Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 58

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 58
58 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 „JcL, þa£> Inehir ypiHeikt vcri<5 min reynsla, ofc lconur eru hrif nar af mönnum sem heimta- o%> fcí c& borgd helm'mgiinn cxf öllu." Með morgunkaffinu Mamma. Þetta er hræði- legt. Mér finnst hann svo svakalega framsóknar- mannslegur. HÖGNI HREKKVISI //TýMD/K.ÐU vhttlingmum PÍnum.*3/ ÖfEKKI KETTUNGUR'" ÍSLENSKUR HER TO Velvakanda. A framboðsfundi á Blönduósi útvörpuðum í kvöld, 12. apríl, fékk Borgaraflokkurinn eftirfarandi spumingu. Ætlið þið að stofna íslenskan her og segja upp vamar- samningnum o.s.frv. Svarið var þannig að ég held. „Nei, við ætlum ekki að stofna íslenskan her. Við höfum okkar hulduher." Eftirfar- andi kom upp í hugann eftir að heyra þetta. A ýmsu á níaður von í íslenskri pólitík. í landi kvenna- framboðs og þar sem skjaldborg er mjmduð um mann sem greinilega ætti vel heima við sunnudagsmessu í Ameríku þar sem hann gæfi stórt í baukinn í augsýn litlu mannanna, sem lítið eiga af vitsmunalegum og veraldlegum auði. Heimkoma Helenu Albertsdóttur leysti fyrir mig mikinn vanda. Ég er á móti því að koma okkur niður úr tijánum og út úr Bedúínatjaldinu sé seinkað með valdbeitingu. Lofum náttúrunni að ráða. Ef „flokks- formaður" er farinn að haga sér öðruvísi en tíðkast hefur, þá hug- leiðum vel máiið áður en við refsum honum. Vandinn er leystur hjá mér. Ég kýs ekki Steingrím, sem vissulega á það skilið (né Flokk mannsins sem ég áður taldi skjm- samlegan kost), nei, Þorsteinn fær atkvæðið, þökk sé honum. Og þó. Það væri hugsanlegt að kjósa Borgaraflokkinn. Ekki vegna Alberts heldur vegna þess að um eitthvað nýtt og bitastætt væri að ræða í hans stefnu. Þá væri íslensk- ur her kjörið mál. Að við Islendingar skulum ekki hafa vísi að her er rugl, sennilega öllum óskiljanlegt utan okkar lands og nokkrum prósentum íbúanna hér líka. Rugl þetta varð ekki til meðal okkar fyrr en eftir síðari heimsstyij- öld. Astæðan: Kommar og ýmsir vinstrimenn töldu eftir ýmsa at- burði 3. og 4. áratugarins, að lögregla og þá ekki síður her væri fyrst og fremst til þess nothæfur að beija á verkalýðnum. Eftir 1945 var margt orðið breytt. M.a. stór- veldin voru nú aðeins þijú, þ.e.a.s. Sovétríkin, Bandaríkin og Island. Ergó. íslendingar geta aldrei haft herafla á við hin tvö, þar af leiðir að við eigum að sigla sofandi að feigðarósi. Það er varla nema stigsmunur á her smáþjóðar annars vegar og lög- reglu hins vegar. Hér er symból og um ófyrirsjáanlega framtíð nauð- synlegt fylgifé þessara villidýra sem maðurinn er. Frá mínum bæjardyrum séð hef- ur það aldrei verið spuming að við ættum að hafa okkar eigin her. Það má kalla hann hvað sem er, heima- vamarlið, hjálparsveitir á neyð- artímum eða annað. Fjármögnun er stór spuming í landi græðginnar og þráans. En sé ísland hemaðar- lega þýðingarmikið, sem ég ekki dreg í efa, sé ég nú enga vanvirðu í því að láta NATO borga brúsann. Vegna þess að okkar skjmsamleg- ustu vamir mundu aðeins að litlu lejrti gagnast NATO og vamimar sem þeir vilja, að takmörkuðu leyti vera það sem okkur mest vantar. Hefði Borgaraflokkurinn vakið upp hugmjmdir Jóns Sigurðssonar forseta frá miðri 19. öld um her- þjálfun íslendinga styddi ég flokk- inn heilshugar og svo væri um fleiri. 1408-6250 DV frjálst og óháðdagblað? í kosningabaráttu gegna fjöl- miðlar þýðingarmiklu hlutverki. Upplýsinga- og áróðursgildi þeirra er ótvírætt. Eftir því, sem fólkinu hefur fjölgað og persónu- legt návígi við stjómmálamenn hefur minnkað, vegur þáttur fjölmiðlanna þyngra í skoðana- myndun almennings. Ég er ein af fjölmörgum áskrifendum DV frá því það hóf göngu sína og hef ekki haft ástæðu til að greina að blaðið bæri ekki undirtitil sinn með rentu þar til nú. Síðastliðna viku hefur mátt ætla að DV væri sérstakt málgagn Borgara- flokksins. Sem dæmi má nefna helgarp- istil Ellerts Schram ritstjóra sl. laugardag, sem ber fyrirsögn- ina; Borgaraflokkurinn. í þætt- inum íslensk tunga, leggur Eiríkur Brynjólfsson út af nafni Borgaraflokksins í samnefndri grein. Stefnuskrá Borgara- flokksins birtist innrömmuð með fallegri fyrirsögn. Stefiiuskráin og greinar þessar eru skreyttar stórum myndum af Albert og stuðningsmönnum hans og fyrir- sagnir eru feitletraðar. Auk þess er boðið uppá tveggja síðna við- tal við einn frambjóðandann og innrammað viðtal við annan. Um síðustu helgi var viðtal við kosn- ingastjóra Borgaraflokksins, Helenu Albertsdóttur, í DV. Það þarf engan speking til að reikna út hver kostnaður yrði á sambærilegum auglýsingum. Borgaraflokkurinn hefur að mínu mati fengið langtum meiri athygli og umfjöllun í DV en aðrir flokkar, meiri en nokkur skynsamleg skýring fínnst á, því ekki hefur enn örlað á merkileg- um nýjungum, sem flokkur þessi hyggst beita sér fyrir. Nú þykir bæði mér og fleirum að mál sé til komið að DV geri öllum hinum flokkunum jafnhátt undir höfði og sýni og sanni, að DV er fijálst og óháð, og á eng- an hátt uppá fjárhagslegan og siðferðilegan stuðning Borgara- flokksins komið. Reykjavík, 5. apríl 1987, Gyða Magnúsdóttir 21. apríl 1987 Ég óska eftir að tekið sé fram að bréf þetta hafí verið sent DV þann 6. aprfl ’87 og ekki fengist birt. Ekki tókst að fá neina skýr- ingu á því hvers vegna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bréfrit- ara. Gyða Magnúsdóttir Sjálf stæðisflokkurinn er meira en Þorsteinn Pálsson Til Velvakanda. Núna síðustu daga hef ég heyrt þá röksemd nokkurra fylgismanna Borgaraflokksins að þeir ætli að snúa baki við sinni lífsskoðun og þeim flokki sem barist hefur fyrir frelsi einstaklingsins og best hefur rejmst íslensku þjóðinni í að bægja frá áhrifum sósíalista í gegnum árin, vegna þeirrar ástæðu einnar að Þorsteinn Pálsson sé svo vondur formaður. Að mínu mati stendur valið um tvo flokka, annars vegar Borgara- flokkinn sem er dæmigerður fulltrúi kreppukynslóðarinnar sem alin var upp við atvinnuleysi, skömmtunar- seðla, innflutningshöft, gjaldeyris- höft og marga slíka fylgifiska ofstjómunar, með tilheyrandi skömmtunarstjórum og klíku- skap sem af slíku leiðir. Það fólk sem slíkt styður var orðið svo vant slíku ástandi að það hélt að ástand- ið væri eðlilegt. Hinsvegar stendur valið um Sjálfstæðisflokkinn sem sýnt hefur í verki innreið fijálsræð- is í mörgum málum og má þar tilnefna nokkur mikilsverð atriði: Nægt lóðaframboð í Reykjavík, fijálsir verðbréfa- sjóðir, fijálsir vextir, aukið ferðafrelsi með fijálsum gjald- eyriskaupum og stóraukin lán til húsbyggjenda, sem vonandi veija til þess að verkamannabústaðir í sinni núverandi mynd verði lagðir af, vegna þeirra auðmýkjandi að- stæðna sem íbúar þeirra eru settir í með þeim stéttamismun sem og klíkuskap við úthlutun sem þeim fylgja. Því stendur valið ekki um Þor- stein Pálsson eða Albert, valið stendur um hugsjón Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og sérhags- munagæslu flokksbrotaframboðs Alberts og hugmynda sósíalista hins vegar. Varðandi röksemd þá að Þorsteinn sé vondur formaður fínnst mörgum einkennilegt, því það eina sem hugsanlega Þorsteini hefur orðið á, var að taka of seint á skattsvikamáli Alberts, og því fengu ofsafengnir og varhuga- verðir ráðgjafar Alberts vafasama átyllu til þess að efna til þessa ein- kennilega kosningabandalags, sem þeir höfðu lengi gengið með í mag- anum. Persónulega fínnst mér kostur á mönnum að þeir sýni sam- ferðamönnum tillitssemi og þolin- mæði í viðkvæmum einkamálum eins og Albert var greinilega sýnd í þessu máli. Skoðun margra virðist þó vera sú að Þorsteinn hefði átt að skjóta fyrst og spyija svo eins og gert var í villta vestrinu á síðustu öld. Ég á bágt með að trúa því að einhver fjöldahreyfíng fínni í fé- lagaskrá foringja sem gerir öllum til hæfís strax í byijum ferils síns. Gjaman vildi ég heyra álit eldri sjálfstæðismanna á því hvort ein- hveijir byrjunarörðugleikar hafi ekki verið hjá föllnum foringjum Sjálfstæðisflokksins, þeim Olafí Thors, Bjama Benediktssyni og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.