Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Kjamorkufríðlýst Norðurlönd:
Framlag Islands
skiptir máli
eftir Álfheiði
Ingadóttur
Þessa dagana ræðst það hér í
Reykjavík hver verður framtíð um-
ræðunnar um kjarnorkufriðlýst
Norðurlönd — hvort íslendingar
taka áfram þátt í undirbúningi
málsins eða verða viðskila við
frændþjóðir sínar í þessu mikils-
verða máli.
Sjálfstæðisflokkurinn með utan-
ríkisráðherra í broddi fylkingar
hefur tafíð framgang málsins mán-
uðum saman með því að hindra
skipan embættismannanefndar,
sem ætlað er að vinna samhliða
þingmannanefnd frá öllum þjóð-
þingum Norðurlanda. Til þessa
óþurftarverks hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn notið liðsinnis miðju-
flokkanna beggja allt eftir því sem
þótt hefur henta hverju sinni —
ýmist í krafti stjómarsamvinnu
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
eða í krafti meirihluta Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks í utanríkis-
málanefnd Alþingis. Forysta þessar
ji>riggja flokka hefur farið sínu fram
þvert gegn meirihlutavilja Islend-
inga, sem legið hefur fyrir allt frá
1983. Sá vilji var ítrekaður nú í
byijun mars, þegar 90% kjósenda
lýstu stuðningi við kröfuna um
kjamorkufriðlýst Norðurlönd.
Að kaupa sér frið
Þegar þetta er skrifað er ekki
vitað hver verður niðurstaðan á
fundi utanríkisráðherra Norður-
landa hér í Reykjavík, en margt
_ bendir þó til þess að Matthías A.
Mathiesen kaupi sér frið og sam-
þykki að íslendingar eigi fulltrúa í
embættismannanefndinni. Astæð-
umar em næsta augljósar.
Yfirlýsingar benda til þess að hin
Norðurlöndin fjögur muni halda
sínu striki og undirbúa friðlýsingu
Skandinavíu fyrir kjamavopnum þó
ísland skerist úr leik. Mönnum þyk-
ir töfín sem íslenski ráðherrann
hefur staðið fyrir orðin ærið löng
og vita trúlega sem er að skipan
embættismannanefndarinnar er
átylla sem hann notar til að þæfa
málið. Þess vegna var ekki fallist
á að fresta ákvörðuninni fram yfír
kosningar á íslandi.
Á Norðurlöndunum er mörgum
líka ósárt um að ísland verði ekki
með, þar sem herstöðvar Banda-
ríkjamanna hé_r flækja málið
óumdeilanlega. í því sambandi er
rétt að minna á að þegar skriður
komst á þessi mál 1980 var einmitt
ætlunin að útiloka ísland á þeirri
forsendu. Það tókst ekki, enda ekki
annarra en íslendinga að taka
ákvörðun um hvort þeir verða með
eða ekki. En ef ísland skerst úr
leik núna er ljóst að Færeyjar,
Grænland og þar með Norður-
Atlantshafíð verða útilokuð um leið.
Slíkt væri mikið hættuspil og gæti
hæglega endað með því að Island
yrði nýr Kólaskagi vestan jám-
tjalds. Jafnvel hörðustu andstæð-
inga hugmyndarinnar um
kjamorkufriðlýst Norðurlönd hryllir
við þeirri tilhugsun að ísland verði
eitt utan slíks svæðis.
í öðm lagi er býsna erfítt fyrir
Matthías Á. Mathiesen, a.m.k.
svona kortéri fyrir kosningar, að
ganga þvert gegn nýítrekuðum vilja
þjóðarinnar og meirihluta kjósenda
Sjálfstæðisflokksins, því sú stað-
reynd að fundur utanríkisráðherr-
anna er haldinn hér á landi setur
kastljósið beint á hann. Þá er betra
að kaupa sér frið og kyngja nefnd-
inni og það trúi ég að ráðherrann
muni gera.
Spumingin er hins vegar hvert
framhaldið verður. í leiðara Morg-
unblaðsins sl. sunnudag segir
berum orðum að ef embættis-
mannanefndin eigi að vera „eins
konar skjalageymsla, er ekki
skynsamlegt að stöðva það öllu
lengur að hún verði skipuð". Þar
með hefur tónninn verið sleginn
og næsta víst að eftir honum
verður dansað í nýrri ríkisstjóm
Sjálfstæðisflokks með Framsókn
eða Alþýðuflokki.
En er það í samræmi við vilja
íslensku þjóðarinnar að stofna til
e.k. skjalageymslu og láta málið
rykfalla þar? Svarið er nei.
Álfheiður Ingadóttir
„Fær ný viðreisn um-
boð kjósenda til að
breyta norrænu emb-
ættismannnaefndinni í
„skjalageymslu“ og láta
hugmyndina um kjarn-
orkufriðlýst Norður-
lönd rykfalla þar?“
Nýrrar öryggis-
stefnu er þörf
Framtíð mannkyns krefst nýrra
leiða í afvopnunarmálum. Það er
lífsnauðsyn að stöðva kjamorku-
vopnakapphlaup stórveldanna,
hætta tilraunum og framleiðslu
kjamavopna og eyða þeim áður en
sprengjan fellur og áður en kapp-
hlaupið um að vígvæða geiminn
verður stjómlaust. Risaveldin hafa
fengið tækifæri í bráðum hálfa öld
til að bægja kjarnorkuógninni frá,
en árangurinn er enginn. Herská
hugmyndafræði þeirra um gagn-
kvæma fælingu byggða á fleiri og
fleiri og fullkomnari og fullkomnari
kjamavopnum hefur gengið sér til
húðar. Það er komið að öðrum að
hafa frumkvæði og fara nýjar leið-
ir. Kjamorkuógnin er ekki einkamál
þeirra Reagans og Gorbachevs,
NATÓ eða Varsjárbandalagsins.
Hún snertir hvem einasta einn.
Á fyrstu afvopnunarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna 1979 var
hvatt til kjarnorkufriðlýsingar ein-
stakra svæða sem lið í allsherjar
afvopnun, nákvæmlega eins og í
samþykkt Alþingis um „Stefnu ís-
lendinga í afvopnunarmálum", 23.
maí 1985. Frumkvæði smáþjóða og
samstarf þjóða um nýja öryggis-
stefnu byggða á kjamorkufriðlýs-
ingu og gagnkvæmum samningum,
sem risaveldin yrðu að ábyijast, er
sú nýja leið í öryggismálum sem
nýtur vaxandi fylgis um allan heim.
ísland, sem sett var í sviðsljós
friðarviðleitni sl. haust, má ekki
lengur vera dragbítur í slíku sam-
starfí eða sitja hjá. Við eigum
samleið með Norðurlandaþjóðunum
í þessu efni sem í svo mörgu öðru.
Sameiginlega geta Norðurlöndin
ráðið miklu um þróun Evrópu og
heimsins alls, ekki síst í afvopnun-
ar- og friðarmálum. Til þess stendur
líka vilji íslensku þjóðarinnar svo
og frændþjóða okkar í Danmörku,
Svíþjóð, Noregi, Finnladi, Álands-
eyjum, Færeyjum og Grænlandi.
Aldrei kjarnavopn
á Islandi
En hvaða rök ber forysta Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks fram
með andstöðu sinni við kjamorku-
friðlýsingu Norðurlanda? Þau eru
einkum tvenn og stangast illilega
á. Í fyrsta lagi segja þessir menn
að á Islandi og hinum Norðurlönd-
unum séu engin kjamavopn og því
sé þetta ástæðulaust hjal. í öðru
lagi segja þeir að slíkt tal sé ábyrgð-
arlaust, því kjamorkufriðlýst
Norðurlönd myndu auka ófriðar-
hættu í okkar heimshluta, raska
jafnvægi, auka á spennu, snúast
upp í andstæðu sína. Ógnarjafn-
vægið og óbreytt ástand sé forsenda
friðarins og því megi ekki hrófla við.
Þetta þýðir einfaldlega að í hinu
gagnkvæma fælingarkerfi — ógn-
aijafnvæginu — sé fólginn mögu-
leiki á að flytja kjamavopn til
Norðurlanda. Og það er einmitt
mergurinn málsins. Þessi rök-
semdafærsla afhjúpar nefnilega
það, sem þessir sömu menn vilja
forðast að tala um og helst
gleyma — að Bandaríkin og
NATÓ áskilja sér rétt til að flytja
kjarnavopn til íslands, Dan-
merkur og Noregs, telji þeir þess
þörf. Það em til áætlanir um slíka
flutninga á ófriðartimum, fjölda og
tegundir vopna og svo geta menn
velt því fyrir sér hvort og þá hvem-
ig stjómvöld yrðu beðin um leyfi
til þeirra.
Ef litið er til þessarar mótsagna-
kenndu röksemdafærslu — að hér
séu ekki kjamavopn en megi ekki
fyrirbyggja að þau verði flutt hing-
að einhvem tíma í framtíðinni er
ekki nema skiljanlegt að yfírlýst
stefna Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks nýtur ekki nema 10%
stuðnings meðal kjósenda rúmum
mánuði fyrir kosningar. Krafa
hinna er skýr: Aldrei kjamavopn
á íslandi.
Hvað gerist eftir
kosningar?
Ákvörðun um kjamorkufriðlýs-
ingu Norðurlanda, með eða án
íslands, verður tekin á næstu 4
ámm. Það verður því næsta ríkis-
stjóm, sem tekur endanlega ákvörð-
un um hvert verður framlag íslands
í afvopnunar- og friðarmálum —
hvort fylgt verður vilja þjóðarinnar
og annarra Norðurlandabúa eða
hvort leiðir skiljast og ísland situr
eitt eftir í andrúmi kalda stríðsins.
Kosningaúrslitin 25. apríl nk. ráða
hér öllu um.
Þó utanríkisráðherra fallist nú á
að skipa í embættismannanefnd til
að kanna forsendur kjamorkufrið-
lýsingarinnar er ljóst að þar fylgir
hugur ekki máli. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn fær einhveiju ráðið eftir
kosningar verður sú nefnd einfald-
lega notuð til að stafla skjölum og
láta þau rykfalla þar. Það sem kjós-
endur ættu að hafa í huga er að
það sama gildir um Alþýðuflokkinn;
forysta hans er jafnvel herskárri
gegn kjamorkufriðlýsingu Norður-
landa en forysta Sjálfstæðisflokks-
ins.
Stefna Alþýðubandalagsins er
kvitt og klán Við teljum að ísland
eigi að taka þátt í og hvetja til
samnings um að á Norðurlöndum
öllum og í norrænum höfum verði
umferð, geymsla og meðferð kjam-
orkuvopna bönnuð um alla framtíð.
Þessi stefna gerir ekki ráð fyrir
neinum aukasetningum sem byija
á ef, þegar eða nema! Hún byggist
á því grundvallarstefnumiði okkar
að ísland eigi að vera herlaust og
friðlýst land utan hemaðarbanda-
laga og að rödd íslands á alþjóða-
vettvangi eigi að vera rödd friðar
og sátta. Tími ógnaijafnvægisins
er liðinn. Uppsöfnun kjamavopna
er orðin ógn í sjálfu sér. Það þarf
að ryðja nýja braut fyrir öryggi
allra þjóða og allra manna og við
íslendingar ættum að vera þar í
fararbroddi. Takmarkið er heimur
án kjamavopna og aldrei kjarna-
,vopn á íslandi. Valkostimir í
kosningunum eru skýrir: Aðeins
öflugur stuðningur við Alþýðu-
bandalagið getur tryggt framgang
þesa máls. Þar dugir ekki að
treysta á aðra.
Höfundur er blaðamaður og skíp-
ar4. sæti G-listans íReykjavík.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð
Símar689004 - 689005 - 689006
Upplýsingar um kjörskrá og aðstoö við kjörskrárkærur. Utankjör-
staðakosning fer fram hjá borgarfógetanum i Reykjavík, Skógarhlið
6, kl. 10.00-15.00 mánudaga til föstudaga.
Sjálfstæðisfólk I Hafiö samband við skrifstofuna ef þiö verðið ekki
heima á kjördag.
Kópavogur — Kópavogur
Bæjarmálaflokkurinn og Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi býður öllum velunnurum Sjálfstæðisflokksins i opið hús laugar-
daginn 28. mars kl. 21.00. Veitingar og skemmtiatriði.
Keflavík
Fundur verður haldinn í fulltrúaráði sjálfstæöisfélaganna i Keflav/k
miðvikudaginn 1. apríl nk. kl. 20.30, í sjálfstæðishúsinu, Hafnargötu 46.
Dagskrá:
1. Rædd verður fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Kópavogur
— kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisfiokksins í Kópavogi er í Sjálfstæöis-
húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan veröur opin alla virka
daga frá kl. 9.00-19.00. Símsvari er opinn allan sólarhringinn, símí
40708, kosningasimar 44017 og 44018.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Vestur-Húnvetningar
Efstu menn D-listans verða á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins, Brekkugötu 2 (gamla V.S.P.), Hvammstanga föstudaginn 27.
mars 1987 kl. 17.00-19.00. Komið og fáið ykkur kaffi með frambjóð-
endum. Allir velkomnir.
D-listlnn.
Skagaströnd
Almennur stjórnmálafundur verður í félagsheimilinu Fellsborg
fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 20.30.
Efstu menn D-listans mæta. Allir velkomnir.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
Suðurland
— kosningaskrifstofa
Aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, Tryggvagötu 8,
Selfossi er opin alla daga frá kl. 14.00-22.00. Sími 99-1899.
Litið inn, ræðið málin og fáið ykkur kaffi. Umsjónarmenn skrifstofunn-
ar eru Dagfríður Finnsdóttir og Ársæll Ársælsson.
Kjördæmisráð.
Mývetningar á réttri leið
Almennur stjórnmálafundur í Myllunni hótel Reynihlíö laugardaginn
28. mars kl. 13.30.
Frummælendur Halldór Blöndal, Björn Dagbjartsson og Vigfús B.
Jónsson.
Sjálfstæðisfólagið.
Þjóðmálafundur
íAratungu
Boöað er til almenns stjórnmálafundar i Aratungu föstudagskvöldið
27. mars kl. 21.00. Rædd veröur staða og stefna þjóömála, hvað
hefur áunnist og hvar úrbóta sé þörf. Framsögu flytja þingmennirn-
ir Árni Johnsen, Eggert Haukdal og Arndís Jónsdóttir kennari. Síðan
verða almennar umræöur. Fólk er hvatt til þess að mæta og leggja
hönd á plóginn.
Sjálfstæðisfólagið Huginn.