Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
39
Háskólabíó
sýnir „Guð
gaf mér
eyra“
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á myndinni „Guð gjaf mér
eyra“ sem gerð er eftir leikriti
Mark Medoffs. Leikstjóri mynd-
arinnar er Randa Haines. Will-
iam Hurt fer með annað
aðalhlutverkið en hann fékk
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í
myndinni „Kiss of the Spider-
woman“. Marlee Matlin fer með
hitt aðalhlutverkið en þetta er
jafnframt hennar fyrsta kvik-
myndahlutverk.
í frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir að myndin fjalli í stuttu máli um
kennarann James Leeds sem hefur
kennslu í heymleysingaskóla.
Kennsluaðferðir hans vekja hrifn-
ingu nemendanna en reiði skóla-
stjórans. James hrífst af Söru sem
er nemandi í skólanum. Hún er ijar-
læg og dularfull stúlka og lætur sér
fátt um hrifningu hans finnast. Svo
þegar hamingja þeirra virðist I höfn
verður þeim sundurorða og Sara
dregur sig á ný inn í skel sína.
Mynd þessi hefur verið tilnefnd
til fimm Óskarsverðlauna, m.a.
besta kvikmyndin, besti karlleikar-
inn og besti kvenleikarinn.
Morgunblaðið/Bára
Neyðarsendar
í gúmbjörgun-
arbátum
Guðbjartur Gunnarsson, leið-
beinandi við Slysavamaskólann,
vakti athygli Morgunblaðsins á
villu i frásögn af björgunaræf-
ingu um borð i varðskipinu Óðni,
sem birtist í blaðinu síðastliðinn
miðvikudag. Þar kom fram í
myndatexta að neyðartalstöðvar
væru um borð í gúmbjörgunar-
bátum. Guðbjartur sagði að þetta
væri rangt, þvi þessar neyðartal-
stöðvar væru yfirleitt í brúm
bátanna, en neyðarsendar i gúm-
bátunum. Á myndinni sýnir
Guðbjartur muninn á þessum
tækjum, neyðartalstöðin er
stærri en neyðarsendirinn minni.
'ÉLAG ÍSL.FNSKHA
ÖTIÐNADARMANNA
STOFN A 0
Núverandi stjóm Félags islenskra kjötiðnaðarmanna.
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna:
Heiðursfélagar útnefndir á 40 ára afmæli Félags íslenskra kjöt-
iðnaðarmanna i febrúar sl. Frá vinstri: Einar Sigurðsson, Sigur-
bjöm Sigurbjömsson og Marius Blomsterberg.
Sýning og ráðstefna á Hótel Sögu um helgina
SÝNING og ráðstefna á vegum
Félags íslenskra kjötiðnaðar-
manna verður nk. laugardag
og sunnudag, 28. og 29. mars.
Sýningin er haldin í tilefni 40
ára afmælis Félags íslenskra
kjötiðnaðarmanna. Á sýning-
unni verða kynntar vörar og
þjónusta, sem tilheyra kjötiðn-
aði. Á ráðstefnunni sem haldin
er samhliða sýningunni verða
bæði innlendir og erlendir fyr-
irlesarar. Sýningin og ráðstefn-
an verða í ráðstefnusal Hótels
Sögu og hefjast kl. 13.00 báða
dagana og standa til kl. 18.00.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um hin ýmsu atriði kjötiðnaðar.
Meðal þeirra sem taka til máls
eru Hans Kristian Olesen frá
Slagteriskolen í Roskilde, Peer
Funk Johannesen sem fjallar um
hreinlæti í matvælaiðnaði, Jón
Gíslason frá Hollustuvemd ríkis-
ins sem talar m.a. um væntanlega
reglugerð um aukaefni og Guðjón
Þorkelsson frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins sem ræðir um
kælingu, meymun og geymsluþol
kjöts.
Afmælissýningin og ráðstefnan
er opin öllum þó hún sé sérstak-
lega ætluð kjötiðnaðarmönnum,
kaupmönnum og verslunarmönn-
um í matvömverslunum og öðmm
þeim sem starfa við matvælaiðn-
að.
Þrífum skúm úr skotum
stjórnmálanna og hleypum
vindlareyknum út!
Látum lífssýn kvenna
blómstra!
Reykjaneskjördæmi
Kvennalistinn á erindi við þig. Kvenna-
listakonur koma á vinnustaði, í
saumaklúbba eða hvert sem
er, sé þess óskað.
Hafið samband við kosningaskrifstofuna
Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði,
símar: 651250, 652011, 651835.
Kvennalistinn I Reykjaneskjördæmi.