Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 5

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 5 Jóhanna Björnsdóttir, verkakona, Keflavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann hefur á stefnuskrá að lífeyrisrétt- urinn verði sameign hjóna, sem m.a. stuðlar að því að konur geti leyft sér að stunda heimilisstörf". Helga Óskarsdóttir, húsmóðir, Njarðvík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að í þeium flokki er einstaklingurinn þunga- miðjan og vissa fyrir því að hverjum og einum sé sinnt “. Einar Esrason, gullsmiður, Kjalarnesi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég er maður einkaframtaksins, sem flokk- urinn stendur vörð um og vegna þess að ég aðhyllist frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, sem kemur heim og saman við stefnu flokks- ins.“ Jón Zimsen, lyfjafræðingur, Mosfellssveit „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því að hann er lýðræðis- flokkur, sem stendur vörð um persónufrelsi manna." Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri, Grindavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að ég treysti honum til að framfylgja skyn- samlegri efnahagsstefnu með áherslu á minnkandi verðbólgu, næga atvinnu og framþróun í atvinnumálum. Einnig vegna þess, að ég treysti honum til að halda áfram skynsamlegri stjórnun fiskveiða með einfölduðu kvótakerfi, koma í veg fyrir stækkun fiskiskipaflotans og stuðla að sérstöku átaki í endurreisn sjávarútvegs á Suðurnesjum." Þorsteinn Bjarnason, verslunarstjóri, Keflavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að honum einum er treystandi fyrir stjórn landsins og hann er eini flokk- urinn sem hefur dug og þor til að standa við kosningalof- orð sín. Reynsla + dugnaður + ferskur þlær = XD“. Þórunn Hafstein, þýðandi, Kópavogi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er flokkur einstaklingsfram- taks og - frelsis “. Halldór S. Steinsen, nemi, Garðabæ: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn meðal annars vegna þess að hann hefur stuðlað að frjálsu útvarpi, kaupmáttar- aukningu og auknum hagvexti, svo eitthvað sé nefnt". Hildur Jónsdóttir, deildarstjóri, Seltjarnarnesi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn. Valið er mjög einfalt. Þetta er eini stjórnmálaflokkurinn sem ég þori að trúa; því hafa verk hans undanfarin ár valdið. Lífskjör á íslandi hafa aldrei verið betri. Það þakka ég góðri stjórnun Sjálfstæðisflokksins". RtYKJANES Dagný Davíðsdóttir, nemi, Mosfellssveit: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég vil vera sjálfstæð manneskja í frjálsu landi." Sigurður Ingvarsson, nemi, Keflavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna stefnu flokksins í utan- ríkismálum og þeirrar nýsköp- unar sem hann vill koma fram". LEIÐ Eiríkur Dagbjartsson, stýrimaður, Grindavík. „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að síðustu fjög- ur ár flokksins i ríkisstjórn sýna ótvírætt að hann er atkvæðis míns verður." Þórður Ólafsson, iþróttakennari, Sandgerði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann stuðlar að framförum, en ekki stöðnun". Friðrik Sverrisson, nemi, Garðabæ: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann hefur komið á réttlátara skatta- kerfi og stuðlað að breyt- ingu á húsnæðislánakerf- inu, sem gerir það að verkum að nú þorir ungt fólk aftur að fjárfesta í íbúð“. á Rímti Haukur Guðmundsson, nemi, Kópavogi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna raunsæisstefnu hans í íslenskum stjórnmálum".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.