Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 61

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 61 Ung og á uppleið MUnchen, frá Berg^ótu Friðriksdóttur, fréttaritara MorgunblaðBÍns. Mikið hefur verið rætt og ritað um vestur-þýsku tennis- stjömuna Boris Becker og er það vel. En Vestur-Þjóðvetjar eiga aðra unga tennisstjömu sem minna hef- ur verið í sviðsljósinu, af einhverjum sökum. Það er hin 17 ára gamla Steffí Graf, sem á örskömmum tíma hefur tekist að komast upp í þriðja sætið á listanum yfir bestu tennis- leikara heims. Og í Grand-Prix- keppninni, sem haldin var í Bandaríkjunum fyrir skömmu, náði Steffi þeim frábæra árangri að leggja að velli gömlu kempumar Martinu Navratilovu og Chris Evert-Lloyd. Að þeirri keppni lok- inni lýsti Navratilova því jrfír að Steffi væri besti kventennisleikari heims. Ekki amaleg ummæli það og fað- ir Steffí, Peter Graf, sem jafnframt er þjálfari hennar og framkvæmda- stjóri, er að vonum ánægður með árangur dóttur sinnar. Steffi þykir búa yfir geysilegum hæfíleikum, er snör í snúningum og bæði forhönd og uppgjöf framúrskarandi góðar. Peter Graf segir dóttur sína ein- staklega hlýðinn og agaðan tennis- leikara. Steffí er geysilega taugasterk og yfirvegaður leikmaður og kemur það greinilega fram á tennismótum. Sjaldan sést hún bregða svip þó eitthvað bjáti á og aldrei hefur hún kastað tennisspaða sínum í jörðina, eins og tíðkast hjá tennisleikumm þegar eitthvað fer miður. Er Boris Becker engin undantekning þar á. Og þrátt fyrir frábæran árangur að undanfömu er Steffi ekkert nema hógværðin þegar fréttamenn gerast aðgangsharðir. En hvemig hefur Steffí Graf tek- ist að komast svo langt á svo skömmum tíma. í viðtali við þýska vikutímaritið Stem er haft eftir Steffí að síðustu árin hafí ekki liðið sá dagur að hún hafi ekki gripið til tennisspaðans. Hún kveðst lifa ákaflega hollu og heilbrigðu lífi sem miðar að því að komast í fyrsta Steffi Graf eftir hinn sögufræga sigur í Grand-Prix-keppninni í Bandaríkjunum. sætið _yfir bestu tennisleikara heims. A kvöldin og um helgar þeg- ar jafnaldrar hennar bregða sér í bíó eða á dansleik, situr Steffi heima í faðmi fjölskyldunnar ásamt hundunum sínum tveimur. Hún seg- ist ekki eiga marga vini enda keppnisferðir um heiminn tíðar og því lítill tími til að sinna einkalífinu. Margar gagnrýnisraddir hafa sagt að hið nána samband Steffi við föður sinn og fjölskyldu sé óeðli- legt fyrir 17 ára gamlan ungling. Steffí lætur slíkt sem vind um eyr- un þjóta og kveðst ánægð með lífið og tilvemna. „Það eina sem skiptir mig máli er tennis," segir hin unga og efnilega tennisstjama sem er á góðri leið með að vinna sér meira álit og traust meðal þýsku þjóðar- innar en Boris Becker hefur nokkm sinni tekist. Steffi ásamt föður sínum, Peter, sem jafnframt er þjálfari hennar og fram- kvæmdastjóri. Bowie í heims- reisu Breska rokkstjaman David Bowie kom á þriðjudag til Rómaborgar og var það fyrsti áfangi á hljómleika- för hans um heimin. Á Leonardo da Vinci flugvelli var ströng örygg- isgæsla og fyldu lögreglumenn Bowie að bifreið sem beið hans fyr- ir utan flugstöðina. Reuter. Díana krónprinsessa af Wales og fatnaður sá er hún klæðist vekur jafnan athygli. Á þriðjudag tóku hún og eiginmaður hennar, Karl ríkisarfi Bretaveldis, á móti Fahd, konungi Saudi-Arabíu, er hann kom í opinbera heimsókn til Bretlands og kepptust ljósmyndarar þá við að taka myndir af prinsessunni í þessari nýju dragt er hún hafði ekki klæðst áður opinberlega. Espadrillur með uppfylltum hæl kr.790 Litur: Sv., hv., rautt, blátt. St. 35-41, lágur hæll. Litur: Hv., St. 35-41, hár hæll. 5% staðgreiðsluafsláttur. sv., rautt. TOPP, S 21212 SKDem VELTUSUNCH 1 POTTÞÉTT PÚSTKERFI! Pústkerfi frá Bosal og Stuðlabergi. í allar gerðir bifreiða. Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn! Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.