Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.03.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ ERFIÐ SALA/ AUÐVELD SALA Hér eru nokkur sérstök atriði, sem þú munt læra á Dale Carnegie sölunámskeiðinu ■ Meginreglurnar, sem eru ráðandi við allar hugsan- legar söluaðstæður ■ Að nota sérstaka tækni fyrir hvert skref sölunnar ■ Að meta kaupgetu væntanlegs viðskiptavinar ■ Að ná og halda athygli væntanlegs viðskiptavinar ■ Að ákvarða hin raunveruiega áhuga og það sem hvetur viðskiptavininn til að kaupa ■ Að skilja hin fimm skref sölunnar ■ Að kynna einkenni og eiginleika vöru þinnar með þeim hætti, að hagnaður kaupanda verði Ijós ■ Að fá væntanlegan kaupanda til að vilja kaupa núna (Ijúka sölunni) ■ Að hafa á valdi þínu margreyndar aðferðir til að reka smiðshöggið á söluna ■ Að setja markmið ■ Að meðhöndla mótbárur ■ Að skilja sjálfan þig og aðra ■ Að taka persónulegum þroska Námskeiðið fer fram á föstudögum kl. 9-12.30 f.h. Sölunámskeiðið kemur saman á tólf fundi, og tekur hver þeirra þrjár og hálfa klukkustund. Til þess að fá inngöngu á námskeiðið verður þú að vera sölumaður, sem þegar hefur öðlast góða þekkingu á vörum og þjónustu fyrirtækis þíns. Innritaðu þig í dag og taktu stórt skref í áttina til meiri árangurs, sjálfum þér til 82411 handa. Innritun og upplýsingar í síma: O STJÓRIMUINIARSKÓLIIMIXI 9í> Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin' Dimitri Sgouros, píanóleikari: Tónlistin verður alltaf vinnan mín PÍANÓLEIKARINN Dimitri Sgouros leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands á auka- tónleikum sveitarinnar í Haskólabíói í kvöld. Á efnis- skránni eru Píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninov, 40. sinfónía Mozarts og svítan Gæsamamma eftir franska tónskáldið Ravel. Þetta er í annað skipti sem Sgo- uros leikur með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, en hið fyrra var fyrir rétt rúmu ári. Blaðamaður Morgunblaðsins átti stutt spjall við Sgouros og spurði hann hvað hann hefði verið að gera frá því hann var siðast á íslandi. „Það er ákaflega margt. Ég hef verið í 3. tónleikaferð minni um Japan. Ég hef líka verið í tónleika- ferð í Bandaríkjunum, en þangað Nýju kosn- ingalögin VEGNA fréttar í Morgunblað- inu 25. mars um nýju kosninga- lögin vill Jón Ragnar Stefáns- son, dósent i stærðfræði við raunvísindadeild háskólans, að fram komi, að af hans hálfu liggi fyrir opinberlega tvær greinargerðir um þetta mál, annars vegar greinargerðin „Um úthlutun þingsæta" frá árinu 1984, og hins vegar „Reiknireglur kosningalag- anna frá 1984“, en hún var lögð fram nú í vetur. Fyrri greinargerðin var lögð fram í aprílmánuði árið 1984, þeg- ar frumvarp til nýrra kosningalaga var tii fyrstu meðferðar í þing- nefnd, og er meginhluti hennar almenn lýsing á eiginleikum út- hlutunaraðferða, annars vegar reglu d’Hondts, sem kosningalög- gjöf okkar hefur verið byggð á, og hins vegar reglu stærstu leifar. Svo sem fram kom hér í blaðinu á þeim tíma var í þessari greinar- gerð eindregið ráðið frá, að lög- festar yrðu þær reiknireglur, sem fólust í frumvarpinu. Síðari greinargerðin, „Reikni- reglur kosningalaganna frá 1984", var lögð fram í nóvembermánuði sfðastliðnum, og fylgdi henni jafn- framt heildartillaga ásamt greinar- gerðum um úthlutun þingsæta samkvæmt ákvæðum stjómar- skrár, en hvort tveggja hafði þingnefndin fengið áður í hendur. I þessari greinargerð var reikniað- ferð kosningalaganna borin saman við þá úthlutunaraðferð, sem Jón Ragnar hefur lagt fram, og var samanburðurinn byggður á raun- verulegum kosningaúrslitum undanfama áratugi. Píanóleikarinn Dimitri Sgouros fer ég 2-3. á ári. í þetta skipti lék ég í Chicago, San Fransiskó, í Camegie Hall í New York með Fílharmóníusveitinni þar. Ég hef verið á Helsinkihátíðinni og fór síðan í fyrsta skipti til Kóreu og hélt tónleika þar. Síðan hef ég ver- ið á Ítalíu. Spilaði þar meðal annars í Torinó og í Róm spilaði ég á loka- tónleikunum á Rómarhátíðinni miklu undir stjóm Shostakovits, sonar gamla Shostakovits. Ég hef líka leikið í Hollandi, á Spáni og á Luzemhátíðinni í Þýskalandi þar sem ég lék með Sinfóníuhljómsveit Kölnarútvarpsins. Nýjasta hljómplatan mín hefur nýlega verið gefín út. Það er sú fjórða í röðinni og á henni spila ég, ásamt Fílharmóníusveitinni í Lond- on, tvö verk eftir Tchaikovsky. Annað er Píanókonsert nr. 1 og hitt er Fantasíukonsert opus 56, en það verk hefur ekki verið hljóðritað áður. I vor lýk ég svo námi í menntaskóla, auk þess sem ég fer í tungumálapróf, en ég læri þau svona í hjáverkum í einkatímum. Ég hef þegar lært ítölsku, spænsku, portúgölsku, þýsku, frönsku og ensku. Ég er með fullbókað tónleikapró- gram út árið 1989. Næsta haust hyggst ég hefja nám í stærðfræði við háskólann í Aþenu. Stærðfræði er eitt af áhugamálum mínum. Ég ætla ekki að læra hana til að fá háskólagráðu eða einhver réttindi, heldur verður þetta bara „hobbý." Tónlistin er vinna mín. Ég veit að ég á alla ævi eftir að starfa sem tónlistarmaður eingöngu." Móðir Sgouros, sem er hér á ferð með honum, bætir því við að í mars 1989 ætli Júgóslavar að halda tónlistarhátíð sem kennd verður við son hennar og kölluð Sgouroshátíð- in og verður Dimitri Sgouros einleikari þar. Morgunblaðið/J úlius Flotgirðing komin í kring um Arktis River þar sem það liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn. Rifur og dældir á botni danska skipsins DANSKA flutningaskipið Arktis River, sem strandaði utan við Rif aðfaranótt siðastliðins þriðju- dags, er talsvert skemmt. Á botni þess eru dældir og rifur upp í LENI rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því ódýrari. Gerðu þinn eigin verðsamanburð. ( * LENI y ELDHÚSRÚLLUR & SALERNISPAPPIR botntanka, en sjór hefur ekki komist inn i lestar skipsins eða vélarrúm. Sjópróf fara fram i dag og í dag verður líka tekin ákvörðun um hvort skipið sigli með farminn, 570 tonn af salt- fiski, til Portúgals eða hvort það verður tekið i slipp hér. Varðskipin Óðinn náði Arktis River af strandstað rétt fyrir klukk- an 2 í fyrrinótt, en skipið hafði þá verið strandað í sólarhring. Síðdeg- is á þriðjudag fór að hvessa á þessum slóðum og var nokkur vind- bára á strandstaðnum. Skipið byijaði að velta á skerinu eftir mið- nættið og fór varðskipið að toga í það með vaxandi þunga eftir klukk- an 1 og rétt fyrir klukkan 2 náðist það út. Eftir að skipið náðist út gekk illa að losa það aftan úr varð- skipinu vegna þess hvað það rak hratt að landi. I eitt skiptið munaði 2 metrum að það lenti á innsigling- arvitanum. Arktis River var síðan siglt til Reykjavíkur og fylgdi Óðinn því eftir. Þar könnuðu kafarar skemmdir á botni skipsins, eins og áður segir. Skipið liggur nú við Grandagarð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.