Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 58

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 58
 58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ t Maðurinn minn, JÓN SIGURÐSSON, trésmiður, Austurbrún 4, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 24. mars. Guðríöur Einarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS SALÓMONSSON, fyrrum yfirlögregluþjónn, lést 24. mars. Ármann J. Lárusson, Björg Árnadóttir, Grettir Lárusson, Ólavía Þórðardóttir, Kristján H. Lárusson, Brynja Lárusdóttir, Lárus Lárusson, Sigurlaug E. Björgvinsdóttir, Júlfus Einarsson, Agnes T ryggvadóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR RÓSINKARSSON, ísaflrði, lést á Landakoti þriðjudaginn 24. mars. Sölvey Jósefsdóttir, Bergmann Ólafsson, Ardís Gunnlaugsdóttir, Guðmundur K. Ólafsson, Stefanía Eyjólfsdóttir, Margrét B. Ólafsdóttir, Eirikur Krlstófersson, Jakob R. Ólafsson, Ingibjörg Þorvarðardóttir, barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR HJÖRLEIFSSON, Melabraut S, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 27. mars kl. 10.30. Guðrún V. Einarsdóttir, Hjörleíf Elnarsdóttir, Sveinbjörn Þ. Einarsson, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, GÍSLÍNA GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Reynivöllum 3, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja hinnar látnu, Guðrún Ásbjörnsdóttir. " Móðir okkar og tengdamóðir, h GUÐNÝ RÓSA JÓNASDÓTTIR frá Bakka í Hnffsdal, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. mars kl. 13. 30. - Jónas Elfasson, Halldór 1. Elíasson, Ásthildur Erlingsdóttir, Björg Cortes Stefánsdóttir, Þorvarður Elfasson, Elías B. Elfasson, Margrét Elíasdóttir. Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Rannveig Lind Egilsdóttir, t Eiginkona mín og móðir, HILDUR ÞURÍÐUR BÓASDÓTTIR, er lést þann 20. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 27. þ.m. kl. 15.00 síðdegis. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra. Hlöðver Kristinsson, Hermann Hlöðversson. Lokað verður fyrir hádegi á morgun, föstudaginn 27. mars, vegna jarðarfarar EINARS HJÖRLEIFSSONAR. Smjörlíki — Sól hf. Sigurbjörg Gunnars- dóttir — Minning Fædd 8. desember 1913 Dáin 18. mars 1987 Miðvikudagsmorguninn 18. mars sl. lést í Norðfjarðarspítala tengda- móðir mín Sigurbjörg Gunnars- dóttir. Hún fæddist 8. desember 1913 á Egilsstöðum í Fljótsdal, dóttir hjónanna Gunnars Sigurðs- sonar og Bergljótar Stefánsdóttur. Um bemsku hennar veit ég lítið, en örlögin höguðu því þannig að 7 ára var hún látin í fóstur til hjón- anna á Arnaldsstöðum í Suðurdal, Helgu Torfadóttur og Páls Ólafs- sonar. Ef hugsað er um aðstæður nú og þá koma manni í hug ýmsar sögur sem fóru af bömum sem lát- in vom í fóstur. Sum voru heppin en önnur vansæl. Um vist Sigur- bjargar á Amaldsstöðum veit ég lítið en það hef ég fundið í gegnum árin að til Páls stjúpa síns bar hún hlýhug. Systkinin á Egilsstöðum voru 14 en eru nú 7 á lífí. Handlagni og dugnaður einkenndi þau sem ég hef kynnst, auk hæfíleika sem ég hef ekki vit á að tala um. Einum degi eftir lát Sigurbjargar barst okkur dánarfregn úr Fljóts- dalnum. Guðfínna, systir hennar, hafði orðið bráðkvödd þar sem hún var við bústörfín, en hún bjó á Egilsstöðum ásamt fjórum systkin- um sínum. í systkinahópinn á Egilsstöðum hefur verið höggvið stórt skarð á undanfömum árum. Þau sem ég vil sérstaklega minnast eru Sigurð- ur, Stefán og Sigríður. Sigurði kynntist ég best þar sem hann þurfti að dvelja í Reykjavík vegna veikinda af og til í tvö ár. Aðdáunarvert var það þrek og seigla sem Sigurður sýndi á þessum árum. Sigríður var sú kona sem enginn kom að óvörum. Þar komu best í ljós hæfíleikar hennar á æðri svið- um. Þessi fátæklegu orð mín áttu að verða í minningu tengdamóður minnar, en svo sterk bönd tengjast fólkinu á Egilsstöðum eins og við köllum það að mér er ljúft að minnast þeirra. Um tvítugt fór Sigurbjörg í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Myndir frá þeim tíma sýna að glæsi- leg stúlka hefur lagt út á lífsbraut- ina og er ekki að furða þó að Jón Finnsson tengdafaðir minn hafí rennt hýru auga til hennar, en þau höfðu kynnst á Seyðisfírði þar sem hún vann á sjúkrahúsinu. Þau giftu sig 10. júlí 1937, hófu búskap á Ágiskun eða þekking á Guði Getum við í raun og veru vitað nokkuð um Guð? Þegar litið er á allar hugmyndir fólks og þessar mismunandi kirkj ur og ólíku trúarbrögð þá virðist mér að þetta séu allt ágiskanir um Guð. Það er rétt að heimurinn er fullur af trúarbrögðum. Menn- imir eru haldnir ólæknandi trúhneigð. Það er sama hvað samfélagið er frumstætt, eða þróað, hugmynd um æðstu veru er alls staðar fyrir hendi. Eg held þú hafir líka rétt fyrir þér í því að trúarhugmyndirnar eru að mestu leyti ágiskanir manna um Guð. Þegar Páll heimsótti Aþenu fann hann altari sem helgað var „óþekktum guði“. En getum við þekkt Guð og komist að raun um hvernig hann er? Já! Og meira en það: Við getum þekkt hann með því að eignast persónulegt samfélag við hann. Þetta er dýrlegur sannleikur. Eg bið þess að þú komist sjálfur að raun um þenn- an mikla sannleika. Hvernig megum við þekkja Guð? Við getum þekkt hann vegna þess að hann hefur ekki ætlað okkur að ráfa um kring og velta vöngum í óvissu um sig. Nei, hann hefur þvert á móti opinberast okkur. Biblían segir að hann hafi birt sjálfan sig að nokkru leyti í sköpunarverkinu. „Eilífur kraftur hans og guðdómleiki" (Róm. 1,20). En Biblían gengur lengra og segir að Guð hafi opin- berast í sögu mannkynsins. Frásögurnar um það eru í Biblíunni. Hún greinir frá því að mesta stórvirki Guðs hafi verið að hann sendi son sinn Jesúm Krist í heiminn. Svo er ritað í Biblíunni: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn ein- getni sem hallast að bijósti föðurins, hann hefur veitt oss þekking á honum“ (Jóh. 1,18). Hvernig vitum við að Jesús var raunverulega sonur Guðs og segir okkur sannleikann um Guð? Eg veit það vegna þess að Jesús Kristur reis upp frá dauðum — og það greinir hann frá öllum öðrum sem uppi hafa verið. Þú getur þekkt Guð persónulega með því að vígja líf þitt Jesú Kristi. Eg bið þess að þú stígir það trúarskref og sðan vaxir þú í samfélagi við Guð er þú lærir um hann í Biblíunni. Lokað Prentsmiðjan verður lokuð eftir hádegi í dag, fimmtu- daginn 26. mars, vegna útfarar frú SVEINU SVEINS- DÓTTUR sem fram fer frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Steindórsprent hf. Neskaupstað og hafa búið þar alla tíð. Þeim varð 5 bama auðið: Erla Margrét, Gunnar Sigfínnur, Finnur Sigfús, Páll og Egill. Bamabömin em 16 og bamabamaböm 5. Margar stundir hefur Sigurbjörg haft fyrir okkur bömin þegar farið hefur verið lengri leiðir og gott hefur verið að vita þau hjá henni. Fyrir allt þetta þakka ég. Veturinn 1955 kem ég í fyrsta sinn á heimili tengdaforeldra minna. Hef ég alla tíð síðan átt þar góðar stundir. Austur í berin og sólina hefur verið farið flest öll sumur síðan. Það verða öðmvísi beijaferðir hér eftir. Það verður ekki sagt: „Silla, getur þú lánað mér beijatínu og poka?“ Um leið og ég sendi Jóni tengda- föður mínum og öðmm ástvinum hennar mínar samúðarkveðjur, koma mér í hug ljóð Páls Ólafsson- ar, en á þeim hafði Sigurbjörg miklar mætur: „Sjáðu drottins dýrð á bárum, dýrð hans upp á tindunum. Drekkum, sem á yngri árum, enn úr vonarlindunum. Trúum, þar til lífi lýkur; líknarhöndin guðs er sterk. Aldrei drottins auga svíkur, aldrei drottins handaverk." Hjörleifur Þórlindsson Siguijón Hallgrúns- son — Kveðjuorð Fæddur 17. febrúar 1979 Dáinn 18. febrúar 1987 Okkur langar til að minnast Sig- uijóns Svanbergs Hallgrímssonar þótt með örfáum orðum sé. Siguijón var okkur góður félagi og vinur bæði í leik og starfi. Hann var mjög duglegur í námi, með af- brigðum vandvirkur og hafði mikla listræna hæfíleika. Við erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum lífsglaða dreng. Við sendum foreldrum Siguijóns, litlu systur hans og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem) Inga Hjördís og bekkjar systkin í Árbæjarskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.