Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Kvótinn í stærstu ver-
stöðvunum minnki um 44%
Byggðastofnun reiknar út tillögnr Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar
eftir Gunnar G.
Schram
Á síðustu dögum þingsins varð
það uppskátt að frumvarp sem Al-
þýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið
og Framsóknarflokkurinn fluttu
hefði haft í för með sér að nær
helmings minnkun þorskkvótans í
mörgum stærstu verðstöðvum
landsins.
Útgerð legðist víða niður
Að beiðni sjávarútvegsnefndar
neðri deildar reiknaði Byggðastofn-
un það út hve áhrif frumvarpsins
yrðu og niðurstaðan var þessi. Þess-
ar furðulegu tillögur voru bomar
fram í frumvarpi Karvels Pálmason-
ar, Jóns Baldvins Hannibalssonar,
Hjörleifs Guttormssonar og Ólafs
Þ. Þórðarsonar á þingskjali nr. 86.
Fjallar frumvarpið um tilfærslu
kvótans milli byggðarlaga. Sú til-
færsla myndi hafa það í för með
sér samkvæmt útreikningunum að
útgerð og fískvinnsla víða um land
myndi leggjast í rúst. Lagði sjávar-
útvegsnefnd til að þessari aðför að
mörgum stærstu útgerðarbæjum
landsins yrði afstýrt með því að
fella frumvarpið.
Þannig eru tillögur Alþýðu-
flokksins, Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins um lausn á
vanda sjávarútvegsins á íslandi.
Þær munu verða framkvæmdar að
loknum kosningum ef þessir flokkar
fá að ráða.
Niðurstaða
Byggðastofnunar
Með þessari grein er birt tafla
yfír útreikninga Byggðastofnunar á
jpví hve þorskkvótinn myndi minnka
í hinum einstöku verstöðvum um
allt land, ef þríflokkamir kæmu
fram vilja sínum f sjávarútvegsmál-
um. Meðaltalsminnkunin er 44,4%
á öllum þeim stöðum þar sem árs-
verk í sjávarútvegi eru minna en
35% á hverjum stað.
Ahrifin víða um land
Það myndi hafa það í för með
sér að þorskkvótinn yrði minnkaður
í Keflavík, Njarðvíkum og Vogum
um alls 6.325 tonn svo dæmi sé
tekið.
í Hafnarfirði myndi hann minnka
um 4.566 tonn. í Reykjavík myndi
hann minnka um 9.993 tonn, á
Akranesi um 4.243 tonn og á
ísafirði um 5.658 tonn.
Ekki yrði ástandið betra annars
staðar um landið. Kvótinn myndi
minnka um 4.658 tonn á Akureyri
og um 4.017 tonn á Siglufírði.
í augum uppi liggur að slík stefna
og slík framkvæmd myndi boða
gjaldþrot fyrirtækjanna á þessum
stöðum, sem á undanfömum árum
hafa verið að vinna sig út úr erfíð-
leikum síðustu ára. Er það með
ólíkindum að þrír af stjómmála-
Karvel Pálmason
Hjörleifur Guttormsson
flokkum þjóðarinnar skuli láta sér
hugkvæmast að leysa vanda sjávar-
útvegsins á slíkan hátt. Og biðja
um umboð í þessum kosningum til
að framkvæma þessa stefnu!
Lausn Alþýðuflokks-
ins á Suðurnesjum
Mikið hefur verið rætt um þann
vanda sem sjávarútvegurinn á Suð-
umesjum hefur átt við að stríða á
síðari árum. Rætur þess vanda
liggja til þeirra ára er framsóknar-
og alþýðuflokksmenn fóru með
embætti sjávarútvegsráðherra.
Eigenda-
skipti á
hárgreiðslu-
stofu
VALGERÐUR Jóhannsdóttir
tók nýlega við rekstri hár-
greiðslustofu Gunnþórunnar
Jónsdóttur í JL-húsinu við
Hringhraut 121, 2. hæð.
Menna er hið nýja nafn stof-
unnar.
Hárgreiðslustofan verður opin
alla daga frá kl. 09.00 til 18.30,
föstudaga til kl. 20.00 og laugar-
daga frá kl. 10.00 til 16.00.
A stofunni er öll almenn hár- Valgerður Jóhannsdóttir eigandi
greiðsluþjónusta veitt. hárgreiðslustofunnar Mennu.
En nú hafa þessir flokkar fundið
upp herbragð sem duga á til þess
að rétta við útgerð og fískvinnslu
á þessum stöðum.
Tillögur þríflokkanna fela í sér
að þorskkvótinn í Keflavík myndi
minnka um 5.024 tonn. í Njarðvík-
Jón Baldvin Hannibalsson
Ólafur Þ. Þórðarson
um mjmdi hann minnka um 773
tonn og í Vogum um 528 tonn.
Á undanfömum vikum hefur
Steingrímur Hermannsson og fram-
bjóðendur Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins haldið fundið á
Suðumesjum og lýst því yfír að
þeir ættu þá ósk heitasta að endur-
reisa sjávarútveginn á þessum
stöðum. Þeir hafa hins vegar vand-
lega þagað yfír því hvaða aðferð
þeir ætluðu að beita við þá endur-
reisn. Nú liggur hún fyrir svart á
hvítu í frumvarpi til laga nr. 86,
sem þessir flokkar fluttu á Alþingi
í vetur.
Töfralausnin felst í því að svipta
þessar stóm verstöðvar á Suður-
nesjum nær helmingi af þorskkvóta
sínum. Þannig ætla þeir að leysa
vanda sjávarútvegsins á Suðumesj-
um! Ekki má seinna vera að fbúar
þessara staða átti sig á því hver
stefna þessara flokka er í lífshags-
munamálum þeirra.
Þeir geta ráðið því í komandi
kosningum hvort þessi aðför að
framtíð Suðumesja tekst eða ekki.
Kvótinn í Hafnar-
firði helmingaður
En það á ekki aðeins að svipta
þessar stóru verstöðvar á Suður-
nesjum nær helmingi kvóta sinna,
sem var ærið naumur fyrir.
Samkvæmt frumvarpi þríflokk-
anna myndi þorskkvóti Hafnar-
fjarðar minnka úr 10.276 tonnum
í 5.710 tonn eða alls minnka um
4.566 tonn. Sennilega telja Al-
þýðuflokksmenn í Hafnarfírði að
þetta yrði mikil lyftistöng fyrir út-
gerðina í bænum. Og í Kópavogi
myndi kvótinn minnka um 735 tonn
eða um nær helming frá því sem
hann nú er.
Ekki yrðu áhrifín í Reykjavík
betri. Það myndi kvótinn minnka
um 10.000 tonn ef tillögur Al-
þýðuflokksins, Alþýðubandalagsins
og Framsóknar ná fram að ganga.
Fróðlegt væri að heyra álit físk-
vinnslufólks og sjómanna á öllum
þessum stöðum á þessari nýju „upp-
byggingarstefnu" þríflokkanna í
atvinnumálum allra þessara byggð-
arlaga.
Bæjarstjórn Keflavíkur
fagnar skerðingunni!
En hvemig skyldu nú bæjaryfír-
völd á þeim stöðum, sem horfa fram
á svo stórfelldan niðurskurð kvót-
ans, taka slíkum ódæmum?
Synd væri að segja að krata-
meirihlutinn í bæjarstjóm Keflavík-
ur hefði af því miklar áhyggjur.
í umsögn bæjarstjómar
Keflavíkur, sem prentuð er sem
fylgiskjal með framvarpinu, segir
svo orðrétt:
„Fagna ber þessu frumvarpi, því
kvótakerfíð hefur komið mjög illa
við útgerð og fískvinnslu í Keflavík
og Garðinum."
Þá vita menn það að Alþýðu-
flokksmenn í Keflavík fagna tillög-
unni um að skerða kvóta Keflavíkur
um 5.024 tonn.
Alþingi tók í taumana
Sem betur fer lagði sjávarútvegs-
nefnd neðri deildar til að þetta
frumvarp væri fellt í áliti sínu 18.
mars sl. Að því áliti stóðu allir
nefndarmenn — nema fulltrúi Al-
þýðuflokks, sem sá þann kost
vænstan að vera íjarverandi, enda
frumvarpið flutt af formanni flokks
hans.
Atlögunni að sjávarútvegi á Suð-
umesjum hefur því verið bægt frá
í bili. En hvað gerist á næsta þingi
ef flutningsmenn þess fá að ráð?
Það er spuming sem fróðlegt er
að velta fyrir sér.
Álit sjávar-
útvegsnefndar
Að lokum er rétt að birta hér
orðrétt álit sjávarútvegsnefndar
neðri deildar Alþingis um þetta ein-
Gunnar G. Schram
*
„I augum uppi liggur
að slík stefna og slik
framkvæmd myndi
boða gjaldþrot fyrir-
tækjanna á þessum
stöðum, sem á undan-
förnum árum hafa
verið að vinna sig út
úr erf iðleikum síðustu
ára. Er það með ólík-
indum að þrír af stjórn-
málaflokkum þjóðar-
innar skuli láta sér
hugkvæmast að leysa
vanda sjávarútvegsins
á slíkan hátt. O g biðja
um umboð í þessum
kosningum til að fram-
kvæma þessa stefnu!“
Bjami Einarsson, aðstoðarfor-
stjóri, og Sigurður Guðmundsson,
forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar, mættu hjá
nefndinni og gáfu upplýsingar um
hvaða áhrif 2. gr. frv. hefði haft á
úthlutun kvóta einstakra byggðar-
laga árið 1986 ef þá hefði verið
eftir henni farið. Þær bera með sér
að minnkun þorskkvótans hefði
numið 44,4% í þeim byggðarlögum
þar sem minna en 35% vinnuaflsins
starfar við fiskveiðar og fískvinnslu,
sbr. meðfylgjandi töflu. Ófyrirsjá-
anlegt er hvaða áhrif það mundi
hafa fyrir þau byggðarlög en hætt
við að útgerð legðist þar af.
Meiri hl. nefndarinnar leggur því
til að frv. verði fellt."
Fylgiskjal I
Staðir þar sem sjávarútvegur er
minni en 35% ársverka 1986.
Úthlutaður þorskkvóti
Hlutur útvegs Úthlutaður kvóti Hlutfall af kvóta 1986 minnkar um yrði
Keflavík 16 11.306 3.8 5.024 6.282
Njarðvík 14 1.739 0.6 773 966
Vogar 25 1.188 0.4 528 660
Hafnarfyörður 8 10.276 3.4 4.566 5.710
Kópavogur 3 1.654 0.6 735 919
Reykjavík 3 22.489 7.5 9.993 12.496
Akranes 23 9.549 3.2 4.243 5.306
ísafjörður 34 12.733 4.3 5.658 7.075
Hvammstangi 15 1.192 0.4 530 662
Blönduós 7 210 0.1 93 117
Sauðárkrókur 16 6.047 2.0 2.687 3.360
Sigluflörður 34 9.041 3.0 4.017 5.024
Akureyri 10 10.482 3.5 4.658 5.824
Húsavík 26 6.885 2.3 3.059 3.826
Kópasker 12 778 0.3 346 432
Bakkafjörður 33 1.460 0.5 649 811
Borgarfjörður eystri 32 560 0.2 249 311
107.589 36.0 47.806 59.783
Landið 12 298.824 100.0
stæða framvarp þríflokkanna. Það
er svohljóðandi:
„Nefndin ræddi frv. á allmörgum
fundum og bárast henni níu um-
sagnir. í þeim öllum er mælt gegn
samþykkt frv. nema í umsögn bæj-
arstjómar Keflavíkur sem fagnaði
frv. Umsagnimar fylgja með nefnd-
aráliti sem fylgislg'öl.
Útreikningar Byggðastofnunar
sem sýna minnkun þorskkvótans í
mörgum stærstu byggðarlögum
landsins, ef tillögur Álþýðuflokks,
Alþýðubandalags og Framsóknar-
flokks næðu fram að ganga.
Höfundur skipar 5. sætí á lista
Sj&Ifstæðisflokksias i Reykjanes-
kjördæmi.