Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
Glórulaus málflutn-
ingur sjálfstæðismanna
eftir Guðjón V.
Guðmundsson
Sjálfstæðismennimir hamast allt
hvað af tekur þessa dagana á síðum
Morgunblaðsins í taumlausum og
stundum algerlega glórulausum
árásum á Alþýðuflokkinn og forystu
hans og þá fyrst og fremst for-
manninn og ef að líkum lætur mun
þessu ekki linna í bráð. Það er al-
Veg kostulegt að glugga í þessar
ritsmíðar, skriffínnamir keppast við
hver um annan þveran að lýsa því
hve gersamlega ómögulegt allt
þetta fólk er, þetta séu ekkert ann-
að en innantómir gasprarar ef ekki
bara algerir bjánar og þá vitaskuld
málflutningurinn og stefnumálin í
samræmi við það. Hvemig í ósköp-
unum stendur þá á því, að þeir
sjálfstæðismenn skuli vera að eyða
svo miklum tíma og rúmi sem raun
ber vitni í þennan pínulitla vonlausa
flokk og þá fáráðlinga, sem eru að
burðast við að tala máli hans. Halda
þeir virkilega, að íslenskir kjósend-
ur séu svo skyni skroppnir, að þeir
fari í einhveijum mæíi að greiða
þessum ómerkingum atkvæði sitt.
Þetta er gróf móðgun við íslend-
inga, einhveija gáfuðustu og best
upplýstu þjóð í veröldinni. Fólk al-
mennt hefur verulega andstyggð á
svona fáránlegum og lágkúmlegum
málflutningi. Þetta er víðsfjarri
venjulegum gmndvallarreglum
heiðarlegrar kosningabaráttu.
Svona iðju stunda aðeins mjög
hræddir menn í vanda við að veija
vondan málstað og þá er ævinlega
gripið til lyginnar og alls konar
útúrsnúninga og rangfærslna til
þess að reyna að koma höggi á
andstæðinginn og leiða athyglina
frá sínum eigin stjómmálalega ves-
aldómi. Allar þessar ógeðfelldu
skeytasendingar munu því hrökkva
aftur heim til föðurhúsanna og
valda því engum öðmm en höfund-
um sínum tjóni. Alþýðuflokkurinn
er sterkari en nokkm sinni og for-
ysta hans prýðisfólk sem vitanlega
vill þjóðinni aðeins það allra besta.
Formaðurinn, Jón Baldvin, er glæsi-
legur foringi enda jafnaðarmenn
mjög stoltir af honum. Það bókstaf-
lega sópar að manninum hvar sem
hann kemur fram. Andstæðingamir
lyppast niður. Allur málflutningur
þuingmannsefna flokksins er í alla
staði heiðarlegur og málefnalegur
út í ystu æsar, stefna flokksins er
skýr og afdráttarlaus á öllum svið-
um, þannig að það fer ekkert á
milli mála hvað flokkurinn ætlar
að gera fái hann brautargengi í
komandi kosningum og hvemig eigi
að standa að því að framkvæma
stefnumálin. í skoðanakönnunum
síðustu mánuði hefur komið í ljós
mjög ört vaxandi fylgi Alþýðu-
flokksins, þetta sýnir að fólkið í
landinu hefur kynnt sér rækilega
hvað flokkurinn hefur fram að færa
í landsmálunum og vill að það nái
fram að ganga.
Þegar áhrif jafnaðarmanna fara
að verða vemleg og varandi í þessu
þjóðfélagi mun hinn almenni vinn-
andi maður geta lifað góðu lífí af
átta stunda vinnudegi. Þá verður
gott að lifa í þessu landi.
Jafnaðarstefnan er göfugasta
Öryggi við hvert fótmál
SINDRA
STALHR
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
Allar nánari upplýsingar veita: Helgi Gústafsson, tæknifræöingur sími 27222
Siguröur Jónsson, tæknifræöingur sími 27222
WELAND rístarefni og stigar
WELAND áviö ...
• Þegar þið hanniö eöa smíöiö stigapalla,
stiga milli hæöa, stiga á tanka eða land-
göngubrýr.
• Þegar ykkur vantar ristarefni þar sem loft
og Ijós þarfaö komast á milli hæða.
• Þegar gæta þarf fyllsta öryggis varðandi
þrep og palla utan dyra, t.d. vegna snjóa
og hálku.
• Alls staðarþarsem aðstæðureru erfiðar.
WELAND: Ristarefni, stigaþrep, hringstigar,
álristar, handrið, öryggisútbúnaður. Efni
vegna sérverkefna og sérsmíða.
Efnisgæði: Stálristar St. 52-3
Annað efni St. 37-2
Yfirborð: Svart, málað, galvaniserað.
Bætt vinnuaðstaða og aukið öryggi starfs-
fólks eru góð fjárfesting. Þegar við bætast
efnisgæði og hagstætt verð eru kostir
WELAND enn augljósari.
HÖNNUÐIR VERKTAKAR
VELSMIDJUR !
Guðjón V. Guðmundsson
„Formaðurinn, Jón
Baldvin, er glæsilegur
foringi enda jafnaðar-
menn mjög stoltir af
honum.“
hugsjón sem nokkm sinni hefur
komið fram, eða hvað getur betra
og fegurra en jöfnuður, friður og
réttlæti meðal manna? Eins og
skáldið segir á einum stað: Allt
skal fijálst, allt skal jafnt, réttan
skerf sinn og skammt á hvert skap-
arans bam allt frá vöggu að gröf.
í komandi kosningum verða það
íhaldsöflin sem kalla sig Sjálfstæð-
isflokk og jafnaðarmenn undir
merkjum Alþýðuflokksins sem
munu takast á.
Sjálfstæðismennimir fínna það
og skynja alls staðar eins og aðrir,
að straumurinn liggur til Alþýðu-
flokksins og einmitt þess vegna er
djöfulgangur þeirra slíkur, sem
raun ber vitni, þeir em þegar komn-
ir á hnén og munu aldrei rísa aftur
upp til fulls, dagar þeirra em tald-
ir, drottnunarvaldi þeirra er lokið.
Jafnaðarmenn hafa það að leiðar-
ljósi, að meðan íhaldið brýst um á
hæl og hnakka, bölvar og stynur,
þá era þeir á réttri leið.
Fegurra mannlíf á íslandi. X-A
25. apríl nk.
Höfundur er sjúkraliði.
Kvennalistinn;
Stjórnvöld endur-
meti störf kvenna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Kvenna-
listanum:
„Fundur Kvennalistans á Hótel
Borg laugardaginn 21. mars lýsir
yfír fullum stuðningi við þær fjöl-
mörgu starfsstéttir, sem nú heyja
baráttu við ríki og borg fyrir bætt-
um kjöram. Það vekur sérstaka
athygli að konur em þama í miklum
meirihluta enda launakjör þeirra
slík að til auðnar horfir í fjölmörg-
um kvennastörfum.
Fundurinn skorar á stjómvöld
að ganga nú þegar til samninga og
hefjast handa um gagngert endur-
mat á störfum kvenna, sem hafí
það að leiðarljósi að sú ábyrgð, sem
felst í þessum störfum er mikil.“
Occult-klúbb-
ur stofnaður
STOFNFUNDUR nýs klúbbs sem
nefnist Occult-klúbbur verður
nk. sunnudag 29. mars kl. 16.00
í Djúpinu.
Klúbbur þessi mun fjalla um hin
fomu vísindi þar sem sviðin verða
fyrst og fremst maðurinn og um-
hverfi hans í endalausum lífshring.
(Fréttatilkynningj