Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 26.03.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 71 Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson • Guðjón Skúlason, hinn eldsnöggi bakvörður ÍBK brunar fram völl- inn í leiknum við Val f gœrkvöldi. Guðjón átti góðan leik og skoraði 20 stig. Valur áfram eftir hörkuleik „MÉR er svo sem sama hverja við fáum í undanúrslitum, en ég vil fá Víking f úrslitaleik," sagði Geir Sveinsson fyrirliði Vals er lið hans hafði unnið UBK, 30:28, eft- ir framlengdan leik f Digranesi. Grikkir náðu jöf nu HOLLAND og Grikkland gerðu jafntefli, 1:1, í 5. riðli Evrópu- keppni landsliða f Rotterdam í gœrkvöldi. Grikkir náðu óvænt forystunni strax á 6. mínútu með marki Sara- vakos og þannig var staðan í hálfleik. Arnold Muhren bjargaði svo heiðri heimamanna er hann jafnaði á 55. mínútu. Staðan í 5. riðli er þessi: Grikkland 6 3 1 1 11:7 7 Holland 4 2 2 0 4:1 6 Pólland 2 1 1 0 2:1 3 Ungverjaland 2 0 0 2 1:3 0 Kýpur 3 0 0 3 3:9 0 Hoddle skoraði Frá Bob Hennessy á Englandi. TOTTENHAM gerði jafntefli við Newcastle, 1:1, á útvielli f ensku 1. deildinni í knattspyrnu f gær- kvöldi. Glenn Hoddle skoraði fyrir Tottenham og Goddard fyrir heimamenn. Önnur úrslit í 1. deild í gær- kvöldi voru þau að Aston Villa og Watford gerðu jafntefli, 1:1 og Leicester sigraði QPR, 4:2. Stoke og Ipswich gerðu markalaust jafn- tefli í 2. deild. Eftir venjulegan leiktíma var stað- an 25:25 en í leikhléi 11:15. Valsmenn höfðu undirtökin lengst af en frábær markvarsla Þóris Siggeirssonar hjá UBK varð til þess að þeim tókst að jafna undir lok leikins. Þórir varði þá tvö vítaköst auk þess sem Valsmenn skutu framhjá úr því þriðja. Blikar voru frekar slakir að þessu sinni. Vörnin léleg og skyt- turnar náðu sér aldrei á strik. Hjá Val var Jakob Sigurðsson sterkur og Stefán Halldórsson var einnig góður og lét hróp áhorf- enda, sem reyndu að taka hann á taugum, ekkert á sig fá. Valdimar Grímsson lék einnig vel og Páll Guðnason varði þokkalega eftir að hann kom í markið. Markahæstir hjá Val voru Stefán sem skoraði 10 mörk, jakob gerði 8 og Valdimar 7. Hjá Blikum skor- aði Jón Þórir Jónsson 11 og Þórður Davíðsson 6. Evrópukeppnin: Rúmenar efstir RÚMENAR komust f efsta sæti f 1. riðli Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu með þvf að vinna stórsigur á Albanfu, 5:1, í Búkar- est í gærkvöldi. Leikmenn Evrópumeistaranna, Steaua Búkarest, voru í aðalhlut- verki og skoruðu öll mörk Rúmena. Piturca skoraði starx á fyrstu mínútu. Muca jafnaði fyrir Albani en Boloni og Hagi, úr vítaspyrnu, náðu aftur forystunni fyrir heima- menn. Belodedici og Bumbescu bættu svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Staðan: Rúmenla 3 2 0 1 9:2 4 Spánn 2 2 0 0 3:1 4 Austurríki 2 10 1 3:4 2 Albanfa 3 0 0 3 2:10 0 Stórleikur Gylfa - þegar Keflvíkingar unnu Val LEIKMENN ÍBK tolleruðu Gylfa Þorkelsson er þeir höfðu sigrað Valsmenn með 84 stigum gegn 73 í öðrum leik liðanna f undanúr- slitunum um íslandsmeistaratitil- inn f körfuknattleik f gærkvöldi. Tryggðu Keflvfkingar sór þvf au- kaleik, sem verður hreinn úrslita- leikur um það hvort liðið leikur gegn UMFN um íslandsmeistara- titilinn. Fer hann fram f Keflavík kl. 14 á laugardag. Það var ekki að ástæðulausu sem leikmenn ÍBK tolleruðu Gylfa því hann átti stórleik og stærstan þátt í sigri liðsins. Leikurinn var annars stórskemmtilegur og vel leikinn frá upphafi og gífurleg bar- átta í leikmönnum beggja liða, enda mikið í húfi. Skemmtu áhorf- endur í troðfullu húsinu sér konunglega. Keflvíkingar byrjuðu af krafti og náðu strax 10 stiga forystu, en Valsmenn fundu svar við leik þeirra og komu í veg fyrir að skotmenn þeirra fengju að athafna sig seinni 10 mínútur fyrri hálfleiks. Söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot ÍBK og komust yfir 32:31 þegar rösk mínúta var til leikhlés. í seinni hálfleik var ennþá meiri spenna í leiknum. Seig þó á ógæfu- hliðina hjá Valsmönnum er Torfi Magnússon fékk fjórðu villuna er 16 mínútur vorg eftir. Var hann tekinn útaf í 10 mínútur og það var þá sem losnaði um Gylfa. Stóð- ust varnarmenn Vals honum ekki snúning og skoraði hann án afláts. Þegar rúm mínúta var til leiksloka var staðan 76-73 fyrir ÍBK og Vals- menn seilingarfjarlægð frá úrslita- sætinu, því þeir unnu fyrsta leik liðanna með þremur stigum, 69-66. Brást þeim þó hittni það sem eftir var og varnaraðferð þeirra gekk ekki upp í lokin. Sluppu Keflvíkingar hvað eftir annað burt frá þeim og skoruðu 8 stig á lok- amínútunni við gífurlegan fögnuð stuðningsmanna sinna, sem fjöl- menntu til Reykjavíkur til að hvetja sína menn til dáða. -ágás Bikarkeppni HSÍ: FH úr leik FRAM tryggði sér sæti í undanúr- slitum bikarkeppni HSÍ með því að vinna FH, 25:24, í jöfnum og spennandi leik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Staðan í hálfieik var 14:13 fyrir Fram. FH-ingar byrjuðu betur og höföu oftast frumkvæðið í fyrri hálfleik, en Framarar voru aldrei langt und- an og náðu að jafna og komast í fyrsta sinn yfir rétt fyrir leikhlé. I seinni hálfleik var sama upp á ten- ingnum FH náði að jafna aftur og leit lengi vel út fyrir að þeir færu með sigur að hólmi. Þeir höfðu tveggja marka forskot, 21:19, þeg- ar um 10 mínútur voru til leiksloka en þá fór allt í baklás og Fram náði yfirhöndinni og sigraði. FH- ingar fengu þó tvívegis möguelika á að jafna undir lokin. Dómararnir, Hákon Sigurjóns- son og Guðjón Sigurðsson, voru mjög slakir og settu svip sinn á leikinn með furðulegri dómgæslu og ættu að kynna sér betur leik- reglurnar. Bestu leikmenn Fram voru Per Skaarup, Júlíus Gunnars- son og Guðmundur JÓnsson, markvörður. Hjá FH var Héðinn Gilsson og Pétur Petersen bestir. MÖRK FRAM: Júlíus Gunnarsson 5, Agn- ar Sigurðsson 5/3, Birgir Sigurðsson 4, Per Skaarup 4/2, Ragnar Hilmarsson 3 og Tryggvi Tryggvason og Hermann Björnsson eitt mark hvor. MÖRK FH: Héðinn Gilsson 7, Pétur Pet- ersen 5, Óskar Ármannsson 5/2, Þorgils Óttar 4, Gunnar Beinteinsson 2 og Guðjón Árnason 1. FE Leikurinn í tölum íþróttahús Seljaskóla úrvalsdeildin í körfuknattleik, undanúrslit, 25. marz 1987. Valur-ÍBK 73:84 (86:38) 6:9, 7:18, 15:25, 21:29, 27:29, 32:31, 33:38, 36:38 og 40:40, 40:46, 47:49, 53:61,62:63,64:71, 68:76, 73:76 73:84. STIG VALS: Tómas Holton 28, Sturla Örlygsson 16, Einar Ólafsson 12, Leifur Gústafsson 10, Torfi Magnússon 3, Bjöm Zöega 2 og Páll Amar 2. STIG ÍBK: Gvlfi Þorkelsson 21, Guðjón Skúlason 20, Olafur Gottskálksson 17, Sigurður Ingimundarson 12, Hreinn Þor- kelsson 8 og Jón Kr. Gíslason 6. Létt hjá Stjörnunni STJARNAN átti ekki í erfiðleikum með að sigra Fylki, 31:22, i 8-liða úrslitum bikarkeppni HSI í Laug- ardalshöli í gærkvöldi. Garð- bæingar höfðu yfir í leikhléi, 15:10. Fylkismenn byrjðu betur og ko- • must í 7:5, en Stjarnan svaraði fyrir sig með sjö mörkum í röð og eftirleikurinn því auðveldur fyrir þá. Of mikill munur var á þessum lið- um enda Fylkir í neðri hluta 2. deildar en Stjarnan að berjast fyrir Evrópusæti í 1. deild. Hannes Leifsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með 10 mörk, Gylfi Birgisson kom næstur með 6 mörk. Hjá Fylki var Einar Einarsson markahæstur með 7 mörk og Magnús Sigurðsson gerði sex. FE Gummersbach vann KRISTJÁN Arason gerði 3 mörk er Gummersbach sigraði Mil- bertshofen, 23:22, í vestur-þýsku Bundesligunni í handknattleik í gærkvöldi. Steinar Birgisson gerði 4 mörk fyrir Kristjansand er lið hans tap- aði fyrri leik sínum í úrslitakeppn- inni um norska meistaratitilinn gegn Stavanger,28:22, í gær- kvöldi. Mikill hasar í Vestmanneyjum. ÞAÐ var sannkölluð bikar- stemmning í íþróttahöllinni í Vestmanneyjum í gærkvöidi þeg- ar heimamenn léku við Víking. Gífurleg harka, hraði og hiti f leik- mönnum. Leiknum lauk með 21:18 sigri Vfkinga eftir að staðan í ieikhléi hafði verið 13:13. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleik en Víkingar höfðu þó ávalt frumkvæðið. Eyjólfur Bragason jafnaði á stórglæsilegan hátt fyrir ÍBV fyrir leikhlé. Mikil harka var í fyrri hálfleik og var Hilmar Sigurgíslason útilokað- ur eftir aðeins 13 mínútur fyrir að sparka í markvörð Eyjamanna. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, íslands- og bikarmeistararn- arnir ávallt með eins til tveggja marka forskot sem heimamönnum tókst reyndar að jafna um miðjan hálfleikinn. Reynsluleysi leikmanna (BV fór þá að segja til sín og gerðu þeir sig seka um urn mörg afdrifarík mistök sem Víkingar notfærðu sér. Harkan í síðari hálfleik var engu minni en í þeim fyrri og fengu margir leikmenn beggja liða að kæla sig. Guðmundur Guðmunds- son og Árni Friðleifsson voru meðal annars útilokaðir fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur þegar mótstaða Eyjamanna fór í taugarnar á þeim. Þó munurinn hafi verið 3 mörk gefur það ef til vill ekki alveg rétta mynd af leiknum því leikmenn ÍBV hefðu allt eins getað sigrað með smá heppni og meiri reynslu. Víkingar skoruðu til dæmis tvö síðustu mörk leikins. Jón Bragi Arnarson markvörður ÍBV var bestur og varði oft stórglæsilega. Þá var Þorsteinn Viktorsson góður. Hjá Víkingum skaraði enginn framúr og áttu þeir í hinum mestu vandræðum með að skapa sér færi gegn sterkri vörn (BV sem tók hraustlega á móti þeim. Tyrkir unnu A-Þjódverja TYRKIR unnu Austur-Þjóðverja, 3:1, í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í Istanbul í gærkvöldi. Tyrkir byrjuðu leikinn á því að gera sjálfsmark en bættu svo um betur og skoruðu þrjú mörk. Riza Xalinbay jafnaði rétt fyrir leikhlé og í seinni hálfleik bættu Kaynak og Colak við tveimur mörkum. Jógóslavar unnu Austurríki, 4:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Banja Luka í Júgóslavíu í gær- kvöldi. Mörkin gerðu Pancev 2, Stojkovic og Tuce. Eyjum „Það sló leikmenn mína út af laginu hversu harða mótspyrnu þeir fengu," sagði Árni Indriða- son þjálfari eftir leikinn og bætti því við að sér hefðu þótt heima- menn komast upp með of mikil fólskubrögð í leiknum. Enda fengu Víkingar þrjú rauð spjöld fyrir að slá til leikmanna ÍBV eftir að leikur- inn hafði verið stöðvaður. Gæti þetta reynst þeim afdrifaríkt í loka- baráttunni um bikarmeistaratitil- inn. Mörk ÍBV: Þorsteinn Viktorsson 6, Sig- björn Óskarsson 3, Eyjólfur Bragsson 3, Jóhann Pétursson 3/3, Sigurður Friðriks- son, Óskar Freyr Brynjarsson og Páll Scheving eitt mark hver. Mörk Vfklngs: Bjarki Sigurðsson 5, Karj Þráinsson 5/3, Siggeir Magnússon 3, Árni Friðleifsson 2, Arni Indriðason 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Hilmar Sig- urgislason 1, Einar Jóhannesson 1. -GMS Jafntí Magdeburg Austur-Þýskaland og italía gerðu markalaust jafntefli í und- ankeppni Ólympfuleikana í knatt- spyrnu í Magdeburg í gærkvöldi. íslendingar eru f sama riðii og þessi lið og leika fyrsta leik sinn gegn ítalfu f næsta mánuði ytra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.