Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 15 SAMAN SNÉRUM VIÐ VÖRN í SÓKN! Á fjórum árum hefur sjávarútvegur tekið stakkaskiptum hér á landi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í upphafi. Á þessum tíma hefur framleiðsluverðmæti sjávarafurða hækkað úr 500 milljónum dollara í 800 milljónir dollara. Okkur hefur tekist að: • Tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofna. • Minnka tilkostnað útgerðar. • Auka sókn í vannýtta fiskistofna. • Bæta vörugæði sjáVarafurða. Mikilvægasti árangurinn er síðan sá að sjómenn og fiskvinnslufólk njóta nú betri lífskjara en áður. Við stefnum að því að: • Endurnýja fiskiskipastólinn. • Auka tækni og hagræðingu í útgerð og fisk- vinnslu. • Stofna sjávarútvegsskóla. • Stórefla rannsóknir í sjávarútvegi. • Skapa markað fyrir nýjar sjávarafurðir. • Auka vörugæðin enn frekar. • Flytja út þekkingu okkar á sviði fiskveiða og vinnslu sjávarafurða. Með kveðju, Haíldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.