Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 69

Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 69 —<' I I i Atli Heimir Sveinsson skrifar um sí- gilda tónlist í blaðið. Hann er í hópi kunnustu og hæfustu tónsmiða í land- inu. Elín Edda dýfir fjööur á síður Helgar- póstsins þegar listdanssýningar eru á döfinni. Hún er sjálf dansari og mynd- listarkona. Friðrik Þór Guðmundsson blaða- maður. Hann hefur starfað við blaða- mennsku um árabil. Friðrik er mennt- aður í stjórnmálafræðum. Guðbergur Bergsson er myndlistar- gagnrýnandi HP og braut blað í umfjöll- un um þessa listgrein þegar hann hóf skrif í blaðið fyrir fimm árum. Guðberg- ur er kunnur rithöfundur og þýðandi. Guðmundur Arnlaugsson hefur skrifað um skák í blaðið frá fyrsta tölu- blaði þess. Hann er virtur skákdómari. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Hann hóf störf í blaðamennsku fyrir nokkrum árum og var á Tímanum áður en hann kom á HR * - r i f; r 4. tt Helgi Skúli Kjartansson gagnrýnir fræðirit af ýmsu tæi fyrir blaðið, auk annarra bókmennta. Helgi Skúli er kunnur sagnfræðingur. Hermann Lárusson er sérfræöingur HP í bridge. Hermann er sjálfur liðtækur í íþróttinni og þekktur spekúlant í fræð- unum. Jim Smart Ijósmyndari hefur unnið við blaðið nánast frá byrjun. Hann er af mörgum talinn færasti portrett-ljós- myndari á landinu. Jóhanna Sveinsdóttir blaðakona skrifar nú um mat fyrir HP, eins og hún hefur gert af og til síöustu ár. Matkráka hennar er rómuð fyrir óvenjulega frum- legar og góðar uppskriftir. Jón óskar myndlistarmaður, er útlits- teiknari HP. Hann hannaði útlit blaðsins í upphfi og sneri fyrir allnokkru aftur til starfa á HP eftir myndlistarnám í New York. Jón örn Marinósson og Jónsbók hans birtast lesendum HP á annarri síðu blaðsins. Jón örn er einn flinkasti penni landsins. Hann er tónlistarstjóri Ríkisút- varp§ins. ólafur Angantýsson kvikmynda- gagnrýnandi. Ólafur lagði stund á kvik- myndafræði jafnhliöa fjölmiðlafræði viö Stokkhólmsháskóla og lauk þar námi 1985. óskar Guðmundsson blaðamaður. Hann er gamall haukur í fréttum og hef- ur komið víða við á löngum fjölmiðla- ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson rit- stjórnarfulltrúi kom til HP haustið 1983 eftir störf á DV og áður Vísi. Hann er kunnur fyrir viðtöl sfn og greinar, auk innlits í Sjónvarpið í fyrra. Sigurður A. Magnússon hefur skrif- að um leiklist fyrir Helgarpóstinn. Sig- urð er óþarft að kynna, svo rómaður rit- höfundur sem hann er. Sölvi Sveinsson gagnrýnir barnabæk- ur fyrir HP, en blaöið var reyndar fyrst fjölmiöla til að leggja sérstaka áherslu á þá umfjöllun. Sölvi er íslenskukennari við Fjölbraut í Ármúla. Vernharður Linnet skrifar um djass í blaöið og hefur gert frá upphafi. Fáir is- lendingar eru honum fróðari um þessa geggjuðu tegund tónlistar eins og reyndar hefur glöggt mátt sjá í pistlum hans í HP í fjölmörg ár. /%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.