Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 17 r Simon H. ívarsson gitarleikari og dr. Orthulf Prunner orgelleikari halda tónleika i Dómkirkjunni i dag kl. 20.30. Samleikur á gítar og orgel í Dómkirkjunni DR. ORTHULF Prunner orgel- leikari og Símon H. ívarsson gitarleikari halda tónleika í Dómkirkjunni i dag, sumardag- inn fyrsta, kl. 20.30. Dr. Orthulf Prunner og Símon H. ívarsson kynntust í Vínarborg, þar sem þeir stunduðu báðir tónlist- amám, en leiðir þeirra lágu síðan aftur saman þegar þeir höfðu lokið námi og hófu störf á íslandi, Símon hjá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, en Orthulf sem organisti við Háteigskirkju og kennari við Nýja tónlistarskólann. Einnig starf- ar hann sem einleikari og hefur spilað í flestum löndum Evrópu. Á efnisskránni á tónleikunum í dag eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Antonio Vivaldi og Joaquin Rodrigo. Símon og Orthulf hafa sjálfir útsett verkin fyrir gítar og orgel. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðstil útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir íaðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.