Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 54

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 54
54 VOAW r>0 OTTO A/TT TTIk/rvn^r mCJk TOTXTTnOO?/r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Miiming: Rósa Lárusdóttir Fædd 3. febrúar 1904 Dáin 17. mara 1987 Fyrstu kynni mín af Rósu Lárus- dóttur, tengdamóður minni, hófust fyrir rúmum 45 árum er ég innan við tvítugt kom til hennar og manns hennar, Þórarins Ámasonar á Stórahrauni á Snæfellsnesi, sem var eitt annálaðasta gestrisni- og menn- ingarheimili þar um slóðir. Ég mætti strax þeirri vinsemd, hjarta- hlýju og einlægu gestrisni er voru alla tíð aðalsmerki þeirra hjóna. Rósa giftist ung Þórami Áma- syni og hófu þau búskap á Stóra- hrauni þar sem þau bjuggu í 28 ár. Fyrstu 10 árin bjuggu þau þar ásamt foreldrum Þórarins, frú Elísabetu Sigurðardóttur og séra Áma Þórarinssyni. Þau mátu Rósu tengdadóttur sína mikils og bar þar aldrei skugga á. Eftir að tengdafor- eldrar Rósu fluttust til Reykjavíkur voru þau öll sumur hjá Rósu og Þórami og nutu umönnunar þeirra. Það var alla tíð mjög gestkvæmt er ættingjar og vinir komu í heim- sókn og dvöldu þá böm systkina Þórarins oft langdvölum á sumrin á Stórahrauni. Það má því nærri geta að vinnudagur tengdamóður minnar var oft langur en alltaf vom sama gæskan og gleðin frá hennar hálfu og aldrei átti hún svo annríkt að ekki gæfí hún sér tíma til að setjast við orgelið og leiddi þá Þór- arinn sönginn, en hann var mjög góður söngmaður, og tóku þá allir undir. Em mér þetta ógleymanlegar stundir. Rósa Lámsdóttir fæddist 3. febr- úar 1904 á Breiðabólstað á Skógarströnd, dóttir hjónanna séra I byggingavörudeild fást einnig hreinlætis og blöndun- artæki að ógleymdum flísunum. Það er gott að vita af vöruúrvalinu í bygging- avörudeildinni hjá okkur. Það sparar þér sporin og þú gengur að vörunni vísri. Líttu víð næst þegar þú kaupir í matinn. HAGKAUP Skeifunni Lámsar Halldórssonar sálmaskálds og skrautritara og frú Ambjargar Einarsdóttur er var annáluð handa- vinnumanneslqa. Rósa átti því ekki langt að sækja listfengi sitt, en allt sem hún snerti á varð iistaverk. Snemma bar á tónlistarhæfíleik- um Rósu og var hún aðeins 11 ára er hún fór að læra á orgel hjá Júlí- önu Jónsdóttur í Stykkishólmi. Síðan var hún einn vetur í píanótím- um hjá Þóm Halldórsdóttur, föður- systur sinni. Þar næst hjá frænku sinni, Þuríði Dalhoff. Hún var því aðeins 13 ára er hún fór að spila í kirkju föður síns á Breiðabólstað og eftir að hún giftist Þórami spil- aði hún alla tíð við kirkju hjá séra Áma tengdaföður sínum. Einnig kenndi Rósa fjölmörgum á orgel þar í sveit og líka eftir að hún flutt- ist til Reykjavíkur. Séra Láms, faðir Rósu, var þjón- andi prestur á Breiðabólstað í 14 ár en varð þá að hætta prests- þjónustu vegna heilsubrests. Flutt- ist hann þá til Reykjavíkur með fjölskyldu sína og gerðist ritari hjá Knut Zimsen en vann síðan á Landsbókasafninu hjá Jóni Þorkels- syni (foma) við lagfæringu gamalla handrita, en listfengi hans í þeim efnum var orðlagt. Rósa var skarpgreind kona, ljóð- elsk og las mikið og hefði farið menntaveginn ef aðstæður hefðu leyft, en faðir hennar, séra Láms, dó úr spænsku veikinni 1918 og stóð móðir hennar þá ein uppi með 6 böm en þau vom Bárður, er fórst með togaranum Ólafí; Rósa, gift Þórami Ámasyni; Sigurbjörg, gift Braga Steingrímssyni dýralækni (dáinn); Halldór, kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur (bæði dáin); og Svanur, tvíkvæntur (báðar látnar). Þrátt fyrir að Rósa hefði ekki tæki- færi til frekara náms blundaði menntaþráin ávallt með henni og eftir að bömin vom komin upp fór hún á námskeið meðal annars í ensku er hún tileinkaði sér að miklu gagni. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi þó Rósu tengdamóður mína í daglegu fari hennar var fyrir- hafnarlaus háttprýði, hógværð, algjört látleysi og virðing fyrir þeim sem hún umgekkst. Umhyggja Rósu fyrir sínum nánustu var ein- stök og er hennar nú sárt saknað. Andlát Rósu bar snöggt að og var mikið áfall tengdaföður mínum. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðastliðið ár og áttu um- hyggja hennar og fómfysi gagnvart honum engin takmörk frekar en endranær. Rósa og Þórarinn vom óaðskiljanleg og máttu varla hvort af öðm sjá. Rósa hafði til að bera þann kvenlega yndisþokka sem hreif alla er henni kynntust. Rósa og Þórarinn hefðu átt 65 ára af- mæli nú á hvítasunnunni og veit ég að Þórami, tengdaföður mínum, er huggun harmi gegn að „Anda sem unnast fær aldrei eilífð að skil- ið“. (J.H.) Böm Rósu og Þórarins em: Kristín, gift undirrituðum; Lára, gift Halldóri Bech fyrrv. flugstjóra; Anna María Elísabet, dó ung; Anna María Elísabet, gift Stefáni Gísla- syni flugstjóra; Elín, dó ung; Elín, gift Hans Gústafssyni garðyrkju- stjóra; Inga Ema, dó ung; Inga Ema, gift Ólafí Eyjólfssyni skrif- stofustjóra; Gyða, gift Hafliða Guðjónssyni auglýsingastjóra. Rósa tengdamóðir mín var trú- kona mikil og ræktaði alla tíð sitt trúarlíf. Hollráðari og heilsteyptari konu en tengdamóður minni hef ég ekki kynnst. Mín önnur móðir er látin og er ég þess fullviss að fyrir- bænir hennar eiga eftir að fylgja okkur öllum um ókomna framtíð. Minningin um Rósu tengdamóður mína, kjark hennar og þolgæði mun gera okkur sem eftir lifum færari um að takast á við vandamál lífsins. Einar Nikulásson Látin er í Reykjavík frú Rósa Lámsdóttir, eiginkona Þórarins Ámasonar, fyrmrn bónda á Stóra- Hrauni í Hnappadalssýslu. Stóra-Hraun bar sannarlega nafn með rentu, því stórt var þar allt, og heimilisandinn einstakur. Já, stemmningin á Stóra-Hrauni var engu lík, það mætti skrifa um hana heila bók. Þau vom miklir gleðigjafar, Rósa og Þórarinn, móð- urbróðir minn, og það vom fáir heppnari en ég að fá að vera á þessu glaða og elskulega heimili á hveiju sumri til 15 ára aldurs. Rósa og Þórarinn eignuðust níu dætur, en sex þeirra náðu fullorð- insaldri, fallegir og skemmtilegir leikfélagar. Þær em allar giftar og frá þeim kominn fyöldi afkomenda. Frá þessum árum man ég best sönginn í stofunni, með Rósu við orgelið. Hún var einnig kirkjuorgel- leikari f sókninni í fjöldamörg ár. Og í eldhúsinu þar sem allt heimilis- fólkið safnaðist saman og Rósa, ásamt Elísabetu móðurömmu minni, við eldavélina. Þá var nú kynslóðabilið ekki fundið upp. Rósa var mikið uppáhald allra, sem henni kynntust, falleg kona og elskuleg. Þórarinn kunni líka vel að meta alla hennar miklu kosti, og lifðu þau í hamingjusömu hjóna- bandi í 65 ár. Guð blessi minningu Rósu og styrki Þórarin á skilnaðarstund. „Þú, fagra ljós, í Ijósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi.“ (M. Joch.) Árni KHstjánsson í dag kveðjum við hinstu kveðju frú Rósu Lámsdóttur er lést í Reykjavík 17. þ.m. Rósa fæddist 3. febrúar 1904 á Breiðabólsstað á Skógarströnd, næstelst sex bama hjónanna Am- bjargar Einarsdóttur og séra Lárusar Halldórssonar sálmaskálds og skrautritara. Frá fyrstu æviáranum eigum við minningar um þessa hæglátu og vönduðu konu sem ávallt var kölluð „Rósa mágkona" á heimili okkar. Fyrir litlar telpur lá ekkert á útskýr- ingu á þessu viðbótamafni en með aldrinum skildum við þó tilurð þess enda „Dói frændi" bróðir Ingunnar ömmu okkar giftur henni. Það var ævinlega gestkvæmt á Smáragötu 3 þar sem amma okkar og afí, Ingunn Ámadóttir og Krist- ján Einarsson, héldu heimili. Stór systkinahópur ömmu ásamt mökum sínum og bömum sótti þau heim og því ekki furða að systumar á efri hæðinni gerðu sér ferð niður til að hlusta á frásagnir frá Stóra- hrauni, enda aldrei nein lognmolla í kringum þær. Þannig vakir í end- urminningunni gleði, hlátur og fróðleikur; minningar sem gott hef- ur verið að eiga á lífsleiðinni. Þama opnaðist heimur fyrri tíma, fyrst þegar þau systkinin ólust upp á Stórahrauni og síðan þegar Þórar- inn tók við búinu með sína ómiss- andi Rósu sér við hlið. Systkinaböm Þórarins biðu eftir að vetrinum lyki svo þau kæmust í sveitina til Rósu og Dóa og er rétt hægt að ímynda sér hversu mikið húsmóðirin hefur haft að gera með allan þann fjölda sem naut gestrisni þeirra. Hápunkt- ur frásagnanna þótti okkur þó er lýst var sumarkvöldunum á Stóra- hrauni þegar bömin settust umhverfis Rósu, sem lék á orgelið, og allir sungu af hjartans lyst fyrir svefninn. Eitthvað hafa tímamir nú breyst... Fyrir þá sem lítið sem ekkert þekkja til flölskyldu Elísabetar og séra Ama kemur oft á óvart hversu mikil tengsl em milli afkomend- anna. Sumir verða jafnvel hálf hissa hversu náin þessi tengsl em þar sem ijöldinn er svo mikill, en raunin er sú að frændsemin virðist þessu fólki í blóð borin. Þannig þótti tilhlýði- legt að innræta bömum strax hveijar væm frænkur þeirra og frændur, og hver væri giftur hveij- um og bar að sýna þeim öllum sama hlýhuginn og virðinguna, enda fjöl- skylduböndin sterk. í bamahópi Elísabetar og séra Áma vom ellefu böm. Makar þeirra urðu strax hluti af fjölskyldunni og því kynntumst við þeim öllum vel. Rósu kynntumst við þó kannski einna best, enda nutum við góðvild- ar hennar allt frá fyrstu kynnum. Heimili hennar og Dóa stóð öllum opið og þá kannski ekki hvað síst okkur systmnum. Ekki lét Rósa sig heldur muna um að koma við á Smáragötu þegar vorprófín nálg- uðust og handavinnuverkefnunum ólokið. Beið hennar þar hálfúnnin handavinna sem ógemingur virtist að ljúka, en einkunnir urðu þó „glimrandi" og gmnaði sjálfsagt engan handavinnukennarann hvaða álfadís hafði þar komið við sögu og bjargað málunum. Hannyrðir Rósu vom enda með eindæmum fallegar og hafa sjaldan sést svo fáguð vinnubrögð sem hennar hjá konu á níræðisaldri. Samleið Rósu og eiginmanns hennar, Þórarins Ámasonar, var orðin löng, 66 ár. Þau eignuðust níu dætur en urðu fyrir þeim mikla harmi að missa þijár þeirra á bams- aldri með stuttu millibili. Það er alltaf sárt að missa sína nánustu ástvini og nú sér Dói frændi ekki aðeins á bak eiginkonu heldur einn- ig sínum besta vini sem hann deildi stærstum hluta ævinnar með. Spor- in sem hann stígur nú em þung. Við biðjum góðan Guð að veita honum styrk á þessari stundu sem og dætmm þeirra, tengdasonum og bamabömum. Rósu Lámsdóttur biðjum við Guðs blessunar, óskum henni góðr- ar heimkomu og kveðjum hana með þakklæti og virðingu. Elísabet, Ingunn og Anna Kristyine Magnús- dætur. Þriðjudaginn 17. mars lést í Landspítalanum í Reykjavík amma mín, Rósa Lámsdóttir. Hún var ein af sex bömum séra Lámsar Hall- dórssonar og Ambjargar Einars- dóttur, sem bjuggu á Breiðabólstað á Skógarströnd. Amma var mjög hljómelsk og hafði yndi af að spila á orgel. Þrett- án ára gömul var hún byijuð að spila við messur hjá föður sínum í Breiðabólstaðarkirlq'u. . í mars 1922 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Þórarin Ámason, prófastson frá Stóra- Hrauni. Hann var sonur hjónanna séra Áma Þórarinssonar og Önnu Maríu Elísabetar Sigurðardóttur. Á Stóra-Hrauni bjuggu afí og amma í 23 ár en þá fluttu þau á Drangs- nes og svo tveimur ámm síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust níu dætur en þijár þeirra dóu bamung- ar. Eftirlifandi em: Kristín Guðríð- Krýsuvíkursamtökin ÁTáK TILHJALP^R Þverholti 20 minna á átak til hjálpar gegn vímu- efnum. — g«gn vinwlnuni — Hægt er að greiða framlög inn á gíróreikning 621005 eða hringja í síma 621005 og láta bóka framlög sem síðan er hægt að greiða með heimsendum gíróseðli sem greið- ist í næsta banka, sparisjóöi eða pósthúsi. Einnig má greiða framlög gegnum innheimtukerfi VISA. Hljómplatan/hljómsnældan „MIRR0RED IMAGE“ er til sölu á skrifstofu Krýsuvíkursamtakanna í Þverholti 20 og kostar kr. 1000.- 0 ur, gift Einari Nikulássyni, Lárai Ambjörg, gift Halldóri Beck, Anna, María Elísabet, gift Stefáni Gísla- syni, Elín, gift Hans Gústafssyni, Inga Ema, gift Ólafí Eyjólfssyni og Gyða, gift Hafliða Guðjónssjmi. Það er erfítt að hugsa til þess að einhver sé fallinn frá sem maður hefur þekkt alla ævi. Frá því að ég man fyrst eftir mér þá bjuggu afí og amma á Óðinsgötunni en síðar á Dalbraut 25. Að líta inn hjá þeim var einn af föstu punktunum í til- vemnni. Þau vom mjög ræðin og hvarf hugurinn oft að liðinni tíð. Gaman var að spjalla við þau því amma var sérlega minnug á manna- nöfn og ættfróð mjög. Alltaf var boðið upp á kók svo ekki sé minnst á pönnukökumar hennar ömmu. Amma var mikil handavinnu- manneskja og em ófá heimilin í fjölskyldunni sem bera því vitni. Það leið aldrei sá dagur að hún gæti setið auðum höndum. Skapgóð og jafnlynd var hún með afbrigðum og kvartaði aldrei. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég ömmu og bið þess að góð- ur guð veiti afa mínum, sem nú er orðinn háaldraður, styrk og huggun í hans miklu sorg. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt“ (S.E.) Erna Stefánsdóttir Okkur langar með nokkmm orð- um að minnast ömmu okkar, Rósu Lámsdóttur. Þegar við hugsum til baka er lítið annað en ánægjulegra stunda að minnast. Fyrstu minning- amar em frá þeim tíma þegar afí og amma bjuggu á Laugaveginum. Þar var mjög gott að koma til að leika sér og fá bakkelsi. Hveitikök- umar hjá ömmu vom einstaklega góðar. Amma var mjög bamgóð og gott að vera í návist hennar. Ekki fækk- aði ferðunum til þeirra er þau fluttu á Óðinsgötuna. Amma var með afbrigðum vinnu- söm og dugleg kona og aldrei féll henni verk úr hendi og pijónunum sleppti hún sjaldan. Um hver jól fengu allir eitthvað handunnið frá ömmu. Afí og amma bjuggu fyrr á ámm á Stórahrauni. Var þá gert margt til að nýta matinn og eitt af því var að leggja slátur í súr og héldu þau því áfram í gegnum árin. Oft komum við svangir og þá var súra slátrið það besta sem við gátum hugsað okkur og ætíð var til nóg af því. Ámma var flestum sem þekktu hana stoð og stytta í lífínu og þeg- ar maður kom þungur í skapi til hennar átti hún það til að setjast við orgelið og spila fallegt lag, og létti manni fljótt við það. Amma var mjög músíkölsk kona og spilaði í kirkjum og kenndi á hljóðfæri á yngri ámm. Þegar fjárhagurinn stóð illa hjá okkur var amma alltaf reiðubúin, af litlum efnum, að hjálpa. Amma var gáfuð kona og með afbrigðum minnug. Hún kunni kynstrin öll af vísum og var oft gaman að heyra afa og ömmu kveð- ast á. Amma var mjög hæglát og nægjusöm kona, en ef hún vildi svo við hafa hafði hún sitt fram. Hún var launkímin og hitti kímnin ætíð í mark. Sérstaklega var gaman þegar afi og amma vom að glettast. Síðustu árin bjuggu amma og afí á Dalbraut. Amma stundaði mikið handavinnu, eða svonefnt föndur, síðustu árin og liggja mörg listaverk eftir hana og flestir fjöl- skyldumeðlimir eiga dýrgripi eftir hana. Amma var mjög trúuð og bæn- heit kona. Við emm þess fullvissir að lífshlaup okkar hefði verið á annan veg ef bæna hennar hefði ekki notið við. Við þökkum ömmu fyrir þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi okkur og við vitum að hún er í góðum höndum. Þórarinn Bech, Ragnar Már Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.