Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Fjárhagsbókhald Viðskiptamenn — skuldunautar Viðskiptamenn - lánadrottnar^ Birgðabókhald Söluaðilar EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, Reykjavík, s.: 686933 Rafreiknir hf., Ármúla 40, Reykjavík, s.: 681011 Skrifstofuvélar hf., Hverfisgötu 33, Reykjavík, s.: 20560 Atlantis, Skúlagötu 51, Reykjavík, s.: 621163 Heildi - Níels Karlsson, Steinbergi, Akureyri, s:. 96-25527 Rúnir Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík, símar 91-22243 og 26282. í dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í Nýjabœ. Þar fœrð þú nýtt, týrsta flokks nautakjöt á hagstœðu tilboðsverði. m NYl wm VÖRUHÚSIÐ EIÐISTOfíG/ Utsýn er feti framar Ég og fjölskylda mín erum ein þeirra fjölmörgu, sem höfum notið þeirrar tilbreytingar og ánægju að eyða sumarleyfinu í útlöndum. Þar höfum við átt dásamlega daga á sólarströnd og komið endumærð og úthvíld til baka að takast á við hin hversdagslegu störf heima. Okkur finnst sérstök ástæða til að þakka Ferðaskrifstofunni Útsýn hennar góðu störf að ferðamálum. Það er mín sannfæring, og mæli ég þar áreiðanlega fyrir hönd fjöl- margra, að Útsýn standi feti framar öðrum, bæði sakir reynslu og kunn- áttu í að búa sem best að farþegum sínum. Mín reynsla er sú, að þar reyndist verðið líka lægst í hlutfalli við gistiaðstöðu, þjónustu og öryggi í öllum hlutum. Við flölskyldan dvöldum á Costa del Sol síðastliðið sumar á íbúðar- hótelinu Benal Beach sem er það glæsilegasta þar á ströndinni bæði utan sem innan. Þökk sé Útsýn fyrir að hafa tryggt okkur gistingu á þessum stað. Ef ég ætla með fjöl- skylduna í sumarleyfi þá vel ég að sjálfsögðu Ferðaskrifstofuna Út- sýn, vegna þeirrar frábæm reynslu sem ég hef af þeirra ferðum. Með tilkomu FRÍ-klúbbsins er enn verið að auka á ánægju dvalarinnar í sólarferðum, með uppákomum og skemmtilegheitum. Eg vil að lokum þakka Útsýn fyrir að hafa tryggt okkur glæsilega gistiaðstöðu í ferð- um sínum á frábæm verði, einnig fararstjómm og starfsfólki, sem vinnur sín verk af öryggi, festu og umhyggju fyrir viðskiptavinum sínum. Mín reynsla er að allar upp- lýsingar og loforð um tilhögun ferðar hafa staðist fullkomlega og í sumum tilfellum gott betur. Eitt atriði að lokum þessara skrifa, sem ég held að segi nokkuð um ágæti Ferðaskrifstofunnar Út- sýnar, að ég kynntist einum af eigendum hótels á Costa del Sol fyrir tilviljun og sagði hann mér að Útsýn væri einn af þeirra virt- ustu og bestu viðskiptavinum og samskipti þeirra við starfsfólk og farþega Útsýnar væri til fyrirmynd- ar. Þökk sé forstjóra og starfsfólki Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Bestu sumarleyfískveðjur til allra sem þrá sól og sumaryl. Ingi Björgvin Konráðsson, Arahólum 2, Reykjavík, 4567-5408. Það var um miðjan vetur Fyrir nokkm var fyrirspum í Velvakanda frá Ingibjörgu Jóns- dóttur um gamlar Reykjavíkurvísur sem hún mundi úr æsku. Nokkrir aðilar sem könnuðust við vísumar höfðu samband við Velvakanda og kann hann þeim bestu þakkir fyrir. Líklega em vísumar eftir Jón Ólafs- son, ritstjóra. Það var um miðjan vetur, og veður heldur svalt, að létt féll niður lognmjöll, úr lofti og fuðrið kallt. Við skólapiltar skemmtum oss, á skautum niður á Tjöm. Og fyöldi af öðm fólki, bæði fullorðnir og böm. Loks var ég orðin lúinn, og leið að skólatíð,, á skautum hélt í hendi, þar heim ég gekk um síð. Þá mætti ég ungra meyja hóp og mér heilsuðu þær, svo ungar og fríðar allar, og ein sem mér var kær. Hún bað mig skautan betur sinn binda á hægri fót. Mer lætur lítt á skautum, hin ljúfa mælti snót. Og áþekkt er með hinar, þær hafa nóg með sig. Svo leiðist þeim nú líka, að leiða og styðja mig. Mér blossaði bál í kinnum, mér bmnnu á vömm orð. En þó ei nota þorði, ég þögull kraup á storð. Og skautann á hægra fæti fljóðs ég festi en skjótt varð séð, að varlegra var að laga þá vinstri skautann með. Ó, ef ég aðeins mætti, hve indælt fyrir mig. Létt og ljúft mér þætti, að leiða og styðja þig. Ef mætti ég um allt æviskeið, þú ástmey, kæra bam. Þig leiða ljúft ég vildi, um lífsins kalda hjam. Minn arm svo fögm fljóði, ég fram mun rétta þá. Svo leiddi ég hana hálu við hjami mnnum á. Þó félli mjöll á fölvan ís, þá fann ég til þess ei. Ég rann í dvala draumi, með dýrri engismey. Og meira en hundrað manna, auk mín var skautum á. En hana af öllum hópnum, já, hana ég eina sá. Og tíminn leið hvað lengi, með ljúfri rann ég mey. Hvort ég var hér í heimi, eða hinum veit ég ei. En eitt ég veit og ávallt, að ég fór víða um heim. Um fjöll og fagrar sléttur, um fold og laga geim. Um norður svala heimskaut hált, um heita suðurgmnd. Sú skautaferð í fögmm draum, mér fylgdi í vöku og blund. Víkverji skrifar Leikfélag Akureyrar býður landsmönnum öllum upp á sér- stakar leikhúspakkaferðir til Akureyrar. Svokallaðar pakkaferðir til Akureyrar hafa verið á boðstól- unum hjá Flugleiðum og þá frá Reykjavík, en nú býður Leikfélag Akureyrar með tilstyrk Flugfélags Norðurlands öðmm Norðlendingum og fólki af Austurlandi og frá Vest- fjörðum að slást í hópinn. Skilyrði þessara ferða er að menn kaupi miða á sýningu Leikfélags Akur- eyrar á Kabarett, en auk þess er þjónusta ellefu annarra aðila á Akureyri í boði, hótela, veitinga- staða og skíðastaða svo dæmi séu nefnd. Um árabil hafa Flugleiðir boðið upp á pakkaferðir til Reykjavíkur og fyrmefndar helgarferðir frá Reykjavík til Akureyrar. En það em ekki bara Reykvíkingar og Akur- eyringar, sem hafa setzt á rökstóla og sett saman pakkaferðir til að laða til sín ferðafólk. í sannleika sagt, er ekkert þéttbýli nú staður með stöðum, nema það bjóði ná- grönnum sínum og sem flestum landsmönnum upp á einhvers konar pakkaferðir. Víkverji les í Eystra- homi viðtal við hjón frá Djúpavogi, sem em “í helgarpakka" á Höfn í Homafírði, þar sem þau hafa meðal annars setið sælkeraveizlu á Hótel Höfn. Húsvíkingar hafa sett saman dagskrá til að fylla upp í nokkurs konar helgarpakka og í öðmm sveitarfélögum hafa menn bmgðið á það ráð að setja upp ferðaskrif- stofu í Reykjavík og taka höndum saman til þess að geta boðið þar sem fjölbreytilegastan pakka. Nýj- asta dæmið sem Víkveiji þekkir þar um er samstarf aðila á Snæfellsnes- inu utanverðu. Þar gegnir Jökullinn sama hlutverki og Kabarett á Akur- eyri og auðvitað em þar sælkera- kvöld og vísast til boðið upp á annað og meira en pakkasúpu í þeim helg- arpakka. Þannig er helgin orðin kabarett fyrir norðan, sælkeraveizla fyrir austan og Snæfellsjökull á hvers- manns færi. Öðm vísi Víkveija brá, þegar “Þingvallahringurinn“ var eina helgarferðin, sem Jónas og fjölskylda áttu um að velja. XXX Mikill fjörkippur virðist hlaup- inn í útgáfu landsbyggðar- blaða. Víkveiji vitnaði hér að framan til Eystrahoms, sem gefið er út á Höfn í Homafirði. Á Suður- nesjum keppa Víkurfréttir og Reykjanes um hylli lesenda og í Vestmannaeyjum koma Fréttir nú út tvisvar í viku. Víðar er blaðaút- gáfa mikil og fínnst Víkveija greinilegt, hversu mjög blaða- mennskan hefur batnað hjá þessum blöðum. Eitt dagblað er gefið út utan Reykjavíkur. Það er Dagur á Akur- eyri og eins kom fram á Akur- eyrarsíðu Morgunblaðsins í gær, er Dagur sterkur fyrir norðan. Það var Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands, sem framkvæmdi skoðana- könnun fyrir Dag um útbreiðslu dagblaðanna á Norðurlandi. Og Dagur hefur birt fleiri niður- stöður skoðanakannana en um dagblöðin. Þannig hefur blaðið skýrt frá því, að núverandi stjómar- mynztur sé vinsælast á Norðurlandi og um leið vinsælla í Norðurlands- kjördæmi vestra en því eystra. Hins vegar er viðreisnarmynztrið vin- sælla í Norðurlandskjördæmi eystra heldur en vestanmegin, en heildar- norðurlandsfylgi þessara stjómasr- kosta eru 27 og 17%. Vinstri stjóm fær aðeins 5% og aðrir kostir enn minna, en vel að merka neita 3% að svara og 32% segjast ekki vita hvemig þeirra uppáhaldsstjóm er skipuð. Það eru svo kratamir fyrir norð- an, sem sækja manna ákafast í viðreisnina, en 55% þeirra vilja sam- starf Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Slíkt samstarf er þó ekki efst á blaði hjá meirihluta sjálfstæð- ismanna, því 41% þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Fram- sóknarflokkinn og 36% viija skipta um samstrafsflokk og fá kratana með í viðreisn. XXX En það era ekki aðeins frétta- blöð eins og framantalin sem virðast blómstra. Stofnanir era famar að leggja vaxandi áherzlu á útgáfustarfsemi í formi fréttablaða og sem Víkverji er að leggja frá sér stflvopnið að þessu sinni berst honum fyrsta eintakið af nýju fréttablaði Iðntæknistofnunar. Púlsinn heitir þetta blað og leysir af hólmi fréttabréf, sem Iðntækni- stofnun gaf áður út og hét einfald- lega ITÍ - fréttir. Þannig liggur þessi leið líka frá fréttabréfi til fréttablaðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.