klerk- ar, sem fyrr em greindir, gegndu því samanlagt störfum í þorpinu í meira en 70 ár. Ungmennafélagið Víkingur hefur skipulagt margs konar íþróttaiðkun í bænum, þótt aðstæður til æfínga og keppni séu ekki eins góðar og æskilegt væri. Ýmiss konar klúbbar hafa verið myndaðir í Ólafsvík, eins og öðmm þéttbýlisstöðum á landinu undanfarna áratugi, og gegna veiga- miklu hlutverki í félagslífí bæjarbúa. Þá er í bænum starfandi slysavama- deild. Þess skal og getið að fyrir réttum 50 ámm var verkalýðsfélagið Jökull stofnað og hefur starfað óslit- ið síðan. í bænum em og starfandi flokksfélög stjómmálaflokkanna. Verkefni sveitarstjómar hafa að sjálfsögðu orðð margbreytilegri með vaxandi fólksfjölda. Opinberar fram- kvæmdir hafa verið miklar undan- fama áratugi. Ólafsvík var raflýst með díselrafstöð árið 1945, en síðar var rafstöð byggð við Fossá. Raf- magnssveitur ríkisins keyptu stöðina og lagnir hreppsins í þorpinu. Fyrr er vikið að hafnarframkvæmdum og opinbemm byggingum. Auk þeirra hafa á undanfömum áratugum stað- ið yfír framkvæmdir við gatnagerð innanbæjar og miklar umbætur í samgöngumálum. M.a. hefur tvíveg- is verið lagður nýr vegur undir Enni síðustu áratugi. Áður varð að sæta sjávarföllum til fara fyrir þennan faratálma, Jífshættulega stigu. Þegar Ólafsvík varð kauptún 1911 var hnignunar tekið að gæta í þorpslífínu. Orsakir þess vom eink- um miklir sjóskaðar og erfiðar aðstæður til sjósóknar er hömluðu vélbátaútgerð. Eftir 1940 tók hagur Ólsara að vænkast með tilkomu frystihúss og bættum hafnarskilyrð- um. Frá því að framkvæmdir hófust við nýju höfnina árið 1962 hafa orð- ið miklar framfarir í Ólafsvík. Alexander Stefánsson var sveitar- stjóri lengst af á þessu tímabili og er á fáa hallað þótt nafn hans komi fyrst upp í hugann, þegar nefndur skal einhver af forsvarsmönnum sveitarstjórnarmála í Ólafsvík eftir 1962. Á undanfömum ámm hefur nokkmm sinnum komið til umræðu að sameina sveitarfélög á utanverðu Snæfellsnesi. Þótt kannanir hafi bent til þess að slík sameining gæti verið hagfelld hefur málið aldrei komist á framkvæmdastig. I sveitar- stjómarkosningunum 1982 vom hins vegar auk hefðbundinna kosn- inga greidd atkvæði um það hvort Ólsarar ættu að sækjast eftir kaup- staðarréttindum fyrir bæinn. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfír- gnæfandi meirihluta atkvæða. Fmmvarp þess efnis lagt fyrir Al- þingi og samþykkt 1983. Ölafsvík fékk kaupstaðarréttindin hinn 23. mars 1983. Fyrsti bæjarstjóri Ólafsvíkurkaupstaðar var Guðmund- ur Tómasson, en núverandi bæjar- stjóri er Kristján Pálsson. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóm í sögu Ólafsvíkur undanfamar aldir. Þróttur atvinnu- og mannlífs milli Ennis og Ytra-Klifs hefur í aldanna rás risið og hnigið eins og öldumar við kinnunga þeirra báta, sem borið hafa aflann á land; gmndvöll sjálf- stæðrar tilveru fólks í Ólafsvík. Engin tök em á því að gera svo miklu efni skil í stuttu máli og því hefur margt orðið útundan sem vert er frásagnar. Hér hefur áherslan verið lögð á þróun atvinnulífs og byggðar í Ólafsvík og lítt _sem ekki skeytt um persónusögu. I riti því um sögu Ólafsvíkur, sem undirritað- ur vinnur nú að, verður ofangreind- um þáttum og fleirum gerð rækileg skil. Höfundur er sagnfræðingur og hefur meðal annars unnið að rann- sóknum á sögu Ólafsvíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.